Frjáls verslun - 01.10.1970, Side 29
FRJALS VER2LUN
27
mestur hlutinn af því er að-
fluttur. Það mun vera farið að
bera á því að fólk sem er að
setja sig niður velji Hafnar-
fjörð, jafnvel þótt það stundi
vinnu í Reykjavík. Það er ekki
svo stórum mikið lengra frá
Firðinum niður á torg, en t. d.
frá Breiðholti, og strætisvagnar
ganga á stundarfjórðungs
fresti á daginn.
Ef við snúum aftur að álver-
inu, voru það ekki bara ein-
staklingar sem höfðu atvinnu
þar, verktakar fengu einnig
drjúgan skilding í sinn hlut. Þá
greiddu erlendir verktakar
gjöld til bæjarins og erlendir
starfsmenn greiddu þar útsvör.
Síðan verksmiðjan fór í gang
hefur svo hluti af framleiðslu-
gjaldinu verið greiddur til
Hafnarfjarðar. Árið 1969 nam
sá hluti 3 milljónum, árið 1970
nam hann 12 milljónum og árið
1971 verður hann um 18 millj-
ónir. Þá eignuðust Hafnfirðing-
ar nýja höfn í Straumsvík með
byggingu álversins. Auk þessa,
og fiskiðnaðarins sem nefndur
hefur verið lítillega, má svo
minna á Raftækjaverksmiðj-
una hf., sem hefur að vísu þurft
að líða mikið vegna innflutn-
ingsins, en er þó enn í fullu
fjöri.
VERZLUN. Verzlun í Hafn-
arfirði á að vonum við stað-
bundna örðugleika að etja. Þar
er fjöldi ágætra verzlana, en í
Reykjavík eru þær margfalt
fleiri, og þangað er svo stutt
að margir fara þangað í leið-
angra til að vera vissir um að
hafa nægilegt úrval. Þó hefur
oft verið deilt á skipulag verzl-
unarmála í Reykjavík, eða
skipulagsleysi eins og það er
stundum nefnt, og mikið
skammast yfir því að verzlun-
um sé hrúgað upp með nokk-
urra metra millibili án alls til-
lits til þarfa o. s. frv. Hafnfirð-
ingar telja sig hins vegar hafa
orðið áþreifanlega vara við að
þar sem verzlanir eru stærstar
og flestar, er verziað mest.
Þó hefur það verið nokkur
huggun harmi gegn að sjá ein-
staka R-bíl læðast um Fjörðinn,
þegar mest er að gera í jóla-
ösinni í höfuðborginni. Þar er
líklegast á ferðinni kúguppgef-
in Reykjavíkurfjölskylda, sem
er búin að fá svo mörg trömp
ofan á líkþornin að hún hef-
ur flúið á rólegri mið.
En Hafnfirðingar þyrftu að
hugleiða fyrir sjálfa sig, að
heimaverzlunin eflist fyrst þeg-
ar þeir fara að beina sem mestu
að viðskiptum sínum til
'hennar. Hún vex ekki að sjálfu
sér. Og þá eykst líka úrvalið í
hafnfirzkum verzlunum jafn-
harðan. Það er tvíþættur gróði
og gagnkvæmur.
FÉLAGSLÍF. Þegar veitinga-
húsið Skiphóll tók til starfa
var á sumum að skilja að það
endaði nú með að Hafnar-
fjörður hlyti sömu örlög og
Sódóma og Gómorra. Ekki hafa
þó orðið teljandi breytingar á
vínmenningu Hafnfirðinga, og
víst er að mikill fengur var að
húsinu fyrir alls konar félags-
starfsemi.
Æsku Hafnarfjarðar hefur
heldur ekki verið gleymt. Bær-
inn keypti eignir Jóns Gísla-
sonar, þar á meðal allstóra ver-
búð, og afhenti Æskulýðsráði
bæjarins. Húsið var endurnýjað
og lagfært að innan, og þar
unir hafnfirzk æska sér á síð-
kvöldum, sérstaklega á því
sjónvarpslausa.
1. Strandgatan er smám
saman að taka á sig svip nýja
tímans. Þar liefur lijarta Hafn-
arfjarðar slegið, þar er hað og
verður.
2. Það er borgarblær yfir
Firðinum, bæjarstæðið er sér-
stætt frá náttúrunnar hendi, og
þannig er einnig um höfnina.
Þessar náttúrugjafir liafa Hafn-
firðingar hagnýtt sér vcl.