Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.03.1968, Qupperneq 27
FRJALS VERZLUN 27 Þetta er forsetasetrið að Bessastöðum á Álftanesi. Enn veit enginn með vissu, hver ráða mun 'þar eftir forsetakosningarnar í júní. flokksmanna, og má telja víst, að sumir þeirra kjósi hann ekki. Þessi hópur er hins vegar fámenn- ari en margir ætla, en einnig má búast við, að „erfðaríkið“ fari í taugarnar á mörgum almennum kjósanda í Reykjavík, og þaðkann að reynast Gunnari skeinuhætt. Kristján Eldjárn mun tvímæla- laust hljóta sitt meginfylgi hjá kjósendum Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins, en hann mun einnig eiga verulegan stuðn- ing í Alþýðuflokknum, og nokk- ur hópur kjósenda Sjálfstæðis- flokksins mun greiða honum at- kvæði. En á hverju eiga kjósendur að byggja val sitt milli þessara tveggja manna? Það val hlýtur fyrst og fremst að byggjast á því, hverjar kröfur forsetaembættið gerir til þess manns, sem þvígegn- ir. Yfirleitt munu landsmenn óska þess, að forsetinn njóti virðingar og trausts inn á við og teljist góð- ur og glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar á erlendum vettvangi. Báð- ir frambjóðendur munu að flestra dómi fullnægja þessu skilyrði. Að vísu má vera, að sumir telji meiri hættu á tildri og stássheitum að Bessastöðum, ef Gunnar Thor- oddsen ræður þar ríkjum, en í höfuðatriðum munu flestir sam- mála um, að báðir frambjóðendur hafi hina ytri kosti til að bera. enda er forsetaembættið yfir- leitt ekki annað en valdalaus veg- semd. Hins vegar skapast einstaka sinnum þær aðstæður við stjórn- armyndanir, að forseti getur raun- verulega haft úrslitaáhrif ástjórn- málaþróunina í landinu. Það gerð- ist t. d. í desember 1958 eftir fall vinstri stjórnarinnar, þegar herra Ásgeir Ásgeirsson fól Emil Jóns- syni myndun minnihlutastjórnar á sama tíma og ýmsar aðrar til- raunir voru gerðar að tjaldabaki. í einu vetfangi gaf forsetinn Al- þýðuflokknum nýtt líf og kom í veg fyrir nýja vinstri samfylkingu á Alþingi. Þegar slíka atburði ber að hönd- um, þarf forseti íslands að hafa til að bera stjórnmálalegareynslu, þekkingu á innviðum stjórnmála- flokkanna og náin kynni af helztu forustumönnum þeirra. Á þessu sviði hefur Gunnar Thoroddsen tvímælalaust vinninginn fram yf- ir Kristján Eldjárn, sem hefur litla sem enga reynslu af stjórn- málum. Hvað gerist, ef Kristján Eld- járn fellur? Ekkert. Hann snýr afturtil fyrri starfa hjáÞjóðminja- safninu. Spurning dagsins er hins vegar sú, hvað gerast mundi, ef Gunnar Thoroddsen félli. Það gæti orðið afdrifaríkur, pólitískur at-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.