Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 25

Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 25
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 25 Húsnæði handa öllum! Fyrir hálfa aðra milljón handa sumum, fyrir fimm milljónir handa öðrum. En hverju skiptir það, ef hver borgar sitt? Eða eiga e. t. v. allir að borga fyrir alla? Húsnæðismál IVIý viðhorf í fjármögnun íhúða- bygginga eru að skapast Samið við lífeyrissjóði. íslendingar verja tiltölulega meiru en aðrar þjóðir til íbúða- bygginga. Hlutfallslega fleiri búa_ í íbúð, sem þeir eiga sjálf- ir. í stað þess, að erlendis má yfirleitt gera ráð fyrir því, að verkafólk búi í leiguhúsnæði, búa langflestir hérlendis í íbúð, sem þeir sjálfir eiga — í skuld. Ástandið hefur batnað á und- anförnum árum. Stærstan þátt í því á hin víðtæka starfsemi Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins og Byggingarsjóðs ríkisins í tengslum við Veðdeild Lands- bankans. Hin almennu lán nema 600 þúsund krónum á í- búð fyrir árin 1971-72. Auk þess eiga sífellt fleiri kost á Íánum úr lífeyrissjóðum, bæði beint frá sjóðunum eða óbeint vegna samkomulags um kaup lífeyrissjóðanna á bankavaxta- bréfum Veðdeildar. Eðlilega vildu lífeyrissjóðirnir mega ráðstafa fjármunum sínum að eigin mati. Þess vegna mót- mæltu þeir nær allir því á- kvæði í stjórnarfrumvarpinu um 'húsnæðismál í fyrra, sem skuldbatt sjóðina til að kaupa þessi bréf fyrir fjórðung af ár- Íegu ráðstöfunarfé sínu. Lífeyr- issjóðunum tókst að fá þetta á- kvæði tekið út úr frumvarpinu. áður en það var samþykkt. í stað þess samdist um, að sjóð- irnir keyptu bankavaxtabréf fyrir 90 millj. króna á árinu. Þessar deilur hafa staðið lengi. Árið 1964 var reynt að fá fram slíka kaupskyldu. Segja má, að það skipti ekki öllu, hvort það sé Húsnæðis- málastofnunin eða lífeyrissjóð- ir. sem ráðstafi þessum fjár- munum. Mestur hluti fjár- magns lífeyrissjóða hafi hvort sem er farið til íbúðabygginga. Því hefur þó verið haldið fram, að sumt af fjármunum sjóð- anna nýttist ekki nægilega vel til íbúðabygginga, og fyrir kæmi, að sjóðfélagar verðu fénu, sem þeir fá til íbúða, til að kaupa sér bíl í staðinn o. s. frv. Þessi gagnrýni beinist að því, að sjóðfélagar, sem eigi íbúð fyrir, taki lán hjá sjóðun- um og verji því til annars, þannig að það nýtist ekki til aukinna íbúðabygginga. Eðli- legast er að valdboð ríkisins sé sem minnst og sjóðirnir fjalli sjálfir um þessi mál. En fjár- þörf Byggingarsjóðs ríkisins hefur verið slík, að stjórnmála- mönnum þótti þessi leið nauð- synleg, þótt sem betur fer tæk- ist að fara samningaleiðina um síðir. Sanieina hin félagslegu og einstaklingshundnu viðhorf. Nú er tímabil lífeyrissjóða, sem spretta upp í séttarfélög- um hvarvetna, auk opinberra aðgerða til að stofna fleiri. Líf- eyrissjóðirnir hafa átt mjög vaxandi hlutdeild í fjármögn- un íbúðabygginga. Árið 1962 var hlutur þeirra 13,6% af fjármunamyndun í íbúðabygg- ingum, en mun nú nær 20%, þótt endanlegar tölur séu ekki til fyrir 1970. Er hátt í það, að 10% af þjóðartekjunum renni til lífeyrissjóða. og þeir hafa því mikið bolmagn og það fer vaxandi. Lífeyrissjóðir sameina hin fé- lagslegu og hin einstaklings- bundnu viðhorf. Það form er á margan hátt æskilegra, innan á- kveðins ramma, en opinber for- sjá. Þó mun langt í land, að af raunsæi sé unnt að gera ráð fyrir, að húsnæðismálastjórn ríkisins, af einhverju tagi, hverfi úr sögunni. Fjármunamyndun í íbúða- byggingum nam árið 1960 577,9 milljónum. Raunveruleg fjármyndamyndun (á föstu verðlagi) jókst um nálægt 40 af hundraði frá 1960-68. Hún minnkaði síðan á föstu verði um yfir 20% frá 1968 til 1970 og nam í fyrra 2.115 milljónum króna, sem svarar til 616 milljóna á verðlagi ársins 1960. Hlutur Byggingarsjóðs ríkisins og Veðdeildar Landsb. íslands var hverfandi lítill fram til ár- anna 1964-65. Hlutdeild þessar- ar fjármögnunar var aðeins 11-14% 1962-63. Hún var orðin 20.7% 1967 og nærri 27% ár- ið 1970. enda hefur skyldu- sparnaður verið aukinn veru- lega á tímabilinu. Verðbólguarðsenii. Hlutur eigin fjár hefur jafn- an verið mikill við íbúðabygg- ingar hérlendis. Ein orsök þess er sú. að valkostir sparifjáreig- enda eru hér takmarkaðri en

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.