Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Page 6

Frjáls verslun - 01.06.1971, Page 6
6 FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 ÍSLAIMD Efnahagsmál Hvítbókin kom loksins - á ensku The Economy of ICELAND Síðan í desember hefur verið dreift af hálfu íslenzka ríkisins „hvítbók" um efnahagsmál og ýmis önnur þjóðfélagsmál, í samanteknu og handhægu formi — en á ensku. Bók þessi, sem reyndar er aðeins 20 blað- síðna ritlingur, geymir alls kon- ar upplýsingar, sem íslendinga skortir almennt í aðgengilegri framsetningu, og enda þótt þessi enski texti sé hvergi nærri tæmandi, myndi hann þó án nokkurs vafa varpa nýju ljósi á margt í augum íslenzku þjóðarinnar, væri hann þýdd- ur á okkar eigin tungu og dreift um landið. Það er stórmikið undrunarefni, að ríkisvaldið skuli ekki hafa veitt þjóðinni þennan fróðleik, og lagt þann- ig traustari grundvöll að mati hennar á málefnunum t.d. fyrir nýafstaðnar kosningar, hvað sem annars er um þær að segja. „Hvítbókin" var gefin út í desember 1970 í tengslum við lánsútboð ríkisins á alþjóðleg- um peningamarkaði, samin af Seðlabankanum. Inngangur er stutt kynning á landi og þjóð, stjórnarháttum, stjórn og hlutdeild í alþjóðlegu starfi. Síðan er fjallað um efna- hagsmálin lið fyrir lið, og fylgja textanum margar töflur, sem veita mikla yfirsýn yfir þróun og stöðu mála. Þessi opinbera „hítbók“ á er- indi til íslendinga — á íslenzku að sjálfsögðu. Sérfræðingariiir eru vafalaust saddir af upplýs- ingum, þótt enn sé talið að víða skorti þar á, en atvinnurek- endur og launþegar, fólkið í landinu, sem tekur með einum eða öðrum hætti beinan og ó- beinan þátt í ákvörðunum og er hinn almenni gerandi og þol- ÉREYTINGAR 1 ÚTFLUTNINGI . OG ÞJOÐARFRAMLEIÐSLU SamanburSur viS nokkur lönd 1961 1962 1963 19(4 19(5 1966 19(1 19(1 1969 Þetta eru fróðlegar töflur úr síðustu OECD-skýrsIu um efnahagsmál íslands. VIÐSKIPTAKJÖR 1960=100

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.