Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 29
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 29 Unga fólkið og stjórnmálin Eftir Ásmund Einarsson. Ég held ekki að ég geti boð- ið upp á neitt sérstak í umræð- um um kosningahorfurnar, en mig langar til að ræða um ungt fólk í stjórnmálum og það sem stendur utan stjórnmál- anna, eldri kynslóðina, sem ekki veit hvaðan á sig stendur veðrið upp á síðkastið, fólk og tíma, sem ég þekki náið af eig- in reynslu og þá gömlu góðu daga, sem ég þekki aðeins af bókum, tímaritum og blöðum, þegar allt var svo einfalt — eða hvað. Það breiðist vakning með- al ungs fólks, ekki ósvipuð vakningu ungs fólks, upp úr 1930. Aberandi munur á þess- um tveimur vakningum er sá, að um 1930 flykktist unga fólk- ið inn í stjórnmálaflokkana, en nú kýs það að standa og starfa utan þeirra. Við sjáum fljót- lega hvað veldur. Unga kyn- slóðnin í dag er leitandi, kyn- slóð krepputímans höndlaði sannleikann í stjórnmálahug- „Hvern ég kaus. . . ?“ myndum samtímans. Báðar kynslóðirnar eiga það sameig- inlegt að þær vonast eftir end- urnýjun og skýrari línum í mál- efnum samfélagsins. En hvers vegna er nútíma- kynslóðin hikandi og leitandi, sú gamla óhrædd og óðfús. Eft- ir talsverð heilabrot verður persónuleg niðurstaða mín sú að skýringarinnar sé að leita í viðhorfum eldri kynslóðarinn- ar, og uppeldisáhrifum hennar. Ég þykist sjá visst samband milli þjóðernishreyfinganna í Evrópu um og upp úr alda- mótum og hins pólitíska áhuga kreppuáranna. A sama hátt get ég séð visst samband milli þeirra pólitísku vonbrigða, sem kynslóðin varð fyrir á kreppu- árunum, í stríðinu og eftir stríð. Þetta voru vonbrigði á vonbrigði ofan. Mér er ekki grunlaust um að þessi von- brigði endurspeglist í viðhorf- um yngri kynslóðarinnar, efa- semdum hennar, varfærni og skorti á virðingu fyrir eldri kynslóðinni og stjórnmála- flokkum hennar. Við þekkjum hina sterku trú á frelsi og einstaklingsfram- tak í borgaraflokki Islands, Sjálfstæðisflokknum. Það get- ur naumast farið fram hjá nein- um að þessi trú hefur kólnað og innihald hinna stóru hug- taka um frelsi, einstakling og manngildi er nánast óskilgreint í dag. Þeir sem telja sig hægri menn og vilja sjá sína gömlu trú endurreista virðast ekki hafa dregið réttan lærdóm af umhverfi sínu og þróun mála. Auðvitað eru þetta hugtök í gildi, en óskilgreind. Gamla skilgreiningin er ófullnægjandi og ný skiigreining hefur ekki komið í staðinn. Hugmyndir jafnaðarmanna hafa tekið mikl- um breytingum. Þeir eru ekki jafntrúaðir á gildi þjóðnýting- ar, ríkisframtaks og jafnréttis og þeir voru fyrir stríð. Komm- únistar? Menn hafa fyrir aug- unum kínisma Magnúsar Kjart- anssonar hvenær sem þeir lesa Þjóðviljann. Margur hefur bjargað sér á kínisma. en kín- ismi verður aldrei lausn fjöld- ans. Framsóknarflokkurinn er eins og hann er. Þar er ekki tekist á við vandamál af fyrra bragði. Aðrir flokkar verða að hafa hugleitt þessi vandamál og komist að niðurstöðu áður en Framsóknarflokkurinn fær skoðun á þeim. Enda er það hlutverk og eina hlutverk Framsóknarflokksins, að vinna úr hugmyndum annai’ra. Almennt talað skortir stjórn- málaflokkanna reisn. Við get- um kallað það reisn dyggðanna, reisn hugsjónanna, reisn for- takslausra og uppbyggilegra stefnumiða. Þeir leita, unga fólkið leitar, og ef til vill ber sú leit einhvern árangur. En hún tekur tíma og það þarf að taka unga fólkið með í reikninginn. Það er ekki for- svaranlegt að loka það inn í nefnd og öll þess mál, eins og Alþýðuflokkurinn hefur gert. Ungir Framsóknarmenn sneru sér að vandamálum Framsókn- arflokksins. Það var gott og og nauðsynlegt. Það var manns- bragð af baráttu þeirra fyrir vinstri stefnu í flokknum. En hún var einnig full af inni- haldsleysi, og umfram allt yf- irlæti. Ég leyfi mér að kalla þetta yfirlæti, ekki meðfætt, en áunnið. sem vegna áhrifa frá uppeldi, framlengingu kynslóð- ar sem gat ekki gert allt og ákveður að koma því, sem eft- ir er að vinna á herðar yngri kynslóðarinnar. Extension, heitir það. framlenging. Menntahrokinn, sem er svo al- títt fyrirbæri í Reykjavík, er ein afleiðing framlengingarinn- ar. Unglingurinn er ruglaður í ríminu vegna þess að hann er ekki hann sjálfur. Hann hef- ur hrokann að hlífiskildi og yfii’varpi. Slíkir menn ná sjaldnast langt. Ég læt baráttu ungra Sjálf- stæðismanna liggja á milli hluta að sinni. Eg stend of ná- lægt henni og þekki vandamál hennar of vel til að ég vilji ræða hana í fáum orðum. Kommúnistar hafa hagnýtt sér ástandið mjög vel. Þeir hafa beinlínis alið upp fjölda áróð- ursmanna innanlands og utan- lands. Þetta eru menn sern standa í þeirri trú að þeir hafi nýjan boðskap að flytja, lausn- arorð samtímans, trú eða póli-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.