Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 42
42 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 Sóttvarnir og ónæmisaðgerðir Mikilvægast er að fólk hafi ónæmisaðgerðir í lagi ef það hyggst ferðast utan Evrópu, en ekki er þörf á neinum ónæmis- aðgerðum á ferðalögum innan Evrópu nema vitað sé um einhverjar farsótt- ir. Þó mun vera krafizt bólusetningar við tauga- veiki og taugaveikibróð- ur í sumum af Austur- Ev- rópulöndunum. Eftirfar- andi meginreglur eru gerðar um bólusetningar: Fyrir ferðalög í Asíu skal bólusett við kúabólu, taugaveiki, taugaveiki- bróður. gulu og Kóleru. Fyrir ferðalög í Afríku er krafist þess sama. í Aust- urlöndum nær er krafizt bólusetningar við tauga- veiki og taugaveikibróð- ur og Kóleru, en í Amer- íku og Astralíu er nægj- anlegt að vera bólusett- ur við kúabólu. Vegabréf og áritanír Einföld regla gildir um notkun vegabréfa á ferða- lögum erlendis. Vegabréf þurfa menn að hafa í öll- um utanlandsferðum nema til Norðurlanda. En aftur á móti er mis- jafnt hvort áritun þarf á vegabréfin eða ekki. ís- lendingar þurfa ekki árit- un til þess að fá að fara inn í lönd í Vestur-Ev- rópu, svo og nokkur af Austur-Evrópulöndunum, t. d. Júgóslavíu og Búlg- aríu. Flest ríki í Afríku og Asíu krefjast vega- bréfsáritana en þó eru þar nokkrar undantekn- ingar. Til dæmis þarf ekki áritun til þess að komast til Marocco, Tún- is og ísrael. Vegabréfsá- ritun er nauðsynleg þeg- ar farið er til Bandaríkj- anna. Yfirleitt er hægt að fá vegabréfsáritun til styttri dvalar í viðkomandi landi á landamærum þess eða á flugstöð þegar komið er til landsins. SLIXIMA: Haliorca og Afríka Frá Pa.Ima á Mallorca. Ferðaskrifstofan Sunna hefur nú starfað í 14 ár og rekur um- fangsmikla starfsemi. Á síðasta ári tóku um 4400 manns þátt í skipulögðum hópferðum á vegum Sunnu til útlanda, en ferða- skrifstofan annast hópferðir til fjölda landa. Vinsælastar hafa hópferðirnar til Mallorca verið, en þangað fara um 35% af hópferðarfarþegum Sunnu. Næstvinsælastar eru hópferðir um Norðurlöndin. Sunna hefur haldið uppi reglubundnu leiguflugi beint til Spánar og Norðurlandanna undanfarin ár en það er nýjung í íslenzkum ferðamálum. f Kaupmannahöfn og Palma á Mallorca rekur Sunna eigin skrifstofur. Ferðaskrifstofan Sunna gengst fyrir 15 ferðum til Mallorca á tímabilinu frá maíbyrjun til loka september. Hægt er að velja 2-4 vikur á Mallorca og velja má milli ferða með eða án við- komu í London. Verð er nokkuð misjafnt eftir árstímum, svo og vali hótela, en hægt er að fá hálfs mánaðar ferð frá 11.800 kr. upp í 27.600 kr. Á Mallorca er veðursæld mikil og er staðurinn jafnt sóttur af Spánverjum sjálfum sem öðrum Evrópubúum. Á eyjunni er fjöldi hótela og um 200 baðstrendur. Auk hópferða til Mallorca og Norðurlandanna býður Sunna upp á fjöldamargar sérkennilegar og skemmtilegar hópferðir, má þar nefna hnattferð á 24 dögum, hópferð á Karneval í Rio Janeiro í Brasilíu og síðast en ekki sízt ,,safari“ og baðstrandar- ferð til Afríku. Þar er um hálfs mánaðar ferð að ræða til Kenya, Uganda og Tansaníu og er þetta í fyrsta sinn sem íslendingum gefst kostur á ódýrri hópferð á þessar slóðir. Verð ferðarinnar er 49.800 kr. Helmingur starfsemi Sunnu er bundinn við einstaklingsferðir og ferðir fyrirtækja, en það fer vaxandi að fyrirtæki láti ferða- skrifstofur annast skipulag viðskiptaferða sinna. Innfæddir Kenyubúar dansa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.