Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Page 61

Frjáls verslun - 01.04.1970, Page 61
.FRJÁL5 VERZLUN' 53 Upplýsinga- kerfi er á döfinni, gæðamat í kjölfarið Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins á nú í prentun upp- lýsingakerfi fyrir byggingariðnaðinn, sem út verður gefið innan skamms, en síðan er stefnt að því, að fella inn í kerfið allar þær upplýsingar, sem komið geta að gagni við byggingaframkvæmdir og viðhald mannvirkja. Stofnunin réði Gunnlaug Pálsson arkitekt til þess að annast útgáfu þessa kerfis, og snéri blaðið sér til hans í leit að frekari upplýsingum um það. „Þetta kerfi okkar er sniðið eftir alþjóðlcgu kerfi, SfB, sem upprunnið er í Svíþjóð, en við förum að mestu eftir brezkri út- gáfu, sem er mun víðtækari. Við köllum það hér Rb/SfB. Kerf- inu er skipt í 4 meginflokka: 1. Bækur og rit um þegar unnar framkvæmdir í byggingariðnaði. 2. Tæknilegar Iausnir á við- fangsefnum í byggingariðnaði. 3. Byggingavörur. 4. Annað ó.t., t. d. ýmsar þarfir og verkþættir, eins og fjármál, einangrun, liljómburður, lög og reglugerðir o. s. frv. Upplýsingakerfinu er ætlað það hlutverk, að safna og miðla í stöðluðu, áreiðanlegu og handhægu formi öllum þeim fróðleik og hvers konar kynningu, sem að okkar mati getur komið að gagni við byggingaframkvæmd- ir og viðhald mannvirkja.“ „Upplýsingastarfsemi af þcssu tagi er eitt af hlutverkum þeim, sem Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins er ætiað í lögum,“ segir Gunnlaugur. „Þegar til átti að taka, varð strax Ijóst, að forsenda fyrir árangri, væri að koma á heildarkerfi fyr- ir söfnun og miðlun upplýsinganna, þar sem ekkert slikt kerfi var fyrir hendi. Athugun Svía um gildi upplýsingamiðlunar í 1‘yggingariðnaði, án skipulags, Iciddi í ljós, að 70% upplýsing- anna fóru strax eða fljótlega í ruslakörfuna, en einungis 30% komu að einhverju gagni. Þess vegna réðust þeir í að koma upp upplýsingakerfi, sem nú er orðið alþjóðlegt, og hefur margsann- að gildi sitt. Það er stofninn að okkar kerfi, eins og ég nefndi áðan.“ „Þetta upplýsingakerfi kemur jafnt að notum fyrir alla aðila, sem koma að byggingariðnaðinum, framleiðendur, seljendur, tæknimenn, framkvæmdaaðila og húseigendur. Framleiðcndur og seljendur eiga kost á, að koma upplýsingum sínum á fram- færi í ákveðnu, sundurliðuðu formi. Hlýtur það að vera þeim mjög til hagsbóta. EN í KJÖLFARIÐ ER STEFNT AÐ ÞVÍ. AÐ KOMA Á GÆÐAMATI, sem cr brýn nauðsyn í öllu því vöruflóði, sem nú er komið á markaðinn. Tæknimenn eiga þarna aðgang að handhægum upplýsingum, bæði við störf sin og til þess að miðla viðskiptavinum sínum. Og loks hafa framkvæmda- aðilar og húseigendur í höndunum eins konar uppsláttarrit eða handbók við. framkvæmdir og viðhald.“ „Vissulega tekur það nokkurn tíma, að koma þessu kerfi í fulla notkun,“ segir Gunnlaugur að lokum. „Nú fyrst kemur út kerfið sjálft, ásamt leiðbeiningum um notkun þess, en síðan snúum við okkur einkum að 2. og 3. bætti kerfisins, upplýsingum um tæknilegar lausnir á einstökum viðfangsefnum í byggingar- iðnaðinum og upplýsingum um byggingavörur. Byggjast þessir þættir að sjálfsögðu ekki aðeins á ok'kur, sem vinnum að útgáfu kerfisins, heldur einnig og ekki síður á viðbrögðum framleiðenda, seljenda og byggingamanna. Ég held þó að ekki sé ástæða til að ætla annað en samvinna við þessa aðila verði góð, enda enginn góður kaupmaður, sem ekki vill selja vöru sína oftar en einu sinni. En þetta upplýsingakerfi, Rb/SfB, á einmitt að tryggja réttar og öruggar upplýsingar, notkun þeirra og það rétta notk- un, og að sjálfsögðu tíma- og peningasparnað fyrir alla aðila.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.