Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 29

Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 29
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 29 Unga fólkið og stjórnmálin Eftir Ásmund Einarsson. Ég held ekki að ég geti boð- ið upp á neitt sérstak í umræð- um um kosningahorfurnar, en mig langar til að ræða um ungt fólk í stjórnmálum og það sem stendur utan stjórnmál- anna, eldri kynslóðina, sem ekki veit hvaðan á sig stendur veðrið upp á síðkastið, fólk og tíma, sem ég þekki náið af eig- in reynslu og þá gömlu góðu daga, sem ég þekki aðeins af bókum, tímaritum og blöðum, þegar allt var svo einfalt — eða hvað. Það breiðist vakning með- al ungs fólks, ekki ósvipuð vakningu ungs fólks, upp úr 1930. Aberandi munur á þess- um tveimur vakningum er sá, að um 1930 flykktist unga fólk- ið inn í stjórnmálaflokkana, en nú kýs það að standa og starfa utan þeirra. Við sjáum fljót- lega hvað veldur. Unga kyn- slóðnin í dag er leitandi, kyn- slóð krepputímans höndlaði sannleikann í stjórnmálahug- „Hvern ég kaus. . . ?“ myndum samtímans. Báðar kynslóðirnar eiga það sameig- inlegt að þær vonast eftir end- urnýjun og skýrari línum í mál- efnum samfélagsins. En hvers vegna er nútíma- kynslóðin hikandi og leitandi, sú gamla óhrædd og óðfús. Eft- ir talsverð heilabrot verður persónuleg niðurstaða mín sú að skýringarinnar sé að leita í viðhorfum eldri kynslóðarinn- ar, og uppeldisáhrifum hennar. Ég þykist sjá visst samband milli þjóðernishreyfinganna í Evrópu um og upp úr alda- mótum og hins pólitíska áhuga kreppuáranna. A sama hátt get ég séð visst samband milli þeirra pólitísku vonbrigða, sem kynslóðin varð fyrir á kreppu- árunum, í stríðinu og eftir stríð. Þetta voru vonbrigði á vonbrigði ofan. Mér er ekki grunlaust um að þessi von- brigði endurspeglist í viðhorf- um yngri kynslóðarinnar, efa- semdum hennar, varfærni og skorti á virðingu fyrir eldri kynslóðinni og stjórnmála- flokkum hennar. Við þekkjum hina sterku trú á frelsi og einstaklingsfram- tak í borgaraflokki Islands, Sjálfstæðisflokknum. Það get- ur naumast farið fram hjá nein- um að þessi trú hefur kólnað og innihald hinna stóru hug- taka um frelsi, einstakling og manngildi er nánast óskilgreint í dag. Þeir sem telja sig hægri menn og vilja sjá sína gömlu trú endurreista virðast ekki hafa dregið réttan lærdóm af umhverfi sínu og þróun mála. Auðvitað eru þetta hugtök í gildi, en óskilgreind. Gamla skilgreiningin er ófullnægjandi og ný skiigreining hefur ekki komið í staðinn. Hugmyndir jafnaðarmanna hafa tekið mikl- um breytingum. Þeir eru ekki jafntrúaðir á gildi þjóðnýting- ar, ríkisframtaks og jafnréttis og þeir voru fyrir stríð. Komm- únistar? Menn hafa fyrir aug- unum kínisma Magnúsar Kjart- anssonar hvenær sem þeir lesa Þjóðviljann. Margur hefur bjargað sér á kínisma. en kín- ismi verður aldrei lausn fjöld- ans. Framsóknarflokkurinn er eins og hann er. Þar er ekki tekist á við vandamál af fyrra bragði. Aðrir flokkar verða að hafa hugleitt þessi vandamál og komist að niðurstöðu áður en Framsóknarflokkurinn fær skoðun á þeim. Enda er það hlutverk og eina hlutverk Framsóknarflokksins, að vinna úr hugmyndum annai’ra. Almennt talað skortir stjórn- málaflokkanna reisn. Við get- um kallað það reisn dyggðanna, reisn hugsjónanna, reisn for- takslausra og uppbyggilegra stefnumiða. Þeir leita, unga fólkið leitar, og ef til vill ber sú leit einhvern árangur. En hún tekur tíma og það þarf að taka unga fólkið með í reikninginn. Það er ekki for- svaranlegt að loka það inn í nefnd og öll þess mál, eins og Alþýðuflokkurinn hefur gert. Ungir Framsóknarmenn sneru sér að vandamálum Framsókn- arflokksins. Það var gott og og nauðsynlegt. Það var manns- bragð af baráttu þeirra fyrir vinstri stefnu í flokknum. En hún var einnig full af inni- haldsleysi, og umfram allt yf- irlæti. Ég leyfi mér að kalla þetta yfirlæti, ekki meðfætt, en áunnið. sem vegna áhrifa frá uppeldi, framlengingu kynslóð- ar sem gat ekki gert allt og ákveður að koma því, sem eft- ir er að vinna á herðar yngri kynslóðarinnar. Extension, heitir það. framlenging. Menntahrokinn, sem er svo al- títt fyrirbæri í Reykjavík, er ein afleiðing framlengingarinn- ar. Unglingurinn er ruglaður í ríminu vegna þess að hann er ekki hann sjálfur. Hann hef- ur hrokann að hlífiskildi og yfii’varpi. Slíkir menn ná sjaldnast langt. Ég læt baráttu ungra Sjálf- stæðismanna liggja á milli hluta að sinni. Eg stend of ná- lægt henni og þekki vandamál hennar of vel til að ég vilji ræða hana í fáum orðum. Kommúnistar hafa hagnýtt sér ástandið mjög vel. Þeir hafa beinlínis alið upp fjölda áróð- ursmanna innanlands og utan- lands. Þetta eru menn sern standa í þeirri trú að þeir hafi nýjan boðskap að flytja, lausn- arorð samtímans, trú eða póli-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.