Frjáls verslun - 01.08.1962, Qupperneq 15
starfaði hann hjá útbúi því, sem heildverzlun Nat-
hans & Olsens starfrækti á Akureyri.
I fyrrgreindu viðtali við Tómas, sem birtist um
]>að bil, er verzlun hans var 30 ára, kvað hann
mestu erfiðleikaár vcrzlunar sinnar hafa verið tíma-
bilið frá 1930—40, þegar kaupmönnum var sífellt
settur stóllinn fyrir dyrnar með innflutningshöft-
um og þó miklu fremur með misbeiting þeirra, þar
eð kaupfélögum voru veitt forréttindi og fríðindi,
en kaupmönnum að sama skaj)i íþyngt með rang-
látri skattlagningu og útsvara, svo og veltuútsvar-
inu, sem oft var beitt af lítilli tillitssemi.
Jafnframt því sem Tómas og fyrirtæki hans seldi
byggingavöru hvers konar, var starfsemin að öðrum
þræði fólgin í að annast hitalagnir í hús á Akur-
eyri og víðar, og er þeirra stærst Kristneshælið,
ennfremur hús Landsbankans, húsmæðraskólinn,
íþróttahúsið og Hótel Gullfoss, svo nokkuð sé nefnt,
einnig símstöðin og barnaskólinn á Siglufirði.
Tómas Björnsson sat um langt skeið í Verzlunar-
ráði íslands og vann þar ósleitilega að hagsmuna-
málum kaupmanna utan Reykjavíkur, barðist fyrir
jafnrétti þeirra að því er snerti innflutning og við-
skiptaaðstöðu yfirleitt.
Eyþór H. Tómasson
Sælgætis-
verksmiðjan
Linda
Niðri á Gleráreyrum er risið mikið verksmiðju-
hús, þar sem leggur út Ijúfan ilm um alla glugga
og gættir. Þar er sælgætisverksmiðjan Linda, sem
fræg er orðin út fyrir landsteinana fyrir afbragðs-
gott súkkulaði, konfekt og fleira „gott“. í Noregi
og Danmörku eru margir búnir að venja sig á
Lindu-sælgæti, og meira að scgja vestur í Ameríku
er víða farið að smjatta á Lindu-súkkulaði og
„candy“. Eyþór í Lindu er orðinn landskunnur
maður.
Arið 1948 var hlutafélagið Linda stofnað og þá
hafizt handa um vélakaup, og árið eftir tók verk-
smiðjan til starfa að tullu í 180 fermetra húsnæði
að Hólabraut 16. Ráðinn var þýzkur sérfræðingur
í sælgætisgerð, og með honum unnu fyrstu mánuðina
þrjár stúlkur. En fyrirtækið óx jafnt og þétt. Árið
1953 var byrjað á viðbótarbyggingu við sama hús,
keyptar nýtízku vélar, mjög fullkomnar, til súkku-
laðigerðar og fenginn sérfræðingur frá hinu kunna
firma Cadbury í Englandi. Hann kenndi starfsfólk-
inu súkkulaðigerð, og þar kom undirstaðan að þeim
vinsældum, sem Linda hefir notið alla tíð síðan.
Byrjað var 1959 að bvggja fullkomna verksmiðju
á Hvannavöllum 14, og er hún fullkomlega á heims-
mælikvarða, bæði hvað snertir aðstöðu fvrir fólk
og framleiðslu. Verksmiðjan tók til starfa í sept.
1961 og mun vcra stærst sinnar tegundar hér á
landi og ein glæsilcgasta verksmiðja á Norður-
löndum.
I Lindu eru nú framleiddar yfir 60 tegundir sæl-
gætis, og framleiðslan eykst stöðugt, bæði á inn-
anlandsmarkað og til útflutnings. Milli 50 og 60
manns vinna nú að staðaldri í Lindu, og hefst þó
aldrei undan að svara eftirspurn. Nú er verið að
hefja framleiðlu ýmissa nýrra tegunda, og útflutn-
ingur er hafinn til Ameríku, en áður hefir verið
flutt út til Noregs og Danmerkur, bæði súkkulaði
og tyggigúmmí.
Eyþór H. Tómasson stofnaði og hefir stjórnað
Lindu frá upphafi af landskunnum dugnaði, hagsýni
og myndarskaj). Snyrtimennska og þrifnaður er þar
til fyrirmyndar. Sl. ár var greitt í vinnulaun á
aðra milljón króna, og þetta 10400 rúmmetra hús
er ])egar að verða fullsetið. Svona fyrirtæki eru til
fyrirmyndar og sóma.
Bólstruð húsgögn hf. á Akureyri
Tveim árum áður en þeir hófu rekstur niður-
suðuverksmiðjunnar K. Jónsson, stofnuðu hinir
sömu menn fyrirtækið Bólstruð húsgögn hf.
Aðalstofnandinn, Jón Kristjánsson, sem kunn-
astur varð fyrir útgerð og síldarsöltun, hafði fyrr
á árum unnið að húsgagnabólstrun og söðlasmíði.
Hinir stofnendur Bólstraðra húsgagna hf. voru þeir
synir hans Mikael, Ivristján og Jón Árni, og að auki
þeir Steingrímur Kristjánsson og Hallgrímur Jóns-
son.
í fyrstu vann Jón einn að húsgagnabólstruninni
og var fyrirtækið þá til húsa í Hafnarstræti 88.
Síðan bættust við tveir menn í greininni og einnig
var byrjað að selja fjölbreyttara úrval húsgagna,
bæði bólstraðra og óbólstraðra, sem keypt voru
frá ýmsum verkstæðum bæði á Akureyri og í
ERJÁLS VERZLUN
15