Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Page 10

Frjáls verslun - 01.04.1970, Page 10
1 □ FRJAL5 VERZLUN Hrífum íbúðabyijgmgar af handverksstiginu ng gerum þær 1 raun að öflugum nútímaiðnaði Inngangur ritstjórnar að greinflokki um húsnœðismál og byggingaiðnað. Framkvæmdir Byggingaáætlunar í Breiðholti í Keykjavík hafa verið mjög umdcildar. Þær hafa þó sannað, að unnt er að ná stór- bættum árangri með samræmduin aðgerðum í skipulagningu og fjármögnun. Ef byggingariðnaðinum væri gert kleift að starfa á hliðstæðum grundvelli, myndi hann án efa ná miklu lengra. O Þegar þér kaupið bifreið, hvort heldur er til einkanota eða atvinnureksturs, þá kaupið þér hana tilbúna. Bifreið er dýrt tæki. En hafið þér hug- leitt, hvað hún myndi kosta, ef !þér keyptuð hana í þúsund pörtum og settuð hana sjálfir saman með skrúfjárninu yðar og skiptilyklinum, af takmark- aðri þekkingu og misjafnri handlagni, jafnvel þótt þér ætt- uð kost á aðstoð sérfræðinga við það allra erfiðasta? Og hversu skyldi slíkt tæki reyn- ast og endast í hlutverki sínu á móts við bifreið frá tæknibú- inni og vélvæddri bifreiðaverk- smiðju með áralanga þróun að baki? Vitaskuld éru þetta frá- leitar hugleiðingar. Það væri með ólíkindum og fádæmum, ef yður kæmi til hugar að stofna til keppni við Ford eða General Motors um smíði þeirrar bif- reiðar, sem hugur yðar og hag- ur stendur til. O En vendum þá okkar kvæði í kross. O Eigin íbúð er naumast minna keppikefli fyrir yður en bifreiðin, líklega mun meira. Hún kostar a. m. k. fimm sinn- um meira en bifreiðin. Og ekki þarf íbúðin að standast minni þolraunir. Hvernig farið þér svo að í þessu efni? Gangið þér inn í verzlun, eins og þegar þér ætlið að kaupa bifreið, festið kaup á íbúð, og notfærið yður þannig reynzlu, þekkingu og

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.