Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Side 54

Frjáls verslun - 01.06.1971, Side 54
54 FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 NÝJA BLIKKSMIÐJAN BÝÐUR.... NÝJA BLIKKSMIÐJAN HF. Ármúla 12, Reykjavík. — Símar 81172 og 81104. ALLS KONAR BLIKKSMÍÐI í SMIÐJU OKKAR. □ Þakrennur, niðurfallspípur, þakrennur, þakgluggar. □ Loftræstikerfi í allar byggingar. □ Steypumót. □ Spíralar, allar lengdir og víddir. □ Hjólbörur 4 stærðir. Q Flutningavagnar, margar gerðir. [J Póstkassar í fjölbýlishús. Rætt við Árna Ámason. Framhald af bls. 33. urn veginn eftir áætlun. Þá má nefna, að við áttum lægsta til- boð í vegarlagningu austur í Berufirði, sem unnið verður við í sumar. En síðastliðinn vetur gerðum við svo einnig veg upp Hlíðarfjall hér fyrir ofan Akureyri, upp í Skíðahót- elið. og er það í fyrsta sinn að slíkur vegur er byggður hér nyðra að vetri til. Það tókst mjög vel. en hefði ekki verið framkvæmanlegt að sumarlagi, nema með mikilli framræslu. Samtals eru unnin eða umsam- in verk Norðurverks h.f. frá upphafi á um 285 milljónir króna. Fyrirtækið hefur skilað fullum afskriftum og greitt 10% arð af hlutafé. GÓÐUR TÆKJAKOSTUR OG FJÖLHÆFNI. FV: Nú eru þetta æði mis- munandi verkefni, er ekki erf- itt að fara úr einu í annað og bæta sífellt við nýrri tegund verkefna? ÁÁ: Jú, vissulega er það svo. En fjöldi og stærð verkefna er innan þeirra takmarka, að litið verður handa hverjum, og þá verður að vinna að fleiru. Þessi margvíslegu verkefni okkar hafa krafizt uppbyggingar á góðum og fjölbreytilegum tækjakosti og það verður ekki annað sagt en að fyrirtækið sé orðið mjög fjölhæft, þótt það sé aðeins rúmlega þriggja ára. Norðurverk er nú búið undir að taka að sér verkefni á þess- um ýmsu sviðum, og við höf- um í sigti ýmis verk, sem boð- in verða út á næstunni, einkum hér á Norðurlandi og svo á Austurlandi. SAMVINNA ERT.FNnRA OG INNLENDRA VERKTAKA. FV: Talsvert hefur verið um samvinnu erlendra og inn- lendra verktaka og innlendra innbvrðis. Er Norðurverk með í því? ÁÁ: Norðurverk hefur haft nokkra samvinnu við norska fyrirtækið Selmer, bæði við undirbúning tilboðsins í Laxá og um tilboð í hraðbrautargerð á Suðurlandi í fyrra. Fhá þessu fyrirtæki höfum við fengið ó- metanlega tækniaðstoð og þannig getur íslenzkum verk- takafyrirtækjum nýtzt erlend þekking og reynzla. Innlenda verktakastarfsemin er óneitan- lega enn á þroskaskeiði, og þótt um samvinnu sé að ræða innbyrðis, er hún tæpast komin á framtíðarstig. Innlendir verk- takar eru að stækka, og taka út vaxtarverkina, og ég tel að þeir séu um það bil að verða einfærir um að annast öll þau verkefni, sem hér standa til boða á næstunni. SMÆÐ OG ÓVISSA VANDAMÁL. Hins vegar er það óumflýj- anleg staðreynd, að okkur er vandi á höndum að standa ein- ir, hvað sem innbyrðis sam- vinnu líður. Flest verkefnin eru tiltölulega smá, eða þá brytjuð í smátt, og framtíðaráform um framkvæmdir ná aðeins til næstu mánaða í senn. Við þess- ar aðstæður er erfitt að sér- hæfa fyrirtækin nóg. og þau eru því fjármagnsfrek. Óviss- an er því mikil. og reynzlan hefur sannað, að það er ekki vandalaust að fóta sig á þess- um akri okkar. Ég fyrir mitt leyti, og ég held ég geti talað þar fyrir Norðurverk, tel því að það eigi ekki að verða neitt veldi, til þess er öryggið ekki nægilegt, a. m. k. enn sem kom- ið er. Við erum að mínum dómi komnir nokkurn veginn á þann grundvöll, sem svigrúm er fyr- ir á okkar mælikvarða að sinni.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.