Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.06.1971, Qupperneq 17
FHJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 ÚTLÖND 17 Frá einni af stærstu skipasmíðastöðvum Japana. 28 milljónir lesta, til að full- nægja flutningaþörf japönsku útflutnings- og innflutnings- verzlunarinnar. Þessar smíðar eru að mestu fjármagnaðar af japanska þróunarbankanum, en einn af ráðamönnum hans lét þau orð falla nýlega, að hækk- anir síðustu ára gerðu það að verkum, að bankinn mundi vart hafa nokkuð fé afgangs fyi’ir aðrar iðngreinar, ef hann héldi áfram að fjármagna skipasmíð- ar á sama hátt og undanfarið. Bankinn fjármagnar margt annað, auk skipasmíða. Skipastóll Japana er nú sá stærsti í heiminum fyrir utan skipastólinn, sem siglir undir fána Líberíu, og nauðsynlegt er að tvöfalda hann fyrir árið 1975. til að fullnægja flutninga- þörf landsins. Eins og nú horfir er allt útlit fyrir að Japanir verði að slaka á hinum ströngu bönnum við notkun erlendra skipa til flutninga. Slíkt mundi hafa alvarlegar afleiðingar fyr- ir allan skipasmíðaiðnaðinn. Japanir hafa undanfarna mán- uði undirboðið flutningamark- aðinn, til að knýja fram lækk- un á flutningsgjöldum, en það er ólíklegt að þeir geti haldið því áfram mikið lengur. París IUagasinin að verða ufangátta í miðri miðborg- arösinni Enda þótt verzlunargluggar í París séu sneisafullir af glæsi- legum varningi, og viðskiptin séu almennt fjörug í þessari glaðværu heimsborg, eru stjórnendur gömlu, frægu magasínanna, Galéries Lafa- yette og Au Printemps þar á meðal. heldur hnuggnir og áhyggjufullir. Jafnvel síðasti jólamánuður brást. Og við- skiptavinirnir eru almennt að hverfa frá þeim. Síðustu miss- erin hafa magasínin verið rek- in með stórtapi. Ein af meginástæðum fyrir þessari þróun er hnignandi álit magasínanna sjálfra. Viðskipta- vinir kvart undan staðnaðri og ópersónulegri þjónustu. og erfiðleikum við að komast í magasínin og úr þeim, en t. d. hefur ekkert magasínanna dyraverði til að ná í leigubíla. Galéries Lafayette lét nýlega gera neðanjarðarbílastæði fyrir viðskiptavini, en þar sem það er í miðborginni, er það iðu- lega upptekið af öðrum. Fleiri og fleiri verzla ýmist í sínum eigin hverfum eða aka út fyr- ir borgina í hina ársgömlu verzlunarmiðstöð, Parly-2, þar sem allir frá Prisunic til Dior eru undir sama þaki. Ellegar þeir fara í einhvern hinna nýju risamarkaða í úthverfum Par- ísar, þar sem allt er á einni hæð og ekki þarf að borga nema á einum stað allt sem keypt er. Viðskiptavinirnir forðast miðborgina og ösina og allt það erfiði, sem henni fylg- ir. en velja þess í stað jafn- vel mun fjarlægari vei’zlanir, þar sem umfei’ðin er hins vegar greiðari og þjónustan betri. Önnur ástæða fyrir tapi magasínanna, er hækkun launa- kostnaðar síðustu ár, og of mik- ill launakostnaður samanborið við önnur verzlunarform. For- seti Bazar de l’Hotel de Ville sagði nýlega, að hlutfall launa- kostnaðar í rekstrinum hefði hækkað úr 12.6% í 15.5% á tveim árum. Launkostnaður er hins vegar nálægt 10% í öðrum verzlunum og aðeins 6.5% í risaverzlununum. Sviss Plastúr fyrir þróunar þjóðirn- ar Á þessu ári er áætlað að fi-amleidd verði um 170 milljón- ir úra í heiminum. Af þessum fjölda framleiða Svisslending- ar um 40%, en hlutur þeirra hefur farið og fer minnkandi í hlutfalii við vöxt úriðnaðar ins í Bandaríkjunum. Japan og Sovétríkjunum, því að Sviss- lendinear flytja nær alla sína framleiðslu út. Svisslendingar hafa löngum yppt öxium við öllum nvjungum, sem þeir yfir- leitt töldu hreinan óþarfa. En þegar Bandaríkiamenn settu á mai’kaðinn úrið með stilligaffl- inum fyrir 6 árum, tóku Sviss- lendingar við sér. Á þessum tíma hafa tilraunastöðvar í Sviss sent frá sér 10 nýjar gerðir rafeindaúra, sem eru svo nákvæm, að aðeins skakkar um 60 sekúndur, fram og til baka á ári. Gallinn við þessar teg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.