Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.06.1971, Qupperneq 27
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 víðast hvar. Verðbólgan hefur einnig gert íbúðabyggingar af- ar hagkvæma tegund fjárfest- ingar frá sjónarmiði einstakl- ingsins. Feikimikill hluti þess- ara eigin framlaga húsbyggj- enda er í formi vinnu. Það er svo önnur spurnjng, hversu mikið af áhuga íslendingsins á að eignast eigin íbúð er „þjóðareinkenni* og ’hversu mikið af áhuganum er í raun- inni sprottið af arðsemi þess- arar tegundar fjárfestingar. Hins vegar hefur hlutur eigin framlaga farið minnkandi eft- ir því sem Húsnæðismálastofn- un og lífeyrissjóðir hafa eflzt. Hlutur eigin fjár og „ýmissa einkalána“, sem erfitt er að mæla, hefur verið um 50%. Það er af eðlilegum ástæð- um, að hlutdeild banka og sparisjóða almennt hefur minnkað. Húsnæðismálastofn- un og lífeyrissjóðir hafa tekið við þessu hlutverki að veru- legu leyti. Hlutdeild banka og spari- sjóða var árið 1962 um 12% i fjármögnun íbúðabygginga en var um 8% árið 1968. Loks gegnir Stofnlánadeild landbúnaðarins því hlutverki að veita lán til íbúðabygginga í sveitum. Hlutdeild þessara lánveitinga af fjármögnuninni hefur verið um og yfir 1%. Lán úr lífeyrissjóðum ekki dregin frá Frá sjónarmiði byggjenda er ein hin mikilvægasta breyting, sem gerð hefur verið í seinni tíð á kjörum þeirra sú, að nú eru lán úr lífeyrissjóðum ekki að minnsta kosti um sinn og vonandi framvegis „dregin frá“ hámarkslánum frá Húsnæðis- málastofnun. Stefnan hafði verið sú, að lán frá Húsnæðis- málastofnun skyldu vera því minni, sem byggjandi hafði fengið hærri lán úr lífeyrissjóði sínum. Þótt vafasamt sé, að hve miklu leyti nokkurn tíma var unnt að framfylgja slíkum á- kvæðum, þá er hér um veru- lega bót að ræða. Breytingin var hluti af samkomulagi stjórnvalda og lífeyrissjóðanna í fyrra. í reglugerð húsnæðis- málastjórnar er þetta orðað þannig: „Við mat á lánsmögu- leikum umsækjenda skal þó ekki í þessu sambandi taka til- lit til lána úr þeim lífeyrissjóð- um og eftirlaunasjóðum, sem árlega verja ákveðnum hluta ráðstöfunarfjár síns til kaupa á GREINAR OG VIÐTÖL skuldabréfum Byggingarsjóðs ríkisins eftir nánara samkomu- lagi við húsnæðismálastjórn.“ ,,Verkalýðslánin“ afnumin. Með lögum, sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra, var framlag ríkissjóðs til Bygging- arsjóðs hækkað úr 40 milljón- um í 75 milljónir á ári. Hin gömlu byggingarfélög verka- manna voru felld niður sem framkvæmdaaðili. Stjórn Byggingarsjóðs verkamanna var falin húsnæðismálastjórn, sem því annast úthlutun lána bæði úr Byggingarsjóði ríkis- ins og Byggingarsjóði verka- manna. Stjórnir verkamannabústaða í einstökum sveitarfélögum eru kosnar af sveitarfélögum, hús- næðismálastjórn og verkalýðs- félögum á staðnum. Hlutverk þeirra er að rannsaka þörfina fyrir verkamannabústaði í sveitarfélaginu og gangast fyr- ir byggingum eftir þörfum. Hin sérstöku ,,verkalýðslán“ húsnæðismálastjórnar voru af- numin. Þessi viðbót til félaga í verkalýðsfélögum hafði num- ið 75 þúsund krónum. Ástæðan fyrir niðurfellingu