Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Side 43

Frjáls verslun - 01.10.1970, Side 43
FRJALS VERZLUN 41 Vörur sóttar í vöruskemmu STÖÐUG AUKNING HJÁ TOLLVÖRUGEYMSLUNNI. Um síðustu mánaðamót, okt,- nóv. haíði Tollvörugeymslan hf. í Reykjavík tekið á móti meira vörumagni en allt sl. ár, og var afgreiðslufjöldinn orð- inn 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Sífellt hefur verið unnið að stækkun á húsnæði fyrirtækis- ins, og hefst þó vart undan að anna vaxandi eftirspurn eftir þjónustu þess. Nú er að ljúka stækkun á skrifstofuhúsnæði og vörugeymslu, sem byrjað var að vinna við snemma á þessu ári. Eykst þá geymslu- rými undir þaki allverulega og nálgast 5000 fermetra gólf- flöt. NÝ BYGGINGARAÐFERÐ. Verksmiðjan Börkur hf. í Hafnarfirði er nú að byggja yfir starfsemi sína nýtt 3600 rúmmetra hús á Hjallahrauni 2. Grind hússins er úr stáli, en veggir og þak úr sérstökum elementum, sem verksmiðjan framleiðir sjálf, og eru þau sett upp einangruð og máluð á báðum hliðum. Framkvæmda- stjórinn, Runólfur Halldórsson, tjáði FV, að gerð hefði verið tilraun með notkun þessara elementa á þök og í einn bil- skúr, og hefðu þau gefið mjög góða raun. Auk þess styttu þau byggingartímann veru- lega og lækkuðu byggingar- kostnaðinn. Element þessi, sem Börkur Tollvörugeymslunnar hf. hf. framleiðir, eru úr asbest- flekum, og einangrunin er Polýúreþan, sem Börkur hf. framleiðir einnig. Hvert ele- ment er 3 ferm., en elementin eru skreytt saman með állist- um. Þessi element hafa hlotið styrkleikaviðurkenningu, og eldvarnargildi þeirra er ótví- rætt. Þá sagði Runólfur, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að nota annað en asbest í elementin og nota þau í íbúðarhús. ÁL FYRIR 1300 MILLJÓNIR. Fyrstu 9 mánuði þessa árs, fyrsta heila árs álframleiðslu hér á landi, var flutt út ál og álmelmi fyrir kr. 1.282.353.000,- en vöruútflutningurinn í heild þessa 9 mánuði nam kr. 9.607.861.000.-. Á sama tíma voru fluttar inn fjárfestingar- vörur til álversins fyrir kr. 190.344.000.- og hráefni og aðr- ar rekstrarvörur fyrir kr. 520.- 825.000.- Hreinar gjaldeyris- tekjur af álútflutningnum urðu þannig kr. 571.184.000.-, og að fi'átöldum innfluttum fjárfest- ingarvörum til álversins kr. 761.528.000,- Af ál og álmelmisútflutn- ingnum þessa 9 mánuði ársins fór til Vestur-Þýzkalands fyrir rúmar 439 millj., Bretlands rúml. 432 millj., Sviss rúml. 279 millj., Belgíu rúml. 84 millj., Frakklands tæpl. 26 millj., Austurríkis tæpl 20 millj. og Brasilíu fyrir 1,7 millj. tæpl. B ú S ÖQ Ð HVfLlÐ MEÐAN ÞÉR VINNIÐ SAVO-stóll er vandaður stóll. B Ú S L E Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SfMI 18520

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.