Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 27
FRJÁLS VERZLU Nf 25 tryggi sig þannig að bæturnar nemi allt að 10.000 kr. á viku. Að öðru leyti eru þessar trygg- ingar gífurlega margþættar og þá auðvitað iðgjöldin. FV: Eru iðgjöldin af þessum tryggingum skattfrjáls? Baldvin: Nei, það er nú ekki svo vel og verður að lagfæra það. Það væri eðlilegt að ið- gjöldin væru skattfrjáls, en að tryggingarbætur yrðu gefnar upp til skatts. í þessu sam- bandi þyrfti einnig að 'hækka þá upphæð líftryggingarið- gjalds, sem tekin er til greina sem skattfrádráttur. Þegar við tölum um skatta, langar mig til að benda á furðuástand, sem hvergi þekk- ist nema hér á landi og það er, að söluskatt verður að greiða af flestum tryggingum Það þekkt- ist hvergi annars staðar í heim- inum, að mönnum sé refsað fyr- ir að veita sér öryggi. Finnst mér að hið opinbera ætti alvar- lega að íhuga, hvort ekki sé hægt að afnema söluskatt af tryggingum almennt. FV: Hvers vegna er ekki lögð meiri áherzla á að selja al- rnennar líftryggingar hér? Baldvin: Ég tel persónulega að efnahagsástandið hér og verðbólgan geri það að verk- um að grundvöllur fyrir al- mennum líftryggingum sé mjög veikur og sjálfur myndi ég ekki ráðleggja mönnum að kaupa slíkar líftryggingar. Hér á ég við líftryggingar. sem borg- ast út við 65-70 ára aldur. Aft- ur á móti höfum við hér svo- kallaða stórtryggingu, sem er þannig uppbyggð, t. d. að maður, sem er að byggja, tryggir sig fyrir skuldum og síðan eftir því sem skuldirnar minnka ár frá ári, læk'kar tryggingin. FV: Eiga menn þá yfirleitt ekki að líftryggja sig? Baldvin: Jú, eins og ástand- ið er í okkar þjóðfélagi í dag álít ég að menn eigi að taka stórtrygginguna, en bezta lausnin fyrir gamla fólkið væri stofnun eins allsherjarlíf- eyrissjóðs, „Landslífeyris- sjóðs“. Þetta ætti að vera sjálf- sögð þróun í okkar veiferðar- þjóðfélagi. Hér er smálífeyris- sjóðum dritað út um allt og þeir verða aldrei annað en smá- lánasjóðir fyrir viðkomandi að- ila. FV: Yrði hér ekki um að ræða eitt ríkisbáknið enn? Baldvin: Alls ekki. Við borg- um fjölda iðgjalda til Trygg- ingastofnunar ríkisins og eitt iðgjald í viðbót breytti engu og það þyrfti ekki einu sinni að bæta við einum starfsmanni. FV: Og að lokum Baldvin, þetta klassíska? Baldvin: Ætli það sé þá ekki helzt tryggingafélög og að- stöðugjaldið. Er það ekki ein- 'kennilegt, að eftir því sem tryggingafélögin tapa meira, verða þau að greiða hærra að- stöðugjald? TECHMIITIC er bylting í gerð rakvéla, ekkert rakblað, nú stillanleg j? rv 1 \ Gillette Techmatic er nútíma rakvél. Ekkert blað, heldur stálband, sem er undið upp éins og filma i myndavél. Það eru fimm úrvals raksturseggjar á hverju rakbandi. Hver egg gefur marga mjúka og þægilega rakstra. Þegar þér viljið skiþta um egg, þá snúið arminum og ný egg rennur fram. Það er merkiskifa, sem sýnir yður, hve margar eggjar eru eftir hverju sinni. Auk þess er stilliarmur, sem gefur yður val á fjórum mismunandi stillingum á rakþandið í sam- ræmi við skegg yðar og húð. Techmatic er vandað rakáhald —•. nútíma rakvél. & - TECHMATIC Gillette TECHMATIC - Fullkominn rakstur með nútíma rakvél

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.