Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 12
1 □
FRJÁL5 VERZLUN
(gimá
Bréf frá lesendum
ORÐ í BELG
Til hvers var þessi
hraðbraut byggð?
í haust var opnuð til um-
íerðar framhaldið af Kringlu-
mýrarbraut suður í Fossvog og
Kópavog. Já, suður í Fossvog.
Þetta mikla mannvirki hafa
menn kallað hraðbraut, senni-
lega af því að það á að vera
hraðbraut og af því að gatan
er breið og' mikil um sig. En
vegir okkar íslendinga eru ó-
rannsakanlegir. Á hraðbraut-
ina eru settar margar tenging-
ar, sem hreinlega hindra eðlileg
not af henni, sem slíkri. Ein
tengingin er milli Fossvogs-
kirkjugarðs og Borgarsjúkra-
hússins. Önnur er við Nesti í
Fossvogi. Og í framhaldi af
þeirri tengingu og áframhald-
andi notkun gamla vegarins
suður úr, er nú mikið ekið um
koppagötu hjá Sæbóli. Allur
þessi hringlandi er dæmalaus,
umferðin er í alls konar krossa
og króka, og við þessar þröngu
og furðulegu tengingar er sí-
felld árekstrahætta, þar sem
svigrúmið er í lágmarki. Þessar
tengingar eru að mestu leyti
óþarfar um leið og þær eru
hættulegar og draga stórlega úr
gildi hraðbrautarinnar, sem
slíkrar. Ég legg til að ráðamenn
okkar reyni að átta sig á þessu,
áður en verra hlýzt af, og hrað-
akstur verði síðan leyfður á
„hraðbrautinni“.
S. V.
Ríkið fær, en verzlunin ekki
Það er ekki ofsögum af því
sagt, að verzlunin og allur þjón-
usturekstur hér á landi nýtur
lítils skilnings og má e. t. v
segja, að hann gjaldi fyrir fá-
fræði fólksins um þjóðfélagið
og þá mörgu þætti, sem það
byggist á. En skelfilegt er að
lesa það í „ábyrgum“ dagblöð-
um og jafnvel hlusta á það haft
eftir „ábyrgum“ stjórnmála-