þessara við- bótarlána er. að lífeyrissjóðir verkalýðsfélaga hafa eflzt og geta nú færzt meira í fang en áður var. Nú er á valdi sérhvers sveit- arfélags. hvort það lætur byggja verkamannabústaði. Hvert sveitarfélag ákveður framlag sveitarfélags til Bygg- ingarsjóðs verkamanna, sem miða skal við íbúatölu þétt- býlisstaða og ekki vera lægra en 200 krónur á íbúa á ári. Ríkissjóður gredðir jafnt á móti. Lán til verkamannabústaða eru tvö. í fyrsta lagi venjuleg lán úr Byggingarsjóði ríkisins og í öðru lagi lán úr Byggingar- sjóði verkamanna til 42ja ára með 2% ársvöxtum. Samanlagt nema þessi lán 80% af bygg- ingarkostnaði verkamannabú- staða. 50 milljónir til eldra húsnæðis. Áætlanir um byggingaþörf á þessum áratug sýna, að ætla má, að ekki þurfi að byggja miklu fleiri íbúðir árlega en verið hefur undanfarin ár. Með vaxandi þjóðartekjum og sjálfkrafa vexti skyldusparnað- ar, og því, að afborganir og vextir af fyrri lánum streyma með vaxandi þunga kerfisins, ætti að létta nokkuð á Húsnæð- ismálastofnuninni, einkum með 27 vexti lífeyrissjóðanna. sem munu taka að sér sífellt stærri hlut af fjármögnuninni. Það er ef til vill í Ijósi þess. að stofn- unin hefur lagt inn á nokkuð nýjar brautir. Ber þar að nefna, að með lögunum frá í fyrra varð sú stefnubreyting, að ákveðið var að verja mætti nokkru fé til lánveitinga til kaupa á eldra húsnæði. Þessi lán mega í ár fara upp í 50 milljónir samtals, en 30 milljónir hafa runnið til þess á síðasta ári. Skortur á þessum lánum hefur verið mik- ill ljóður á kerfinu. Núverandi fjárhæð til þess þess er 'hvergi nærri nægileg. Vegna skorts á lánum til kaupa á eldra hús- næði munu margir hafa neyðzt til að byggja nýtt í stað þess að kaupa ódýrari og jafn hag- kvæmar eldri íbúðir. Mikil rýmkun lánveitinga til byggingar leiguhúsnæðis. Mikilvægt atriði nýju lag- anna var rýmkun á ákvæðum um heimild til lánveitinga til byggingar leiguhúsnæðis. Áð- ur mátti aðeins veita slík lán sveitarfélögum og Öryrkja- bandalagi íslands og elliheimil- um. Nú má veita slík lán hverj- um sem er eftir nánari reglum. Þessi breyting er mjög til bóta, en til þessa hafa slíkar lán- veitingar þó verið hverfandi. Enn hefur meginþorri þessara lánveitinga runnið til bygging- ar húsnæðis Öryrkjabandalags- ins. Hversu algengt sem það er hérlendis, að menn búi í eigin íbúð, er að sjálfsögðu mikill fjöldi, sem enn býr í leiguhús- næði og mun alltaf verða. Hlutverki lánakerfisins er ekki fullnægt. nema þessu sviði sé sinnt. Spurning um „þjóðnýtingu" eða einkaframtak. í sambandi við Breiðholts- framkvæmdir og síðan hefur stefna hins opinbera sætt gagn- rýni, einkum frá byggingar- meisturum. Byggingarmeistar- ar hafa haldið því fram, að hið opinber skerti hlut þeirra, jafnvel svo, að jaðraði við „þjóð nýtingu“ íbúðalána. Þótt ekki verði farið náið út í það hér, er rétt að benda á, að mikil- væg stefnubreyting kann að felast í endurbótum á ákvæð- um um framkvæmdalán hús- næðismálastjórnar. Þessi þátt- ur hefur hlotið traustari grund- völl en fyrr. ef stjórnvöld vilja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.