Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Side 27

Frjáls verslun - 01.08.1962, Side 27
Leiklistin á Akureyri Leikfélag Akureyrar var stofnað fyrir 45 árum, eða 1917, en leikstarfsemi hefir verið nærri óslitin síðan um 1870 og hefir sjálfsagt verið hrundið af stað af hinum ágæta danska verzlunarstjóra, Steincke, sem átti frumkvæðið að flestum menn- ingarmálum ætið eftir að hann kom til Akureyrar og hefir enginn útlendur maður verið eins áhuga- samur um öll framfaramál í bænum og hann. Þannig fórust Guðmundi Gunnarssyni, formanni Leikfélags Akureyrar, orð, er fréttamaður Frjálsrar verzlunar heimsótti hann á dögunum. Guðmundur hefir lengi verið forustumaður í L. A., nú formaður í 12. eða 13. sinn, og kona hans, Anna Tryggva, hefir verið leikkona þar, og einnig faðir hennar, Tryggvi Jónatansson, sem og sá um gervi leikenda. Eitt af fyrstu leikritunum, sem sýnd hafa verið hér, var Jeppi á Fjalli, upp úr 1870, sagði Guð- mundur, en fyrsta íslenzka leikritið hef'ir verið Útilegumennirnir, flutt 1877. Ekkert leikrit hefir verið leikið oftar en Ævintýri á gönguför, alltaf gripið til þess, þegar þrengdist um fjárhaginn, því að Ævintýrið virðist alltaf jafnvinsælt. Tvö félög störfuðu á undan L. A., Gleðileikafélagið fyrst, og síðan Gaman og alvara. Forustumenn þeirra voru Páll J. Ardal skáld og Jakob Havsteen konsúll, og sonur hans, Júlíus síðar sýslumaður, var í fyrstu stjórn L. A. En aðrir í fyrstu stjórn voru Sigurður Hlíðar og Hallgrímur Valdimarsson. Hann hefir unnið félaginu og leikhúsmálum á Akureyri meira gagn en nokkur annar maður. En systir hans, Mar- grét Valdimarsdóttir, er Iézt 1915, aðeins 35 ára, hafði þá á annan áratug verið mest dáð leikkona á Akureyri og af ýmsum talin ein af beztu leikkon- um landsins, þótt sjálfmenntuð væri. Fyrsta leikhúsið var byggt og vígt 1897 af félag- inu Gamni og alvöru. Því var seinna breytt í íbúð- arhús og brann það fyrir nokkrum árum. En árið 1906 byggðu templarar hús, og þar hefir verið leik- ið síðan. Árið 1890 var merkileg leiksýning á Akureyri. Þá var flutt leikritið Helgi magri eftir Matthías Jochumsson á 1000 ára afmæli byggðar Eyjafjarðar. Þar lék t. d. Friðfinnur Guðjónsson sitt fyrsta hlutverk, rúmlega tvítugur. Einnig kom Margrét Valdimarsdóttir þar fyrst fram á leiksmiði, þá að- Guðmundur Gunncrsson eins 10 ára. Leiktjöldin málaði séra Jónas á Hrafna- gili. Svo var Skugga-Sveinn leikinn 1917, og upp úr því var L. A. stofnað. Fyrsta veturinn var eldiviðarskortur svo mikill, að ekki var unnt að hita upp húsið og leiksýningar hófust ekki fyrr en haustið eftir. Meðal fvrstu leik- enda voru Gísli R. Magnússon, Sigurður E. Hlíðar, Jón og Rósa ívars, Magnúsína Kristinsdóttir og Haraldur Björnsson, sem gengið hafði í félagið skömmu eftir stofnun. Fyrstu veturna voru flutt þýdd leikrit. En 1921 var hafinn undirbúningur þess að leika Fjalla-Eyvind. Frumsýning fór fram 21. janúar 1922. Guðrún Indriðadóttir kom að sunn- an og lék Höllu, Gísli R. Helgason lék Kára og Arncs lék Ilaraldur Björnsson, sem einnig var leik- stjóri. Þetta var mikill leikviðburður, sýningar urðu 10 og 400 gestir á síðustu sýningunni. Strax á eftir voru leikin 3 smáleikrit, Bónorð Semings eftir Pál Steingrímsson, Kvöldið fyrir Kóngsbænadag og Litli hermaðurinn. Litla hermanninn lék Guðrún Indriðadóttir en vegna veikinda eins leikarans var lcikið aðeins eitt kvöld. Á næstu árum rak hvert íslenzka leikritið annað. Vér morðingjar eftir Guð- mund Kamban, Lénharður fógeti eftir Einar II. Kvaran, Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson, Tárin eftir Pál Árdal, Dómar eftir Andrés Þormar, Munk- arnir á Möðruvöllum eftir Davíð Stefánsson, Galdra-Loftur, Dansinn í Hruna, Skálholt, Skrúðs- bóndinn eftir Björgvin Guðmundsson, og Gullna hliðið, íslandsklukkan o. fl. Helztu leikstjórar félagsins liafa verið Haraldur Björnsson, Ágúst Kvaran, Jón Norðfjörð og Ragn- hildur Steingrímsdóttir. Tvær systur Ragnhildar hafa og komið við sögu í félaginu, Brynhildur leik- kona og Ingibjörg söngkona. Þess má og geta, að afi þeirra Tómas bóndi frammi í Eyjafirði samdi nokkur leikrit. Flest leikrit setti Jón Norðfjörð á svið, meðal þeirra Gullna hliðið tvisvar, en hann lézt, þegar hann vann að því í annað sinn. Leik- FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.