Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Page 31

Frjáls verslun - 01.04.1970, Page 31
FRJÁLS VERZLUNT 31 lífeyrissjóðanna væri í sam- ræmi við hina almennu stefnu í efnahags- og peningamálum á hverjum tíma. f því tilviki mætti til dæmis hafa áhrif á út- lánagetu sjóðanna með því að skylda þá til að kaupa vaxta- bréf til tiltölulega skamms tíma og þá aðeins á miklum þenslutímum, þegar æskilegt þykir að draga úr fjárfestingar- starfsemi eða beina henni í aðra farvegi af einhverjum ástæðum. Æskilegasta leiðin. Ljóst er, að húsnæðismála stjórn mun þurfa verulega auk- ið fjármagn á næstunni, ef ætl- unin er að láta hana starfa með sama hætti og verið hefur. En þá skiptir mestu máli að fjár- öflunin til húsnæðismálakeríis- ins byggist á nýjum sparnaði, helzt frjálsum sparnaði, og að því þarf að stefna. Erlendis er ein aðalfjáröflunarleið veðlána- stofnananna sala vaxtabréfa. Þessi leið hefur nú um margra ára skeið reynzt gagnslítil hér á landi. En er ekki líklegt að það ástand geti breytzt á næstu ár- um? Ef ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna vex eins gífurlega og reiknað er með, er mjög líklegt að þeir hafi talsvert fé aflögu umfram það sem lána þarf til sjóðfélaganna til húsbygginga. Er ekki líklegt að sjóðirnir myndu af frjálsum vilja festa slíkt fé í bankavaxtabréfum, sem boðin væru með sæmilega hagstæðum kjörum, einkum þó ef kaupþing væri starfrækt og möguleiki á að selja bréfin áð- ur en að útdrætti þeirra kæmi, ef sjóðurinn þarf á fjármagninu að halda? Á því er vissulega mikill munur hvort sjóðirnir eru skyldaðir með einhliða lagaboði til að verja ákveðnum hluta ráðstöfunarfjár til vaxta- bréfakaupa, eða hvort þeir eru hvattir til þess með óbeinum aðgerðum. Önnur hlið á þessu máli er sú, að nú verða langflestir lands- menn aðilar að lífeyrissjóðum og munu eiga aðgang að veru- lega háum lánum frá þeim. Er ekki hugsanlegt, að lífeyris- sjóðirnir geti á næstu árum leyst húsnæðismálastjórnar- kerfið af hólmi að meira eða

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.