Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 50
4B
FRJALS VERZLUN
Okkar á milli
sagt...
Um daginn var fundur í fé-
lagi nokkru í Reykjavík, og þar
var lögð fram starfsáætlun fyr-
ir veturinn.
— Við höfum hugsað okkur
tvö konukvöld, sagði formað-
urinn. Annað á að vera al-
menn skemmtikvöld en hitt e.
t. v. nokkuð alvörublandnara.
Einn fundarmanna stóð upp
og spurði:
— Er nauðsynlegt, að hafa
sömu konurnar?
•
Ólafur og Páll sátu í mak-
indum við barinn. Allt í einu
segir Ólafur:
— Páll, er þetta ekki hann
Þórarinn frændi þinn, sem sit-
ur þarna?
— Nú ertu genginn af göfl-
unum. Hann er dáinn fyrir
mörgum árum síðan.
— Ertu . . nú . . . alveg viss
um það?
— Handviss!
— Eg er. . . svo . . .stein-
hissa. Hann hreyfði sig rétt áð-
an!
•
— Það er sagt, að þú brugg-
ir heima.
—• Lygi og rógur. Það er
Bjarni bróðir þinn, sem ber
þetta út af því að hann fær
ekki að smakka.
— Hann er maður, sem sannarlega má segja um, að hafi auðgað
veröldina með Iífi sínu!
— Getið þér nefnt mér
dæmi um sölumannshæfileika
yðar, ungi maður?
— Já, einu sinni seldi ég
bónda mjaltavél, en hann átti
ekki nema eina kú.
— Nú já, það var auðvitað
hrósvert, en tæplega getur það
talizt stórkostlegt.
— Jú, víst var það stórkost-
legt, bóndinn borgaði með
kúnni!
©
— Þegar hann fékk stöðuna,
var það af því að hann þekkti
forstjórann?
— Já, og af því að forstjór-
inn þekkti hann ekki.
©
Jón Jónsson iðnrekandi
hafði unnið fyrirtæki sitt upp
í forystusæti í sinni grein —
nánast úr engu. Og nú var
hann orðinn svo slituppgefinn,
að hann varð að fara í þriggja
mánaða frí.
Hann brá sér fyrst til Costa
del Sol og þaðan til London og
Kaupmannahafnar. Þegar hann
kom heim með Gullfossi
þrem mánuðum seinna, stóðu
fjölskylda hans og vinir auð-
vitað á hafnarbakkanum til að
taka á móti honum. Þegar Gull-
f'oss var loksins kominn inn á
höfnina og Jón í kallfæri við
móttökunefndina, hrópaði hann
til konu sinnar:
— Hefur nokkur hringt?
— Þegar þú selur gleraugu,
sagði gleraugnasalinn við son
sinn, sem var að hefja nám í
faginu, — og fólkið spyr um
verðið, skalt þú segja: Þau
kosta 480 krónur! Svo átt þú
að líta á það, og ef það gerir
enga athugasemd, skaltu bæta
við: . . .umgerðin, og glerin
240 krónur! Þá áttu aftur
að hinkra ögn við. Og ef fólkið
er enn sátt við verðið, skaltu
bæta við: . . . hvort fyrir sig!