Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Qupperneq 74

Frjáls verslun - 01.04.1970, Qupperneq 74
66 FRJALS VERZLUN MIKILLA UMBÚTA ER ÞÖRF frá ritstjórn Hér á undan hafa ýmsir fróðir menn um byggingarmál gerl grein fyrir stöðu þeirra mála og áliti sínu á framtíð þeirra. Það kemur fram, að þrátt fyrir framfarir, eru hús- liyggingar okkar Islendinga enn á handverksstiginu, og má rekja það gegnum alla þætti þeirra. Ljóst má vera, eins og sumir greinarhöfunda taka fram, að bættur árang- ur í byggingarmálum næst ekki, nema horfið verði frá þeim vinnubrögðum, sem tíðkazt hafa, í öllum meginefn- um, og ekki nema beitt verði samræmdum aðgerðum til þess að fullnýta alla möguleika. Meginmarkmiðin eru full- nægjandi húsnæðisframboð við hæfilegu verði, samfara vöndun á sviði skipulagningar og framkvæmda, sem tryggi varanleg, hagkvæm not af húsnæðinu. Þessum markniiðum verður að ná, enda er mikið í húfi fyrir þjóð- arheildina, og ekki sízt unga fólkið, sem á að erfa landið, mannvirkin og uppbygginguna. I lok Alþingis nú í vor, voru samþykkt ný lög um Hús- næðismálastofnun ríkisins. .1 meðförum þingmanna voru gerðar nokkrar hreytingar á upphaflega frumvarpinu, m. a. var felld niður þjóðnýting lífeyrissjóðanna að fjórð- ungi, og aukin áherzla lögð á markvissa stefnu í þágu byggingariðnaðarins. Þó skortir enn mikið á, að fyrir þessum málum hafi verið séð til frambúðar, svo öruggt megi telja. Engu að síður er hlutverk Húsnæðismálastofn- unarinnar og húsnæðismálastjórnar hið mikilvægasta, eins og á stendur, og veltur nú í rauninni allt á því, hver framkvæmdin verður í höndum þessara aðila. Spurningin er sú, hvort framkvæmdin verður fagleg í staðinn fyrír þá pólitízku forsjá, sem einkennt hefur yfirstjórn húsnæðis- mála hingað til. Verður að vinna að því öllum árum, og jafnframt móta frekari umhætur og stefna að því, að byggingariðnaðinum verði á næstu misserum búin aðstaða til þess að verða raunverulegur iðnaður með möguleika til þess að nýta öll þau margþættu tækifæri til framfara, sem eru fyrir hendi. Þetta er mikilvægt verkefni, eins og glöggt kemur fram í greinunum hér að framan. Miklir fjármunir og mikil verðmæti eru í húfi. Húsnæðismálin eru einhver mikilsverðustu mál fyrir hvem einasta borg- ara og þjóðina í heild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.