Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Side 33

Frjáls verslun - 01.04.1970, Side 33
FRJÁLS VERZLUNÍ 33 minna leyti? Eftir fá ár munu upp undir 10% af þjóðartekj- unum renna í lífeyrissjóðina. Þetta er upphæð, sem mun nema þúsundum milljóna króna á ári eftir nokkur ár. Auk þess munu sjóðirnir hafa veru- legar og vaxandi vaxtatekjur. Lífeyrisgreiðslur þeirra verða tiltölulega lágar framan af, þannig að ráðsöfunarfé þeirra verður mjög mikið. Er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir, að lífeyrissjóðirnir verði stærsti aðilinn á húsnæðislánamarkað- inum, en húsnæðismálastjórn hverfi að miklu leyti úr mynd- inni? Hlutverk hennar gæti orð- ið að fjármagna bygginar á leiguhúsnæði á vegum sveitar- félaga fyrir efnalítið fólk og aðra þá, sem ekki kjósa að búa í eigin húsnæði. Ennfremur að veita fyrirtækjum og bygg- ingameisturum lán til bygginga íbúðarhúsa áður en íbúðirnar eru seldar en slík lánastarfsemi er grundvallarskilyrði fyrir því að um hagkvæma framleiðslu á íbúðarhúsnæði geti verið að ræða. Af einhverjum ástæðum hefur byggingariðnaðurinn orð- ið alger hornreka að því er varðar reksturslánafyrir- greiðslu, og hefur það staðið honum mjög fyrir þrifum og oft komið í veg fyrir að unnt væri að leita ódýrustu og hagkvæm- ustu leiðanna við íbúðarhúsa- byggingar. Þetta þarf að breyt- ast, ef gera á byggingastarfsem- ina að nútímaiðnaði. Fyrir þá, sem ekki væru fé- lagar í lífeyrissjóðum, eins og t. d. atvinnurekendur og ein- yrkja, mætti koma á fót eins konar „frjálsu skyldusparnaðar- kerfi“ við banka og sparisjóði, þannig að menn gætu öðlast rétt til fasteignaláns hjá þessum lánastofnunum, eftir að hafa sparað ákveðna lágmarksupp- hæð eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Slíkt fyrirkomulag er mjög algengt erlendis og gegn- ir veigamiklu hlutvehki á fast- eignalánamarkaðinum. Ljóst er að fasteignalána- markaðurinn mun eflast veru- lega á næstu árum. Allt hús- næðismálakerfið þarfnast end- urskoðunar og draga þarf úr beinum ríkisafskiptum en þess í stað að hafa þau áhrif, sem nauðsynleg kunna að reynast, á fjárráðstafanir og lánastefnu lífeyrissjóða, banka og spari- sjóða með óbeinum aðgerðum. 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.