Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Side 57

Frjáls verslun - 01.05.1971, Side 57
57 FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 Menntun Offramfieiðsla á menntamönnum Víða um heim hefur orðið vart offramleiðslu á mennta- mönnum. Það hefur verið al- menn trú, að enginn einstakur hlutur sé þjóð eins mikilvæg- ur eins og að hafa nóg af mennt- uðu íólki, sérstaklega í þróun- arlöndunum. Víða hefur farið svo, að menntamenn hafa orðið allt of margir á vissum sviðum og þjóðíélagið ekki haft rúm fyrir þá. Til dæmis eru um 50 þúsund atvinnuiausir verk- fræðingar í Indlandi, landi sem vissufega þarínast verkiegra framkvæmda. í Bandarikjunum, hefur þessi þróun tekið þá stefnu, að of- framleiðsla er á kennurum og mönnum með doktorsgráðu í visindafögum. Orsök þessa er að nokkru leiti sá mikli áróður fyrir vísindamenntun, sem hófst í Bandarikjunum eftir fyrstu geimskot Russa fyrir 14 árum. Þá drógu margir þá á- lyktun, að tæknimenntun í Bandaríkjunum heiði dregizt aítur úr Rússum, og væri því um að kenna, að Rússar voru fyrstir út í geiminn. Aukningin á útskrifuðum doktorum hefur verið gífurleg og sjáanlegt að hún muni halda áfram. Á árunum 1960-64 voru útskrifaðir 59.300 doktorar í Bandaríkjunum, 1965-69 voru þeir 104.500 eða nálægt helm- ingi fleiri. Talið er að þeir verði 157.600 á árunum 1970-74 og að þeir verði um 204 þúsund á árunum 1975-79. Hér á landi hefur orðið of- framleiðsla á vissum sviðum menntunar. Nú eru t.d. til mun fleiri barnakennarar en geta fengið vinnu. Offramleiðsla hef- ur lengi verið á lögfræðingum, með þeim árangri að lögfræði- menntun hefur verið talin full- gild til næstum hvers sem er. Nú eru um 120 manns í hinni nýju þjóðfélagsfræðideild Há- skóla Islands, þar af nærri 'hundrað á fyrsta ári. Þó að ein- hverjir falli úr virðist auðsætt að ekki fái þeir allir vinnu á sínu sviði, ekki sízt þar sem deildin kennir ekki félagsráð- gjöfum (social workers), sem mikil þörf er þó fyrir. Þá má GREINAR OG VIÐTÖL Alifuglabúið FJÖREGG Selur Lifandi hænuunga á mismunandi aldri Kjötkfuklinga Grillkjúklinga Alihænsn Hótelkjúklinga Kjúklingabringur Kjúklingalæri ______Egg fjR" ALIFUGLABÚIÐ FJÖREGG argus

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.