Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 21
Húsgögn frá
Valbjörk
á Akureyri
bræður, Guðmundur og Eyþór, áttu saman. Brátt
varð þetta húsnæði þó of þröngt og ófullnægjandi,
og árið 1957 var hafizt handa um byggingu nýs
verksmiðjustórhýsis á Gleráreyrum. Fyrsta áfanga
byggingarinnar var lokið á næsta ári og verksmiðju-
reksturinn þá fluttur í liina nýju byggingu. Einnig
voru útvegaðar nýjar og miklu stórvirkari vélar til
verksmiðjunnar, og sköpnðust þá miklu betri skil-
yrði til framleiðslunnar, sem hefir farið ört vaxandi
síðan. Mjög margar tegundir af kexi eru nú fram-
leiddar í Lorelei, t. d. tekex, heilhveitikex, malt-
kex, ostakex, kremkex margskonar, ískex og mjólk-
uríshulstur.
Lorelei-kex likar vel í Ameríku
Framleiðslan hefir líkað svo vel, að ekki hefir
verið unnt að fullnægja eftirspurn. Send hafa verið
sýnishorn til útlanda, m. a. til Ameríku, og eru allir
ánægðir með það, er reynt hafa. Vafalaust yrði þar
nægur markaður fyrir vöruna, ef hægt væri að fram-
leiða hana í svo stórum stíl, sem þarf á markað
erlendis.
Takmark eigenda Lorelei er að sjálfsögðu að auka
cnn framleiðsluna að miklum mun, bæði að fjöl-
breytni og magni til þess í fyrsta lagi að geta full-
nægt þörfinni á íslenzkum markaði. Við verksmiðj-
una vinna nú 20—30 manns, og útborguð vinnu-
Iaun nema orðið nokkrum milljónum króna.
Valbjörk orðin þjóðkunn
húsgagnaverksmiðja
Ein kunnustu húsgögn á markaðnum bæði norð-
anlands og sunnan koma irá framleiðanda á Akur-
eyri, sem er fremur ungur að árum, Húsgagna-
verksmiðjunni Valbjörk hf., er stofnuð var í apríl
1953.
Framleiðsla þessarar verksmiðju er fyrst og fremst
húsgögn allskonar en einnig innbú í skóla, félags-
heimili, gisti- og veitingahús, sjúkrahús, elliheimili
o. fl. Sjálf framleiðslan fer fram í nýbyggðu verk-
smiðjuhúsi að Glerárgötu 28.
Einnig rekur verksmiðjan verzlun á Akureyri, í
Búnaðarbankahúsinu að Geislagötu 5, líka í
Reykjavík í félagi með öðrum, í híbýladeild Mark-
aðsins að Hafnarstræti 5. Auk þess selur fyrirtækið
framleiðslu sína til húsgagnakaupmanna um land
allt.
PRJÁLS VERZLUN
21