Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Side 57

Frjáls verslun - 01.03.1968, Side 57
FRJÁLS VERZLUM 57 FERÐAMÁL FLEIRI FARA TIL ÚTLANDA EN ÁÐUR Gengisfelling, verðhækkanir og alls konar óáran hafa dunið yfir ísland nú að undanförnu, enda stynja menn þunglega undir byrð- unum. Þykir fólki mjög hafa versnað sinn hagur, og láta jafn- vel sumir í það skína, að þeir hafi ekki efni á að lifa í þessu blessaða landi okkar. Þetta er sjálfsagt rétt í sumum tilfellum, en meirihluti íslendinga virðist þó geta lifað góðu lífi áfram. Sem dæmi um það má nefna, að aldrei hefur verið jafnmikið um fyrir- spurnir og pantanir hjá ferða- skrifstofum þeim, sem flytja menn til framandi landa. Það er nú kannski reyndar lé- legur mælikvarði, því að það virð- ist vera mun ódýrara að fara í þriggja vikna ferð til Spánar en að kúldrast hér í kulda og trekki í þrjár vikur af sumarleyfinu. Frjáls verzlun hafði samband við nokkrar ferðaskrifstofur og spurðist fyrir um útlitið á þessu ári. Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri Útsýnar, sagði, að eftirspurn- in hefði aldrei verið meiri. Hann getur nú boðið mönnum að dvelj- ast á Spáni við fagra baðströnd fyrir þúsund krónur á dag. Er þá reiknað með fullu fæði, gistingu á lúxushóteli og ferðum fram og til baka. Hann sagði, að gengisfellingin í haust hefði valdið því, að flug- fargjöld hækkuðu um allt að því þriðjung. Verðlag í mörgum Evrópulöndum hækkaði samsvar- andi, ef miðað er við gengi ís- lenzku krónunnar. Má því búast við minnkandi straumi íslenzkra ferðamanna til þeirra landa, sem hingað til hafa verið fastir við- komustaðir, eins og t. d. Kaup- mannahöfn, þar sem verðlag er orðið mjög hátt. Á hinn bóginn er þess að vænta, að menn leggi æ meira leið sína til Bretlands og Spánar, en bæði þessi lönd lækk- uðu gengið allmikið í haust, og almennar hækkanir þar hafa ekki orðið eins miklar og víða annars staðar, ef miðað er við gengi ís- lenzku krónunnar. Auk þess hef- ur verðstöðvun verið sett á alla þjónustu, sem að ferðamönnum lýtur, á Spáni, og hafa því svo til engar hækkanir orðið þar. Á Spáni hefur líka verið lögð mikil áherzla á að halda verðlagi stöð- ugu, og hafa ekki orðið teljandi breytingar á hótelverði síðastliðin fimm ár. Verðlag í Bretlandi hefur óneit- anlega hækkað nokkuð, en brezk- ar ferðaskrifstofur hafa ekki hækkað verð á ferðum sínum suð- ur á bóginn, og eru þær því orðn- ar mun hagkvæmari en ferðir með dönskum ferðaskrifstofum, sem íslendingar hafa skipt mikið við á undanförnum árum. Útsýn hefur umboð fyrir tvær stærstu ferðaskrifstofur Bretlands, Riviera og Skytours, og selur í ferðir þeirra, auk þess sem hún skipu- leggur sínar eigin eins og undan- farin ár. Ingólfur segir verð á Spánar- ferðum hafa haldizt svo til óbreytt. Það er leigufluginu að þakka, en Útsýn leigir íslenzkar flugvélar til London og svo aðrar áfram í samvinnu við brezkt fyrirtæki. Flugkostnaðurinn verður þannig ekki nema helmingur af verði venjulegs farmiða. Síðastliðin þrjú ár hefur ferðaskrifstofan sí- fellt aukið leiguflug, og í sumar verður haldið uppi ferðum hálfs- mánaðarlega til London og þaðan farið áfram í skipulagðar ferðir. En Útsýn býður upp á fleiri lönd en Spán og önnur Miðjarðar- hafslönd. Hún greiðir einnig götu þeirra, sem vilja fara til ítalíu og vera í Róm og Sorrento viðNapólí- flóa eða þá í Alassio, sem er á ítölsku blómaströndinni. Þá eru einnig ferðir til Grikklands, þar sem dvalið er á baðstað skammt frá Aþenu og farið í heimsóknir á foi'na sögustaði, einnig siglt um Adríahaf meðfram strönd Júgó- slavíu. Skandinavíu-ogMiðevrópu-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.