Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 42

Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 42
42 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 Sóttvarnir og ónæmisaðgerðir Mikilvægast er að fólk hafi ónæmisaðgerðir í lagi ef það hyggst ferðast utan Evrópu, en ekki er þörf á neinum ónæmis- aðgerðum á ferðalögum innan Evrópu nema vitað sé um einhverjar farsótt- ir. Þó mun vera krafizt bólusetningar við tauga- veiki og taugaveikibróð- ur í sumum af Austur- Ev- rópulöndunum. Eftirfar- andi meginreglur eru gerðar um bólusetningar: Fyrir ferðalög í Asíu skal bólusett við kúabólu, taugaveiki, taugaveiki- bróður. gulu og Kóleru. Fyrir ferðalög í Afríku er krafist þess sama. í Aust- urlöndum nær er krafizt bólusetningar við tauga- veiki og taugaveikibróð- ur og Kóleru, en í Amer- íku og Astralíu er nægj- anlegt að vera bólusett- ur við kúabólu. Vegabréf og áritanír Einföld regla gildir um notkun vegabréfa á ferða- lögum erlendis. Vegabréf þurfa menn að hafa í öll- um utanlandsferðum nema til Norðurlanda. En aftur á móti er mis- jafnt hvort áritun þarf á vegabréfin eða ekki. ís- lendingar þurfa ekki árit- un til þess að fá að fara inn í lönd í Vestur-Ev- rópu, svo og nokkur af Austur-Evrópulöndunum, t. d. Júgóslavíu og Búlg- aríu. Flest ríki í Afríku og Asíu krefjast vega- bréfsáritana en þó eru þar nokkrar undantekn- ingar. Til dæmis þarf ekki áritun til þess að komast til Marocco, Tún- is og ísrael. Vegabréfsá- ritun er nauðsynleg þeg- ar farið er til Bandaríkj- anna. Yfirleitt er hægt að fá vegabréfsáritun til styttri dvalar í viðkomandi landi á landamærum þess eða á flugstöð þegar komið er til landsins. SLIXIMA: Haliorca og Afríka Frá Pa.Ima á Mallorca. Ferðaskrifstofan Sunna hefur nú starfað í 14 ár og rekur um- fangsmikla starfsemi. Á síðasta ári tóku um 4400 manns þátt í skipulögðum hópferðum á vegum Sunnu til útlanda, en ferða- skrifstofan annast hópferðir til fjölda landa. Vinsælastar hafa hópferðirnar til Mallorca verið, en þangað fara um 35% af hópferðarfarþegum Sunnu. Næstvinsælastar eru hópferðir um Norðurlöndin. Sunna hefur haldið uppi reglubundnu leiguflugi beint til Spánar og Norðurlandanna undanfarin ár en það er nýjung í íslenzkum ferðamálum. f Kaupmannahöfn og Palma á Mallorca rekur Sunna eigin skrifstofur. Ferðaskrifstofan Sunna gengst fyrir 15 ferðum til Mallorca á tímabilinu frá maíbyrjun til loka september. Hægt er að velja 2-4 vikur á Mallorca og velja má milli ferða með eða án við- komu í London. Verð er nokkuð misjafnt eftir árstímum, svo og vali hótela, en hægt er að fá hálfs mánaðar ferð frá 11.800 kr. upp í 27.600 kr. Á Mallorca er veðursæld mikil og er staðurinn jafnt sóttur af Spánverjum sjálfum sem öðrum Evrópubúum. Á eyjunni er fjöldi hótela og um 200 baðstrendur. Auk hópferða til Mallorca og Norðurlandanna býður Sunna upp á fjöldamargar sérkennilegar og skemmtilegar hópferðir, má þar nefna hnattferð á 24 dögum, hópferð á Karneval í Rio Janeiro í Brasilíu og síðast en ekki sízt ,,safari“ og baðstrandar- ferð til Afríku. Þar er um hálfs mánaðar ferð að ræða til Kenya, Uganda og Tansaníu og er þetta í fyrsta sinn sem íslendingum gefst kostur á ódýrri hópferð á þessar slóðir. Verð ferðarinnar er 49.800 kr. Helmingur starfsemi Sunnu er bundinn við einstaklingsferðir og ferðir fyrirtækja, en það fer vaxandi að fyrirtæki láti ferða- skrifstofur annast skipulag viðskiptaferða sinna. Innfæddir Kenyubúar dansa.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.