Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 19

Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 19
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 ÚTLÖND 19 undir er sá, að verðið er 10 sinnum hærra en á venjulegum úrum, eða um 22 þúsund ís- lenzkar krónur og helmingi hærra en á úrum með stilli- gafflinum. Úrsmiðir eru sammála um að venjulegt traust og ódýrt úr sé það sem mesta framtíð eigi fyrir sér, einkum til að selja millj. Afríku- og Asíubúa, sem enn hafa ekki eignazt arm- bandsúr. Hér eru mestar vonir bundnar við plastúr. sem ný- lega kom á markaðinn á meg- inlandi Evrópu. Plast er auð- veldara í mótun en venjuleg- ir málmar og því opnast mögu- leikar á að gera framleiðsluna algerlega sjálfvirka, sem er mjög mikilvægt fyrir land eins og Sviss, þar sem mikill skort- ur er á vinnuafli. Helztu erfið- leikarnir við smíði plastúrsins voru að fullvinna nákvæmnis- hlutina, þar sem ekki má skakka meira en 1/100 úr milli- metra. Þetta hefur Svisslend- ingum tekizt og þeir halda því fram, að ending þessara úra sé svipuð og venjulegra úra. Hlut- unum í einu úri hefur verið fækkað úr 96 niður í 52. Eini gallin á gjöf Njarðar er sá, að ef úrið bilar, er ekki hægt að gera við það. því að gangverk- ið er innsiglað við framleiðsi- una og engar skrúfur eru í verkinu. Bretland Borga fyrir for- tíðina Brezka ríkisstjórnin ákvað á síðasta hausti að afla nýrra tekna að upphæð 1 milljón punda, með því að innheimta inngangseyri í opinberum söfn- um. Þessi ákvörðun olli úlfa- þyt, ekki sízt hjá þeim, sem í söfnunum vinna. En listaráð- herran, Lord Eccles, hélt ó- trauður sínu striki. og lét þó í það skína. að auknu fé yrði varið til byggingarfram- kvæmda við söfnin. ferðainenn. Sé inngangseyrir í söfnin tal- inn réttlætanlegur, virðist gjaldskráin í meginatriðum réttlát. Börn eiga að greiða sem svarar um 11 krónum alla árstima. en fullorðnir helmingi meira, nema júlí og ágúst. Þá mánuði, þegar ferðamanna- straumurinn er mestur, verða fullorðnir að greiða tvöfalt venjulegt gjald. En gert er ráð fyrir að þessa tvo mánuði fá- ist um fjórðungur ársteknanna, sem ætlunin er að afla með þessum hætti. Það er þó fund- ið að gjaldskránni, að ekkert tillit er tekið til aldraðra, fræði- manna, stúdenta og skólanem- enda, eins og í gjaldskrám t. d. kvikmyndahúsa og bóka- safna. Byggingaráætlun safnanna er ásteitingarsteinn forstjór- anna. en það er ekkert nýtt. 1964 hófst framkvæmd 12 ára bygingaráætlunar með 4.5 milljóna punda framlagi, og framlagið var hækkað um helming 1968. Nú á að bæta við 3.5 milljónum punda, þannig að heildaruppphæðin verður 12.5 milljónir punda á tímabili byggingaráætlunarinnar. En forstjórarnir eru ekki ánægðir. Margt verður að bíða. Héraða- og borgasöfn falla utan þessa ramma. Þau eru hins vegar líkt á vegi stödd og söfn ríkisins, fjárhagslega. Þessi söfn eru 400 talsins, og af þeim innheimtir nú 51 inn- gangseyri, Lord Eccles myndi að líkindum ákveða að hin 349 tækju þann sið upp einnig, ef hann réði þar málum. Safnamál Bretlands eru talin þurfa endurskoðunar við, í heild. Tillögur eru uppi um að koma á heildarskipulagi, þar sem t. d. 12 stór söfn myndi miðstöðvar. líkt og læknamið- stöðvar, og miðli síðan til smærri safnanna sýningum og sérfræðikunnáttu m. a. Bandaríkin Viija auka ferða- lög Skandinava til Banda- ríkjanna Fyrir skömmu voru ýmsir framámenn í ferðamálum Bandaríkjanna á ferð um Skandinavíu, og kynntu sér möguleika á því, að auka ferða- lög Skandinava til Bandaríkj- anna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að flugferðirnar væru of dýrar fyrir almenna ferðamenn, og tilkynntu í fram- haldi af því, að þeir myndu beita sér fyrir hagkvæmari flugferðum á milli í náinni framtíð, þá að sjálfsögðu í skipulegum hópferðum. Töldu þeir auðið, að bjóða innan 5 ára 7-10 daga ferðir til Banda- ríkjanna frá Kaupmannahöfn fyrir 12-18 þúsund krónur, eða 1800 ísl. kr. á dag. Á síðasta ári komu 74.650 skandinavískir ferðamenn til Bandaríkjanna, flestir frá Sví- þjóð, 48%, frá Noregi 28% og frá Danmörku 25%. Bandaríkin ICúaleigur og járnbrautaleigur Viljið þér taka kú á leigu? Ef ekki, kannski má bjóða yð- ur járnbrautarlest á leigu? Bandaríkin eru áreiðanlega eina landið í heiminum, þar sem kúabóndi getur fengið leigða mjólkurkú, eða útflutn- ingsfyrirtæki getur fengið 115 vagna lest til að flytja fram- leiðsluna til hafnarborgarinnar til útflutnings. Kúaleigan, sem byrjað var á fyrir nokkrum árum nýtur sívaxandi vinsælda, og nú er farið að leigja einnig alinaut og svín. John Darcy í Water- town í Wisconsin er stærsti kúaleiguaðilinn í því fylki. Hann leigir nú út um 250 mjólkurkýr og getur ekki ann- að eftirspurn. Viðskiptavinir hans eru mjólkurbændur, sem vilja auka við sig, en hafa ekki efni á að kaupa fleiri kýr, vegna þess að þeir þurfa að nota fjármagnið til annarra framkvæmda. Kýrnar eru leigðar til eins árs í senn og er leigan. sem er um 10 þúsund íslenzkar krón- ur, greidd fyrirfram. Skv. samningnum fær bóndinn alla mjólkina úr kúnni. svo og kálfa, sem hún ber. Leigjand- inn verður að greiða allan kostnað við eldi kýrinnar og hann ber ábyrgð á heilsu henn-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.