Frjáls verslun - 01.10.1970, Síða 23
FRJALS VERZLUN
21
Ýmis ill — eða ósýnileg augu fylgjast nú hverja stund með gangi
mála í flestum kjörbúðum og ýmsum öðrum verzlunum í Reykja-
vík og víðar.
dóma álit þeirra, sem FV ræddi
við, að sá hópur, sem hér um
ræðir, sé tiltölulega lítill, en
þó nógu fjölmennur til að
sverta stóran hóp og valda al-
mennri tortryggni í garð hans.
En það væri með ólíkindum
oft á tíðum, hve rangar hug-
myndir gætu þrifizt hjá starfs-
fól'ki verzlana um heiðarleika
og skyldur gagnvart starfi sínu
og mannorði. Þá var FV tjáð,
að nú væri mun betur fylgst
með þessum málum, og þyrfti
að nást almenn samstaða með
starfsfólkinu um að uppræta
þennan löst, enda væri það
flest fullkomlega heiðarlegt.
Sameiginlegt átak til
úrbóta.
Það er Ijóst, að nú orðið
þekkjast flestöll þau brögð,
sem beitt er við hnupl í verzl-
unum, hver sem í hlut á. Ým-
is ráð eru til varnar hnupli við-
skiptavina og ekki ætti að
þurfa að óttast mjög hnupl
starfsfólksins með nánari að-
gát yfirmanna. Það virðist því
tímabært, að hefja almenna
fræðslu til að koma í veg fyrir
árekstra milli aðila og það ó-
eðlilega tjón, sem verzlanirnar
verða fyrir. Auðvitað er það
nákvæmlega sami þjófnaður-
inn, að stela úr verzlun og úr
vasa nágrannans og tjón þol-
andans hið sama. Og flest af
því fólki, sem hnuplar, gerir
það af ástæðum, sem ekkert
eiga skylt við neyð, eins og þó
mætti ætla. Neyðin er reynd-
ar engin afsökun, þótt hún
kunni að vera fyrir hendi.
Þjófnaður, er löstur, sem á eng-
an rétt á sér. Þess vegna á
það að vera sameiginlegt
kappsmál aðila, að koma á við-
unandi úrbótum í þessu efni,
uppræta hnuplið eins og verða
má og losna undan árekstrum
og tortryggni, sem bitnar jafnt
á saklausum og sekum.
LEIÐAMDI
IVIAT- OG
IMVLEMDLVÖRU-
HEILDVERZLLM
SÍÐAM 1912
Nathan & Olsen hf.
Ármúla 8, Reykjavík.
Sími 81234.
FERÐIZT ÓDÝRT
FERÐIZT 1. FLOKKS
MEÐ ÚTSÝN TIL
ANNARRA LANDA
Þeirn fjölgar stööugt, sem láta
ÚTSÝN
sjá um feröalagiö.
REYNSLA OKKAR OG SAM-
BÖND ER YÐAR HAGUR.
Allir ferseölar og hótel á
lœgsta veröi.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN,
Austurstræti 17
(Hús Silla & Valda)
Símar: 20100/23510/21680