Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 11
FRJALS VERZLUN 9 Þjóðar- tekjur og utan- ríkís- viðskipti lega, að einungis ein lausn var til, sem gat fullnægt óskum höfðingjans, þ. e. aukning þjóðartekna um 10%. Með öðrum orðum: Ef fjárfestingin á að auka.st hlutfallslega meira en þjóðartekjurnar, getur það því aðeins lorð'- ið, að neyzlan aukist hlutfallslega minna. Hingað til höfum við ekki tekið þátt utanríkisviðskipta með í ,reikning- inn. Með því að líta. aftur á útreikningana í fyrri hluta þessarar greinar, getum við áttað okkur á, að þessi viðbót er1 tiltölulega auðveld viðfangs. Út- flutningur vöru og þjónustu fyrirtækjn og einstaklinga hækkar tekjumynd- unina, en innflutningur sömu gæða dregst frá. Þjóðartekjur: = Neyzla + Hrein fjárfesting -(- Útflutningur -7- Innflutn- ingur. Með því að taka spörunina aftur með í dæmið getum við sagt: Hrein fjárfesting + Útflutningur = Spörun + Innflutningur. Mismunur á útflutningsverðmæti og innflutningsverðmæti ákveðins tímabils er nefndur viðskiptajöfnuður. Talað er um hagstæðan viðskipta- jöfnuð ef útflutningur er meiri en innflutningur en annars um óhagstæðan. Ekki má rugla saman viðskiptajöfnuði og vöruskiptajöfnuði. Sá síðarnefndi tekur einungis til vöruviðskipta við útlönd, en í þeim fyrrnefnda er einn- ig reiknað með tekjum af ferðamönnum, tekjum flug- og skipafélaga, og fleiri tekjum, en gjaldmegin eru talin útgjöld, sem eru af svipuðum toga spiinnin. Úr jöfnunni hér að ofan getum við lesið, að ef hrein fjárfesting á ákveðnu tímabili er meiri en spörunin, hefur viðskiptajöfnuðurinn orðið óhagstæður. Eldlendingar liafa nú hafið viðskipti við útlönd, og nú getur höfðingi þeirra náð markmiðunuin, sem honum tókst ekki síðast. Við göngum út frá sama ástandi í upphafi og síðast, og reiknum með, að viðskiptajöfnuður hafi verið sléttur þ. e. þjóðartekjur 100.000, neyzla 80.000 og fjárfesting 20.000. Þjóðartekjur og neyzla eiga að aukast um 5% og fjárfesting um 10% Þess- um takmörkum verður náð, en einungis með óhagstæðum viðskiptajöfn- uði. Útkoman verður eftir árið: Þjóðartekjur 105.000 (5% aukning) við- skiptajöfnuður óhagstæður um 1.000. Til að jafna þennan halla hafa Eld- lendingar orðið að grípa til einhverra ráða. Eftirtalin koma helzt til greina: Lækkun gjaldeyrisvarasjóðs, taka erlent lán, fá erlent áhættufjármagn til landsins, fá efnahagsaðstoð eða ef um cfnaða þjóð er að ræða, að veita lægri lán til útlanda en afborg- unum lána frá útlöndum nemur. Ég læt hér staðar numið að sinni, eftir er að koma að þætti hins opinbera í þjóðartekjunum, en þá vilja málin fara að flækjast svo, að tæplega er unnt að gera því viðhlítandi skil í einni tímaritsgrein. Þótt þeim þætti sé slcppt hér, ætti fullur skilningur á þeim atriðum, sem um var fjallað að auð- velda mönnum að sjá þó ekki sé nema örlitla ljósglætu í svartnætti því, sem umræður um cfnahagsmál eru umluktar. EINANGRUNARGLER — Framleiðum einangrunargler, eingöngu úr A-gæðaflokki. Vörugæði hin beztu, sem þekkjast. EFLUM ISLENZIvAN IÐNAÐ — KAUPUM ISLENZKT. GLERIÐJA SUÐURNESJA, STRANDGÖTU 18, SANDGER.ÐI - SÍMI 92-7625

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.