Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Page 25

Frjáls verslun - 01.08.1962, Page 25
Bræðumir Valdimar og Pétur Jónssynir ekið mjólkinni úr nærsveitum og hingað inn til Akureyrar. Svo var farið að biðja okkur um að skreppa ferð og ferð til Reykjavíkur. Fyrsta ferðin var farin árið 1934. Síðan jókst þetta, hægt fvrst í stað, enda höfðum við þá ekki nema einn bíl, og ekki gat verið neitt á þetta að treysta, fyrr en við fengjum afgreiðslu eða samastað fyrir sunnan. Það gerðist 1940, að Frímann í Hafnarhúsínu tók að sér afgreiðslu fyrir okkur. Þá var fyrirtækið komið á dálítinn grundvöll. Nú oi-ðið höfuin við 4 og 5 bíla í þessum ferðum og þeir fara 4—5 sinnum í viku milli Akureyrar og Reykjavíkur. — Þið hafið líklega orðið varir við einhverjar breytingar á aðstæðum síðan þið fóruð fyrst þessar ferðir fyrir nærri 30 árum? — Já, blessaður vertu, það hefur margt breytzt síðan. Það eru auðvitaö fyrst og fremst bílarnir og vegirnir, sem hvorttveggja hefir breytzt til batn- aðar. Fyrst komumst við ekki af með minna en tvo daga í túrinn. Nú hefur þetta stytzt um nálega helming. Bílarnir okkar aka hvora Ieið á 10 klukku- stundum nú orðið. Þegar við byrjuðum að aka þessa leið, liefði það þótt saga til næsta bæjar, að far- þegar væru teknir með og þcir gætu fengið að sofa í rúmi á leiðinni. En þetta gerðum við einmitt um tíma. Við höfðum svefnvagn, gátum tekið 5 farþega og rúm fyrir tvo þeirra. En þetta eru aðeins auka- atriði og þægindi. Aðalatriðið er að flytja vörur á milli landsfjórðunga, því að þörf fyrir það fer stór- lega í vöxt með hverju ári. Þannig komast vör- urnar fyrr sína Ieið en ella verður. Kaupfélag EyfirSinga, Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga varð 75 ára á sl. sumri, var stofnað að Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 og gefið nafnið Pöntunarfélag Eyfirðinga, er breytt var árið 1906, cr fyrsta sölubúðn var opnuð, í Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri, en er almennast nefnt skammstöfuninni KEA. Fyrstu árin voru félagsmenn nokkrir bændur og vinnumenn frammi í sveit, cn nú eru félagsdeildir 24 með um 5400 meðlimum. Sölubúðir á Akureyri eru orðnar 25 og útibú utan bæjarins eru 5. Verzl- unarveltan er um 300 milljónir króna. Fastráðið starfsfólk hjá KEA árið 1961 var 416 að öllu með- töldu. Launagreiðslur á árinu 1961 til fastra starfs- manna og lausafólks nam kr. 40.159.766,99, en félagsmönnum var úthlutað í arð af ágóðaskyldum vörum kr. 1.580.324,58. Alls var greitt í uppbætur á innlendar vörur kr. 26.485.017,43. Fyrsta verzlun félagsins var í litlu timburhúsi, en það var fljótlega stækkað, og verzlunin varð fjölbreyttari, keypt var kjötbúð, reist sláturhús, mjólkurbú og frystihús. Mjólkurstöðin tók fyrsta árið á móti 1 milljón lítra, en árið 1960 14,3 millj. lítra. Og 1929 var bvggt hið stóra verzlunarhús við Hafnarstræti, við fjölförnustu gatnamótin í bænum, og andspænis því var á stríðsárunum reist hótel KEA, sem félagið rak þangað til nýverið að það leigði öðrum hótelið til rekstrar. Af hinum ýmsu fyrirtækjum félagsins má nefna smjörlíkis- gerð, lyfjabúð, brauðgerðarhús, sápuverksmiðju og kaffibrennslu. Þá hefir verið reist skipasmíðastöð og hafin útgerð. Srníðuð hafa verið 95 ski]), þeirra stærst Snæfell, 165 tonn. Félagið stofnaði fyrsta útibúið á Dalvík 1920. Vann þar fyrst einn maður, en nú eru fastráðnir starfsmenn þar 34. Síðan eru komin útbú í Hrísey, Grímsey, Grenivik og á Hauganesi, og eru rekin þar sláturhús, frystihús og lifrarbræðslur, auk sölubúða. Þeir, er lengst liafa gegnt starfi kaupfélagsstjóra, voru Hallgrímur Kristinsson 1902—1917, Sigurður Kristinsson 1917—23, Vilhjálmur Þór 1923—40 og Jakob Frímannsson síðan. f R J Á X, S VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.