Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 35
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 AGNAR BREIÐFJÖRÐ BLIKKSMÍÐAMEISTARI UM BYGGING ARTÆKNI Erum of íhalds- samir á úreltar aðferðir, tíiria- frekar og dýrar Agnar Breiðfjörð blikksmíða- meistari, sem á Blikksmiðju Breiðfjörðs hf., tók því vel að svara nokkrum spurningum í sambandi við byggingatækni og fleira. Er byggingatækni nægilega sinnt hér á landi? Nei, ekki nægilega. að mínu viti. Of margir sjálfstæðir byggingameistarar miða inn- kaup sín til byggingafram- kvæmda aðeins við eitt hús. Að vísu hafa verið stofnuð byggingafélög á seinustu árum, sem byggja mörg hús og er það vel, þar sem mun betri aðstaða myndast til viðmiðunar við innkaup á hjálpartækjum til notkunar í mörg skipti. Einnig hefur verið unnið að stöðlun í byggingariðnaði og hafin fram- leiðsla á stöðluðum húshlutum, sem lækkað hafa bygginga- kostnað. Auðsætt er að í rétta átt stefnir en við höfum verið og erum ennþá alltof íhalds- samir á úreltar aðferðir, dýr- ar og tímafrekar, svo betur má Framhald á bls. 44. GREINAR OG VIÐTÖL HAUKUR PÉTURSSON BYG GINGAMEISTARI UM B Y GGING ARIÐN AÐINN Eg myndi reka hyggingariðn- aðinn öðruvísi með nóg fjár- magn Er íslenzkur byggingariðnað- ur samkeppnishæfur á alþjóð- legan mælikvarða? Til þess að fá svar við þeirri spurningu snérum við okkur til Hauks Péturssonar bygginga- meistara. Haukur sagði að hann teldi að íslenzkur byggingariðn- aður væri fyllilega sambærileg ur við það sem gerðist erlend- is og hefði verið það síðastliðna áratugi. Hvernig myndir þú reka byggingariðnaðinn. ef þú hefð- ir ákvörðunarvald? Ég myndi ekki gera miklar breytingar frá því sem nú er í húsagerð. Hins vegar myndi ég vissulega reka byggingariðnað- inn öðru vísi en gert er ef ég hefði nægilegt fjármagn. Með nægilegu fjármagni mætti hagræða ýmsu til lækkunar, til dæmis í sambandi ^við vöru- kaup og vinnu. Ég myndi kaupa inn í stærri einingum og semja við innlenda aðila um smíði í stórum stíl. Ég veit af innlendum aðilum, sem hafa Framhald á bls. 45. 35 AÐALSTEINN JÓHANNSSON TÆKNIFRÆÐINGUR UM B YGGIN G AVÖRUVERZLUN Byggingavöru- úrvaSiö er á heimsmæli- kvarða, við kaupum vandað Til þess að fá svar við nokkrum spurningum í sam- bandi við kaup á byggingavör- um snérum við okkur til Aðal- steins Jóhannssonar tæknifræð- ing, sem rekur fyrirtækið A. Jóhannsson og Smith hf. Hvaðan kaupa íslendingar mest af byggingarefni og vör- um? Við kaupum mikið af vörum frá Englandi, Þýzkalandi og Danmörku en frá Austur- Evrópu og Finnlandi fáum við mikið af timbri. Fyrirtæki mitt, sem verzlar með hreinlætis- tæki, pípur. hitatæki, krana og blöndunartæki verzlar mest við þrjú fyrst nefndu löndin og auk þess við Holland. Er úrval hér á alþjóðlegan maelikvarða? Ég tel að úrvalið hér á ís- landi sé fyllilega á heimsmæli- kvarða. Á tímabili voru erfið- leikar á að kaupa bygginga- vörur til landsins og þær vörur sem fengust voru lélegar. Var þetta á meðan viðskiptin Framhald á bls. 45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.