Frjáls verslun - 01.02.1972, Síða 9
Tölvur
Landssíminn gerir
markaðskönnun varðandi
skýrsluvélanotkun
Landssími fslands verður að-
ili að markaðskönnun, sem Ev-
rópusamband pósts og síma
mun gangast fyrir í aðildar-
löndunum í sumar. Beinist
könnunin að notkun skýrslu-
véla og tölva og þörf fyrir
sendingu á upplýsingum til
slíkra tækja og á milli þeirra.
Rannsókn þessi var boðin út
og er það brezkt fyrirtæki,
sem hana annast. Koma starfs-
menn þess hingað til lands í
sumar.
í framhaldi af þessari könn-
un verður ráðizt í áætlanagerð
um nauðsynlegar framkvæmd-
ir í hverju landi fyrir sig og
um aðgerðir landanna sameig-
inlega.
Af hálfu Landssímans er
gert ráð fyrir því, að mál þetta
veki áhuga forstöðumanna
stærstu fyrirtækja hérlendis,
sem þegar hafa tekið skýrslu-
vélar í notkun.
Víða erlendis er notkun
IJtgáfa
Notkun skýrsluvéla og tölva
fer ört vaxandi hér á landi.
tækja af þessu tagi mjög um-
fangsmikil og t.d. algengt í
daglegum rekstri að í verzlun-
unum séu sérstök senditæki
við peningakassa, sem lesi af
verðmiðum, hvaða vörutegund
hafi verið seld, sendi upplýs-
ingar um það inn á rafmagns-
heila, sem síðar gerir viðvart
þegar kominn er tími til að
endurnýja lagerinn.
Flutningur á slíkum upplýs-
ingum getur einnig farið fram
milli íslands og annarra landa.
Hafa sæsímalínur verið til
þess reyndar og tilraunir gefið
góða raun. Er bví hugsanlegt,
að stærstu notendur skýrslu-
véla hérlendis eins og bankar,
SÍS, Eimskip og Skýrsluvélar
ríkisins geti haft aðgang að
tölvumiðstöðvum erlendis
vegna stærri verkefna, sem
tækjabúnaður þessara aðila
hér heima getur ekki sinnt.
Af hálfu Landssímans verður
málið frekar kynnt fyrir þess-
um aðilum í sambandi við
markaðskönnunina í sumar.
Nýtt rit á ensku um
viðskiptamál
Út er komið nýtt kynningar-
rit á ensku um viðskiptamál á
íslandi. Er það í tímaritsbroti,
alls 50 síður og kápa í þremur
litum. Útgefandi er Frjálst
framtak hf. í Reykjavík.
Rit þetta, sem nefnist „In-
side Iceland“ flytur ýmsar upp-
lýsingar um íslenzk málefni,
einkanlega efnahags- og við-
skiptamál. Meðal greína má
nefna yfirlit um landhelgis-
málið, mikilvægi fiskveiða fyr-
ir íslendinga, reglur um milli-
ríkj aviðskipti, útflutningsverzl-
unina og skrá yfir íslenzka út-
flytjendur. Liggur mikil vinna
á bak við þá skýrslu, sem gef-
ur upplýsingar um útflytjend-
ur eftir flokkum útflutnings-
varnings. Þá er og að finna
í ritinu „Inside Iceland“ grein-
ar um ráðstefnuhald hér á
landi, útflutningsiðnað og sam-
göngur við útlönd.
„Inside Iceland" er gefið út
í 5000 eintökum og verður
því dreift til erlendra aðila,
einkanlega verzlunarsamtaka
pg félaga í viðskiptallöndum
íslendinga. Áætlað er, að þetta
nýja rit komi út tvisvar á ári
og verði fyrst og fremst upp-
lýsingarit fyrir kaupsýslumenn.
Ritstjóri þess er Haukur
Helgason, hagfræðingur og
blaðamaður.
FV 2 1972
9