Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 25
FRJALS VERZLUN 23 nýverið hafið störf á ný, eftir langa og erfiða sjúkdómsbar- áttu og verður nú fyrir svörum. F.V.: Hvert er mesta vanda- málið, sem íslenzk trygginga- félög eiga við að etja í dag? Baldvin: í öllum löndum heims hafa tryggingar farið hækkandi af völdum verð- bólgu og er ísland engin und- antekning. Mesta vandamálið hjá okkur á íslandi er bif- reiðatryggingar, því að þrátt fyrir 30% hækkun á ábyrgð- artryggingu 1. maí sl. nægir sú hækkun ekki til að mæta aukn- um tjónafjölda, hækkuðum við- gerðarkostnaði og hækkun á verði varaihluta. Þá fara slysa- tjónbætur sífellt hækkandi og síðast varð gífurleg hækkun á daggjöldum sjúkrahúsa. FV.: Hvernig verður þetta vandamál leyst? Baldvin: Eg tel sjálfur óhjá- kvæmilegt að hækka iðgjald á- byrgðartrygginga um ca. 20%, ef tryggja á áframhaldandi starfsemi félaganna á þessu sviði og það hlýtur að vera allra hagur að tryggingafélögin geti staðið við skuldbindingar sínar. Við skulum að gamni líta á hvernig haldið er á þess- um málum í Danmörku. Þar starfar sérstök stjórnskipuð nefnd, sem 'hefur eftirlit með því að iðgjöld tryggingafélag- anna séu nægilega há til að tryggja stöðugan og traustan rekstrargrundvön. FV.: Hér áðan var talað um iðgjaldatekjur af erlendum tryggingum? Baldvin: Já, Almennar Tryggingar taka á sig hluta af stórum áhættum erlendis. Ég get nefnt t. d. að við áttum hluta í öllum vélunum, sem Palestínuskæruliðar rændu á dögunum og sprengdu í loft upp. Þar var um góðan skild- ing að ræða. Þó að hér hafi verið um tjón að ræða, þarf alls ekki að vera að útkoma heildarsamningsins verði slæm, því að hér var aðeins um að ræða hluta hans. Annars er með þessar tryggingar eins og aðrar, sumar góðar, aðar ekki eins góðar. Stórum áhættum er dreift út um allan heim og má segja, að um alheimstrygg- ingakeðju sé að ræða. Við fá- um daglega skeyti eða bréf er- lendis frá, þar sem við erum beðnir um að taka hluta af á- hættum. Við vitum nú yfirleitt hverju ber að taka og hverju ber að hafna, en ákvarðanir eru teknar daglega. T. d.. tök- um við nú aldrei þátt í áhætt- um í sambandi við löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. FV: Hvaða áhrif hafa flug- vélaránin og hermdarverkin á flugvélatryggingar? Baldvin: Það segir sig auð- vitað sjálft, að iðgjöldin hafa og munu hækka mjög mikið. FV: Er raunhæf samkeppni á milli tryggingafélaganna á fslandi? Baldvin: Já, það er raunhæf samkeppni og mjög hörð sam- keppni. Við verðum líka að taka það með í reikninginn að hér eru nú starfandi 13 trygg- ingafélög. Á milli þeirra er mjög hörð iðgjaldasamkeppni, nema auðvitað á ábyrgðar- tryggingum, bifreiða, en þar hafa þau sameiginlega iðgjalda- skrá. FV: 13 tryggingafélög í litlu þjóðfélagi virðist ansi mikið. Baldvin: Félögin eru of mörg og ég tel, að þróunin hljóti að verða sú, að félögin renni sam- an. Ég tel ekki þurfa að orð- lengja um óhagræðið, sem hlýtzt af því að hafa svona mörg félög starfandi. Að mínu áliti er nægilegt og eðlilegt, að á íslandi starfi ca. 5 trygginga- félög. FV: Geta stóru tryggingafé- lögin keypt þau litlu upp? Baldvin: Því ekki það? Þró- unin um allan heim er sam- runi stærri og smærri félaga og samfara þeirri þróun kem- ur aukið hagræði. FV: Vöruþjófnaður í skipum og vörugeymslum hefur löng- um verið mikið vandamál. Hvernig er ástandið í þessum málum í dag? Baldvin: Þetta hefur stórlag- azt. Um tíma ríkti vandræðaá- stand, en tekist hefur að laga það með hertu eftirliti af hálfu tryggingafélaganna og skipafélaganna. Meiri aðgæzla, og betri aðstaða hefur gert það að verkum að nú er í raun og Baldvin: „Við áttum hluta i öllum vélunum, sem Palestínu- skæruliðar rændu á dögunum og sprengdu í loft upp.“ veru sáralítið um slíkan þjófn- að, miðað við það, sem áður var. FV: Hverjar eru helztu nýj- ungarnar í starfsemi Almennra Trygginga hf.? Baldvin: Þar vil ég nefna hina nýju heimilistryggingu, en hún felur í sér brunatryggingu, vatnsskaðatryggingu, þjófnað- artryggingu, ábyrgðartrygg- ingu og örorkutryggingu fyrir húsmóður. Auk þess vil ég nefna hóplíftryggingu og slysa- og sjúkratryggingu. Hóplíf- tryggingin tekur eins og nafn- ið segir til um, yfir hóp manna og er yfirleitt þannig háttað, að falli einn þeirra frá, greið- ir tryggingin sem svarar einum árslaunum hans. Slysa- og sjúkratryggingin er hins vegar t. d. hugsuð þannig, að sjálf- stæður atvinnurekandi geti tryggt sig á þann hátt, að veik- ist hann eða verði fyrir slysi, greiða tryggingarnar honum vissa upphæð fyrir hverja viku, sem hann er frá störfum. T. d. er algengt, að menn

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.