Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Page 29

Frjáls verslun - 01.08.1962, Page 29
Haraldur Hannesson, hagiræðingur: Nonnahús á Akureyri Fátt er fegurra en milt síðsumarkvöld við Poll- inn á Akureyri. Fyrir handan teygist Vaðlaheiðin til norðurs og suðurs likt og blómofin ábreiða og speglast í dimmbláum sjávarfletinum. Friðsæl bændabýli og fagurgrænir töðuvellir á víð og dreif meðfram ströndinni varpa hugþekkum blæ lifandi starfs á umhverfið. Djúpur friður og kyrrð ríkir yfir öllu. Beint af augum, handan við Oddeyri, blasir Eyjafjörðurinn við, en tignarleg fjöllin gnæfa við himin og stafa glitrandi litskrúði sínu yfir spegilsléttan hafsflötinn. Mót suðri rennur Eyja- fjarðará hæg og lygn í kvíslum um kjarnmikið valllendið og gæðir ljóðrænum litblæ hinar gróður- sælu og söguríku byggðir þar um slóðir. Akureyri nýtur vissulega þessa fagra umhverfis, og það hefur orkað á íbúa staðarins svo, að livcrgi á landinu hefur verið lögð slík rækt við gróður og hverskonar fegrun og ytri menningu en einmitt þar. Hlýtur hver sá, sem reikar um bæinn og legg- nr leið sína um trjágarðinn á Akureyri, að hrífast af þeirri fegurð og þeim töfrum, sem hann býr yfir. En Akureyringar hafa ekki einungis lagt stund á að prýða og fegra bæ sinn. Þeir hafa jafnan og ekki síður kappkostað að hlynna að menniirgar- stofnunum sínum, enda hafa þær ávallt, staðið traustum stoðum í menningarlífi þjóðarinnar. Sama máli er og að gegna um hina sögulegu arfleifð bæj- arins. Akureyri er flestum bæjum á Islandi auð- ugri að minjum um merka menn og málefni, og hafa bæjarbúar jafnan Iagt metnað sinn í að auð- sýna öllu slíku hina mestu ræktarsemi og alúð. Eitt er þó öðru fremur, sem setur svip sinn á daglegt líf þeirra Akureyringa, en það er hin mikla gróska, sem ríkir þar í öllu félagslífi. Hverskonar félög og hópar halda uppi menningar- og skemmti- starfsemi, og er orð á því gert, hversu mikið kapp þeir leggi á þenna þátt félagslífsins og hversu form- fastir þeir eru að þessu leyti. Suinum finnst fátt um, en ekki leikur það á tveim tungum, að þetta Nonni ó Akureyri 1930 mikla félagslyndi á hvað mestan þáttinn í því, hversu gott er að sækja Akureyri heim, sé þar á annað borð vinum og kunningjum að mæta. Hvergi er vini betur fagnað og hvergi er gestrisni bet.ri og einlægari. Konur stofnuðu Zontaklúbb Akureyrar árið 1948. Félagsskapur þessi er alþjóðlcgs eðlis og starfar víða um lönd. Tilgangur hans er fyrst og fremst í því fólginn að efla kynningu og vináttu þjóða í milli, en hafa jafnframt. með höndum eitthvert mannúðar- eða menningarmál, eftir því sem tilefni er til á hverjum stað. Þegar Zontaklúbburinn var nýstofn- aður, hittist svo á, að fyrirhugað var að rífa forn- fálegt og hrörlegt hús innarlega í fjörunni. Þegar betur var að gáð, kom í Ijós, að hér var um að ræða hús það, þar sem hinn víðkunni rithöfundur og heiðursborgari Akureyrar séra Jón Sveinsson, Nonni, hafði átt heima á bernskuárum sínum. FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.