Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Page 40

Frjáls verslun - 01.08.1962, Page 40
Einar Kristiónsson: Gamli á bak maðurinn við Einar Kristjánsson Ekki getur hann dáið gamli maðurinn á bak við. Og ég er svo fjarskalega feiminn. Tvö vandamál, hvort öðru tengd og vilja ekki leysast. Ekki svo að skilja, að hægt sé að leysa þessi vandamál hvort með öðru. Gamli maðurinn mundi sjálfsagt ekki deyja, þó að mér tækist að sigrast á feimninni. Og vafalaust yrði ég jafnfeiminn eftir sem áður þó að gamli maðurinn dæi, sem ekki eru nú raunar miklar horfur á. En feimnin yrði mér þó ekki jafngeigvænlegur þrándur í götu og hún er nú og hefur verið. Hún vinnur nefnilega líka þarna á bak við, stúlk- an mín, eða réttara sagt — stúlkan, sem ég vildi að væri mín, því að ennþá hefur mér ekki tekizt. að koma því í kring. En það eru óneitanlega miklar líkur til að mér tækist það, ef ég tæki við starfi gamla mannsins í birgðageymslunni. Ilann frændi minn, sem á verzlunina, sagði við mig einu sinni: — Þegar hann hættir þarna á bak við, gamli mað- urinn, þá hefði ég gjarnan viljað fá þig í staðinn. Ég varð strax uppveðraður við þessa hugmynd og hugsaði mér gott til glóðarinnar. — Jæja — er hann að hætta, aumingja karíinnP Það er líklega mál til komið. — Já, hann er orðinn óskaplega kalkaður, vesa- lingurinn. í gær vigtaði hann upp úr fullum sekk af sóda og raðaði þessu upp í strásykurhilluna. Og í fyrradag var hann að tappa saft af kút og þá ranglaði hann eitthvað frá meðan var að renna á flöskuna, ]jví að þykk saft rennur hægt, eins og þú skilur — en þó ekki hægar en það, að ekki var deigur dropi eftir í kútnum þcgar hann kom til baka, cn rándýr saftin flæðandi um allt gólf. Þetta og annað eins kemur sér illa. En ég get ekki látið hann hætta, meðan hann vill vera við þetta og það vill hann að sjálfsögðu, meðan hann getur tuggið smjörið. Hann er búinn að vinna þarna svo lengi, fyrst hjá afa, síðan hjá föður mínum og nú hjá mér í tuttugu ár. Hann elskar þetta allt eins og hann ætti það sjálfur. Líklega elskar hann það allt nema hana, hugs- aði ég með inér þegar forstjórinn hafði sagt mér þetta. Ég mundi aftur á móti ekki elska neitt ann- að en hana, svo að þessu leyti væru mannaskiptin vafasamur hagnaður fyrirtækinu. — Eru ekki horfur á að hann falli úr fatinu á hverri stundu? segi ég vongóður. — Það finnst manni nú. Þetta hangir uppi mest af vilja og gömlum vana. — Mér heyrðist hann hafa ljótan hósta í gær. A hann kannski vanda til þess? — Ja, mikil ósköp. Hann er búinn að hósta svona í þrjátíu ár. Það virðist ekkert há honum. — Þá hljóta lungun í honum að vera orðin slitur ein. Og svo höktir hann allur skakkur og snúinn af gigt. — Já, en það kemur heldur ekki svo mjög að sök. Hann hefur verið svona síðan hann var unglingur, segir hann mér. — En af hverjum fjandanum er hann svona glit- horaður og gulgrár í framan? — Jú — það gera sýrurnar. Alltof sterkar maga- sýrur, hefur hann eftir lækninum. Enda er mér kunnugt um að hann hefur farið með hátt á annan sekk af natróni á ári, síðasta tuginn. — Jæja. Það getur þá varla verið annað en mag- inn í honum sé allur í tjáslum. En hjartað? Geng- ur hann kannski með blóðtappa? spyr ég logandi af áhuga, en reyni að láta líta svo út sem mér þyki þetta engu máli skipta. — Ég hef ahlrei heyrt neitt um að hjartað bagi hann. Hann hefur líka alla daga verið rólyndur og hófsamur. Nei, það var nú aldrei óreglan á þeim manni. Eftir þessar umræður er ég svartsýnn í meira 40 FnjALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.