Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.08.1962, Qupperneq 42
Þeir hafa veriS að hjálpast að því að gera mig að gömlum manni, smátt og smátt. Iðnir, liimskir og meinfýsnir hafa þeir unnið sitt skemmdarstarf í kyrrþey. Þeir hafa veðrað og upplitað dökka, fallega hárið mitt, svo að það er að byrja að slá á það öskugráum lit yfir gagnaugunum. Og þeir hafa verið að dunda við að draga eitt og eitt hár úr hvirflinum á mér, svo þar er nú að myndast dá- litið hreiður. Einn hefur mótaö fyrir hrukku hér og annar þar í andliti mínu. Ég veit að þeir hafa líka blandað kalki í blóð mitt og nú í nokkur skipti hef ég fundið til seið- ingsverkjar í öxlinni. Það er gigtin, sem er að búa þar um sig og lætur brátt til sín taka. Nýlega fann ég til óhægðar fyrir brjósti, það gætu verið tærandi sýrur að byrja á sínu hlutverki. Og ég er farinn að fá leiðinlegan hósta, ef ég kvefast. Ilvað skyldi það boða þrítugum manni? Og annað er þó verra. Þessir meinfýsnu dágar hafa heldur ekki hlífst við því að koma við hjá stúlkunni minni, sem átti að verða. Þeir hafa slegið fölskva á æskuljómann í augum hcnnar og eru byrjaðir að móta fyrir smáhrukkum hér og þar í andliti hennar. Þeir cru að byrja að rækta þar dá- lítinn hýjung og efna til undirhöku. En tíminn virðist hættur að skipta sér nokkuð af gamla manninum á bak við. Hann má heita svo að segja óbreyttur í útliti og fasi dag frá degi. Ég hefi meira að segja ískyggilegan grun um að núna upp á síðkastið sé hann einhvern veginn heldur hressari í bragði en stundum áður. Skyldi það vera ímyndun, að ég hefi stundum þótzt sjá bregða fyrir einskonar bliki í sollnum augum hans? Það er eins og votti fyrir bjarma af hróðugri, meinlegri glettni, eins og hann vilji segja: — Þið þurfið ekki að halda að ég sé alveg búinn að vera. Þetta gct- ur dregizt þó nokkuð lcngi enn. Ég licfi ncfnilega skotið tímanum ref fyrir rass. Og Jicgar ég hefi séð hann dragnast og skakk- lappast um göturnar, hefur mér virzt einhvcr þrá- kelknislcg storkun í hverri hans hreyfingu, eins og hann vildi segja: — Sjáið þið bara til. Eg er dá- lítið Iengi að bera hvorn fótinn fram fyrir annan og ég veit að við hvert mitt fótmál hugsið þið scm svo: Þctta hlýtur nú að vcrða síðasta skrefið sem hann tckur, eða þá það næsta verður þó áreiðanlega það allra, allra síðasta. En þið skuluð sjá, að ykkur verður ekki að því. Lítið á. Ég þarf aðeins að halla mér dálítið áfram þegar ég færi fram vinstri fótinn og þann hægri þarf ég að fara með í ofurlítinn boga út til hliðar, — sko svona. Og þó að þett.a gangi liægt og seint, gengur það sarnt. Það er bara furðu- lega gaman að lifa og sjá hvernig unga fólkið verður gamalt cins og ég.----------- Ég cr farinn að óttast að þetta ástand geri mig vitlausan áður en lýkur. Stundum hefur jafnvel hvarflað að mér sú skelfilega hugmynd, að gamli maðurinn á bak við kynni einn góðan veðurdag að hringtrúlofast stúlkunni minni eða eignast með henni barn. Gamlir menn eru til alls vísir í þeim efnum, eins og dæmin sanna. Þó mættu það teljast fáheyrð undur ef hún færi svo grátlega illa, þessi glóhærða, grannvaxna og þekka yngismey, með hógláta glettnisblikið í sind- urgráu augunum. Mætti ég þá heldur biðja um manninn með ljáinn. Já, svona líða dagarnir og bölsýnin og vonleysið tekur mig sífellt grimmilegri tökum. En hver veit nema úr rætist. Nú hcfi ég fengið nýja lmgmynd. Mér kynni líka að takast að skjóta tímanum ref fyrir rass og það er ekki víst að gamli maðurinn á bak við njóti þeirrar ánægju að sjá mig verða gamlan. Ég er að vísu feiminn og hefi alla daga verið. En við sjálfan mig þarf ég þó ekki að vera feim- inn og ég ætti að hafa kjark til að draga andann ef mér sýnist og hætta því ef mér býður svo við horfa. Hver veit nema ég einn góðan veðurdag gangi cinsamall út undir vegg — og láti aðra hafa fyrir því að koma mér til baka. Ég gæti verið ásáttur mcð það, úr því sem koniið er. Það er lakast að sætta sig við tilhugsunina um gamla manninn á bak við. Ég sé hann svo ljóslifandí fyrir mér hvernig hann mundi hökta á eftir burð- armönnunum, dragast aftur úr, en komast þó. Ég sé hvernig liann mundi japla tannlausum skoltunum og segja með næstum hlakkandi sigur- gleði, sem hann þó reyndi að dylja í sorgargrettu: —- Honum varð ekki aldurinn að meini þessum aumingjans pilti. Eitthvað má hann hafa sett fyrir sig. Fólk á þessum aldri tekur þó ekki af sér lífið að tilefnislausu. 42 FRJÁP3 yERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.