Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 18
16 FRJALS VERZLUN HRAÐFRYSTIHOS Kaupum allar tegundir fisks, hrogn og síld til frystingar. Tökum til geymslu sjávar- og landbúnaðar afurðir. Seljum beitu til báta og skipa. HRAÐFRYSTIHOS HELLISANDS, HELLISANDI. SÍMAR: 93-6624 og 93-6614 Ullin komin í Heklu-peysu og peysan á erlendan markað. Margar hendur hafa unnið við að búa til þessa fallegu vöru og koma henni þannig á markað. MEÐALALÝSI FRAMLEIÐUM FYRSTA FLOKKS MEÐALALYSI LIFRARSAMLAG VESTMANNAEYJA VESTMANNAEY JUM Símar 99-1985 (skrifst.) og 99-2230 (verksm.) að framleiða alla þá liti, sem vitað er um á mislitu, íslenzku sauðfé. Það er ástæða til að geta þess um leið, að þessar reglur hafa ekki þekkzt í öðrum lönd- um fram til þessa, nema hvað frá því var skýrt í grein um rannsóknir, sem gerðar voru í Ástralíu og birt var árið 1969, að þær reglur, sem fundizt hafa hér, eigi einnig við um fé í Ástralíu. Það þótti sumum of langt gengið, þegar rannsóknirnar á litaerfðunum voru gerðar, að fara að rannsaka erfðir á öðr- um litum en gráa litnum, því að þá var ekkert upp úr öðrum litum að hafa. Nú getum við hrósað happi yfir því, að fleiri litir en grái liturinn voru teknir fyrir, því að nú er mikil eftirspurn eftir mórauðri uil, og nú er hægt að gefa bændum fullkomnar regl- ur um það, hvernig þeir eigi að fara að því að ná upp sem flestu márauðu fé á sem skemmstum tíma. Eins eru líkur á því, að aðrir litir geti orðið eftirsóttir, áður en langt um líður, og þá eigum við fjársjóð í þessari vitneskju, sem seint verður ofmetinn. ALHVÍTUM STOFNUM NÁÐ UPP. En nú skulum við ekki gleyma því, að flest íslenzka féð er hvítt og ekki mislitt. Eins og ég gat um áður, kom í ijós við smásjárrannsóknir á ull ís- lenzka fjárins, að mikið bar á rauðgulum illhærum í ullinni á því, en vegna þess hve smásjár- rannsóknirnar voru seinvirkar og tóku til fárra kinda á ári, voru litlar líkur á því, að þær gætu út af fyrir sig haft mikil áhrif í þá átt að útrýma rauð- gulu illhærunum úr fjárstofn- inum. Forstöðumönnum ullarverk- smiðja og sútunarverksmiðja ber saman um það, að rauðgulu illhærurnar séu alvarlegasti eðlisgallinn á íslenzku uilinni, og það myndi verða mikils virði fyrir iðnað úr ull og gærum, ef hægt væri að útrýma þeim. Árið 1961 gafst tækifæri til að hefja rannsóknir á því við fjárbúið á Bændaskólanum á Hólum, hvernig háttað væri

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.