Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 15
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 15 jJTLÖMÐ Skipasmíðar Eiga Evrópubúar að smíða skip? Ástandið í skipasmíðum í Evrópu er vægast sagt bágbor- ið og fæstar evrópskar skipa- smíðastöðvar eru reknar með hagnaði. Algengari eru fregn- irnar af bví, að ríkisst.iórnir hinna ýmsu landa í V-Evrópu hafi orðið að koma stórum skipasmíðastöðvum til hjálpar, með stórum fjárframlögum til að bjarga þeim frá gjaldþroti. Sem dæmi má nefna Burmeist- er & Wain í Danmörku, Göta- verken í Svíþjóð og Upper Clyde Shipbuilders í Bretlandi. Engin ríkisstjórn hefur hingað til haft kjark til að láta stóra skipasmíðastöð loka. í V-Þýzka- landi hefur stjórnin falið sér- fræðingum að kanna hvort grundvöllur sé yfirleitt fyrir skipasmíðar þar í landi. en fæstir eru trúaðir á að ráðstaf- anir verði gerðar, þó að svarið verði neikvætt Sérfræðingar telja að eina leiðin fyrir Evrópumenn, eigi þeir að geta orðið samkeppms- færir við Janani, sé að fækka skipasmiðastöðvum, en jafn- framt stækka þær sem eftir verða. Þó þarf ekki að vera. að slíkar ráðstafanir reynist nægi- legar, því að hinar fjölmörgu björgunarráðstafanir hins op- inbera, virðast hafa fullvissað verkamenn um að þeir geti gert hvaða kaupkröfur sem er. skattborgarinn muni ganga að þeim, í gervi hins opinbera. Verkamennirnir láta viðvaran- ir hins opinbera sem vind um eyrun þjóta, því að það hefur sýnt sig að hótanirnar eru að- eins orðin tóm. Sem dæmi má nefna að 50 milljónir ster- lingspunda, sem brezka stjórn- in afhenti skipaiðnaðinum og átti að nota til endurskipulagn- ingar hafa hreinlega farið í ekki neitt og flestar skipa- smíðastöðvarnar í landinu eru reknar með gífurlegu tapi, sem ekki fæst gefið upp. Grundvallarmunur er á stjórnun skipasmíðastöðva í Evrópu og Japan. Evrópumenn segja að skipasmíðar krefjist óeðlilega mikils vinnuafls og að möguleikar á vinnuhagræðingu og sparnaði vinnuafls séu mjög litlir. Japanir eru alger- lega á öndverðum meiði hér og segja, að einmitt sú staðreynd, að skipasmíðar krefjist mikils vinnuafls, opni stórkostlega möguleika á að auka framleiðn- ina. Eitt dæmi er nefnt í þessu sambandi og það er að brezka skipasmiðastöðin Hariand and Woolf þarf 70-80 vinnustundir til að smiða eina lest af skipi, en sænskar og japanskar skipa- smíðastöðvar þurfa aðeins 20-30. Skipasmíðastöðvarnar, sem eru á sama báti og Harland, halda því fram, að Japanir hafi náð sínum stórkostlega árangri ein- göngu vegna mikilla fjárfram- laga hins opinbera. En hvernig stendur þá á því, að í sænsk- um skipasmíðastöðvum, sem greiða tvisvar sinnum hærri laun, en Bretar og eru afkasta- mestar ásamt Japönum, er svo til ekkert opinbert fjármagn í rekstrinum? Þessu hafa Bretar ekki enn getað svarað. Einn stærsti fjöturinn um fót skipasmíða, er sá, að hér er um byggingariðnað að ræða fremur en framleiðsluiðnað og þess vegna fer allt að helmingur vinnustunda í að flytja menn úr einum stað til annars, án þess að nokkur afköst séu innt af hendi. Ef stjórnendur skipa- smíðastöðvanna kynnu betur til verka, væri hægt að útrýma slíku afkastaleysi, með litlum tilkostnaði. Stjórnendur evrópskra skipa- smíðastöðva kenna miklum, ó- væntum launahækkunum um erfiðleika sína í dag. Laun hafa hækkað að meðaltali um 10% á ári og aðrar kostnaðarhliðar hafa einnig hækkað mjög mik- ið. Það kemur stöðvunum nú í koll, að fyrir nokkrum árum, er samningar voru gerðir um nýsmíðar, var í smíðaverðinu aðeins gert ráð fyrir 3-4% verð- bólgu. Það var vitað, að að því kæmi, að þessir samningar myndu koma stöðvunum í koll. Á síðustu árum síðasta áratugs, gerðu skipasmíðastöðvarnar samninga um ákveðið verð, vegna þess að þær óttuðust að verkefnum mundi fækka og minna yrði að gera. Þessir samningar gerðu ástandið enn alvarlegra. Nú reyna stöðvarn- ar að telja sér trú um að þær hafi leyst vandræðin, með því Um áramótin námu skipapantanir hjá sænskum skipasmíðastöðvum 1.550.000.000 dollurum. Mynd in er frá Eriksberg í Gautaborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.