Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.06.1971, Qupperneq 30
GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 30 Byggingariðnaður og mannvirkjagerð „Hagkvæmar framkvæmdir byggjast umf ram ailt á nægu f jár- magni og réttri beitingu þess“ FV ræðir við Árna Árnason forstjóra á Akureyri. Þegar komið er til Akureyr- ar, vekur það það gjarnan at- hygli þeirra, sem um það hugsa á annað borð, að þar eru til- tölulega fá fjölbýlishús. Þau eru þó nokkur, og nú má búast við að þeim fjölgi örar en und- anfarið, því mikill skortur er á íbúðum þar nyðra. En flest þeirra fjölbýlishúsa, sem nú þegar eru risin á Akureyri, hefur einn og sami aðilinn byggt, Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. Bygg- ingarfélag verkamanna hefur þó byggt tvö fjölbýlishús, Ak- ureyrarbær eitt, og nú er fyr- irtækið Aðalgeir og Viðar h.f. að byggja eitt. BTB er hins vegar að byggja 5. fjölbýlis- húsið og byrjar á því 6. innan tíðar. Norðurverk h.f. er annar handleggur, en það fyrirtæki hefur oft og iðulega verið í fréttum síðustu misseri, ekki sízt eftir að Laxárvirkjun fól fyrirtækinu að reisa Gljúfur- versvirkjun, sem heitir það víst að vísu ekki lengur. Þetta verk- takafyrirtæki hefur fengizt við ýmislegt annað á stuttri ævi, og er það orðið allöflugt, en það er jafnframt eina stóra verktakafyrirtækið norðan fjalla. Við stjórnvöl beggja þessara fyrirtækja stendur Arni Árna- son forstjóri á Akureyri, einn í BTB en ásamt fleirum í Norð- urverki h.f., þar sem hann er stjórnarformaður. Það lætur að líkum, að Árni er einn af helztu athafnamönnum á Akureyri. Ærnar ástæður lágu því til, að FV brá sér á hans fund,heim- sótti Árna á skrifstofu hans í borg norðursins, og spjallaði við hann um nefnd fyrirtæki, verkefni þeirra og sitthvað fleira af sama toga eða náskylt. BTB. FV: Ef við snúum okkur fyrst að BTB, það fyrirtæki á orðið nokkuð langan kapítula í sögu^ Akureyrar. ÁÁ: Já, það er rétt, Tómas Björnsson stofnaði BTB 1924 og rak fyrirtækið til 1958, þegar ég tók við. Það kvað oft tals- vert að þessu fyrirtæki, og það hefur staðið af sér harða sam- keppni oft á tíðum. BTB hef- ur frá upphafi verið alhliða byggingavöruverzlun, en um árabil hefur megináherzlan ver- ið lögð á sölu grófari bygging- arvara og efnis, og síðustu árin jafnframt hvers konar innrétt- ingaefnis. FV: En nú hefur BTB í seinni tíð verið meira en bygginga- vöruverzlun, þið 'hafið byggt sjálfir. ÁÁ: Sá þáttur starfseminnar hófst 1964. Þá hófum við bygg- ingu fjölbýlishúsa og erum nú að ljúka við 5. húsið. Það munu vera um 120 íbúðir, sem við höfum byggt, þegar því húsi lýkur, eða 25-30%af öllum íbúð- um, sem byggðar hafa verið hér á Akureyri þessi ár. Ætl- unin var raunar að byggja a. m. k. eitt hús á ári, en það hefur ekki staðizt, þar sem fjármagn til framkvæmdanna hefur ekki fengizt nema heldur óreglulega og oft æði seint. Það má segja, að í rauninni hafi bjartsýnin fleytt þessari starfsemi löng tímabil, og ekk- ert nema hún standi á bak við það, að við höldum enn áfram. Við erum ennþá bjartsýnir og byrjum á 6. fjölbýlishúsinu í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.