Frjáls verslun - 01.08.1962, Qupperneq 16
Það leynir sér ekki, að Amaró helir byggt af miklum stórhug
Reykjavík. Enn voru færðar út kvíarnar 1957, og
þá flutt í Hafnarstræti 106, og var þá cnn aukin
fjölbrcytni í vöruvali.
Árið sem leið (1961) var íyrirtækið selt, og voru
aðalkaupendur þcir Eiríkur Stefánsson og Ágúst
Ólafsson.
Mörg stór og glæsileg liús hafa risið á Akureyri
hin síðari ár, ekki sízt verksmiðjuhús utan við mið-
bæinn. En við aðalverzlunargötu bæjarins, Hafnar-
stræti, vekur fljótt athygli vegfarenda nýtt stór-
hýsi, sex hæða verzlunarhús áfast við gömlu Ryels-
verzlun. Þessi nýja bygging nefnist Amaró-húsið
og stendur við Hafnarstræti 99. Auk stærðar Iiúss-
ins verður öllurn starsýnt á búðargluggana á neðstu
hæð, útstillingarnar og sjálfa Amaró-búðina. Þetta
er með slíkum nýtízku glæsibrag, að mörgum finnst
sem þeir séu komnir í erlenda stórborg.
Fréttamaður Frjálsrar verzlunar réðst til inn-
göngu og spurði eftir eiganda og forstjóra fyrir-
tækisins, Skarphéðni Ásgeirssyni, og var vísað upp
til hans á annarri hæð. Þar var þá staddur hjá hon-
um arkitekt og yfirsmiður hússins, Stefán Reykja-
lín. Var hann beðinn að Iýsa húsinu í fáum orðum,
sem hann gerði í skyndi og var svo allur á brott.
— Stærð hússins er 9200 teningsmetrar, mest á
tveim neðstu hæðunum, sem eru 530 fermetrar. Það
sérkennilegasta við hús þetta er, að það er byggt á
stálsúlum, sem ekki hefir tíðkazt hérlendis áður.
Mörgum sýnast þær heldur veikbyggðar, enda þver-
málið aðeins 39 sm, þar sem steinsúlur eru venju-
legast 60 sm. Húsið er allt mjög einfalt að allri
gerð. Byrjað var á byggingunni haustið 1959, og nú
þegar hafa verið teknar í notkun fjórar hæðir. Tvær
eru ófullgerðar, en þar verður nú haldin hin fyrsta
16
FRJÁLS VERZLUN