Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Page 30

Frjáls verslun - 01.06.1971, Page 30
GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 30 Byggingariðnaður og mannvirkjagerð „Hagkvæmar framkvæmdir byggjast umf ram ailt á nægu f jár- magni og réttri beitingu þess“ FV ræðir við Árna Árnason forstjóra á Akureyri. Þegar komið er til Akureyr- ar, vekur það það gjarnan at- hygli þeirra, sem um það hugsa á annað borð, að þar eru til- tölulega fá fjölbýlishús. Þau eru þó nokkur, og nú má búast við að þeim fjölgi örar en und- anfarið, því mikill skortur er á íbúðum þar nyðra. En flest þeirra fjölbýlishúsa, sem nú þegar eru risin á Akureyri, hefur einn og sami aðilinn byggt, Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. Bygg- ingarfélag verkamanna hefur þó byggt tvö fjölbýlishús, Ak- ureyrarbær eitt, og nú er fyr- irtækið Aðalgeir og Viðar h.f. að byggja eitt. BTB er hins vegar að byggja 5. fjölbýlis- húsið og byrjar á því 6. innan tíðar. Norðurverk h.f. er annar handleggur, en það fyrirtæki hefur oft og iðulega verið í fréttum síðustu misseri, ekki sízt eftir að Laxárvirkjun fól fyrirtækinu að reisa Gljúfur- versvirkjun, sem heitir það víst að vísu ekki lengur. Þetta verk- takafyrirtæki hefur fengizt við ýmislegt annað á stuttri ævi, og er það orðið allöflugt, en það er jafnframt eina stóra verktakafyrirtækið norðan fjalla. Við stjórnvöl beggja þessara fyrirtækja stendur Arni Árna- son forstjóri á Akureyri, einn í BTB en ásamt fleirum í Norð- urverki h.f., þar sem hann er stjórnarformaður. Það lætur að líkum, að Árni er einn af helztu athafnamönnum á Akureyri. Ærnar ástæður lágu því til, að FV brá sér á hans fund,heim- sótti Árna á skrifstofu hans í borg norðursins, og spjallaði við hann um nefnd fyrirtæki, verkefni þeirra og sitthvað fleira af sama toga eða náskylt. BTB. FV: Ef við snúum okkur fyrst að BTB, það fyrirtæki á orðið nokkuð langan kapítula í sögu^ Akureyrar. ÁÁ: Já, það er rétt, Tómas Björnsson stofnaði BTB 1924 og rak fyrirtækið til 1958, þegar ég tók við. Það kvað oft tals- vert að þessu fyrirtæki, og það hefur staðið af sér harða sam- keppni oft á tíðum. BTB hef- ur frá upphafi verið alhliða byggingavöruverzlun, en um árabil hefur megináherzlan ver- ið lögð á sölu grófari bygging- arvara og efnis, og síðustu árin jafnframt hvers konar innrétt- ingaefnis. FV: En nú hefur BTB í seinni tíð verið meira en bygginga- vöruverzlun, þið 'hafið byggt sjálfir. ÁÁ: Sá þáttur starfseminnar hófst 1964. Þá hófum við bygg- ingu fjölbýlishúsa og erum nú að ljúka við 5. húsið. Það munu vera um 120 íbúðir, sem við höfum byggt, þegar því húsi lýkur, eða 25-30%af öllum íbúð- um, sem byggðar hafa verið hér á Akureyri þessi ár. Ætl- unin var raunar að byggja a. m. k. eitt hús á ári, en það hefur ekki staðizt, þar sem fjármagn til framkvæmdanna hefur ekki fengizt nema heldur óreglulega og oft æði seint. Það má segja, að í rauninni hafi bjartsýnin fleytt þessari starfsemi löng tímabil, og ekk- ert nema hún standi á bak við það, að við höldum enn áfram. Við erum ennþá bjartsýnir og byrjum á 6. fjölbýlishúsinu í sumar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.