Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 11
Verzlun
KROIM áformar að byggja
stórmarkað á
höfuðborgarsvæðinu
Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis er um þessar mund-
ir að kanna möguleika á að
reisa stórmarkað á höfuðborg-
arsvæðinu. Er þetta í samræmi
við hugmyndir samvinnuhreyf-
ingarinnar um að láta meira
til sín taka í þéttbýlinu en
áður.
Áform KRON eru enn ekki
að fullu Ijósi. Málið er á athug-
unarstigi, en fyrirmyndin er
sótt til Svíþjóðar. Er gert ráð
fyrir, að reist verði verzlunar-
hús á einni hæð, sem hafi mjög
fjölbreytt úrval neyzluvara á
boðstólum, og að KRON reki
sjálft allar deildir. Lágmarks-
stærð slíks stórmarkaðar yrði
4000 fermetrar, en til saman-
burðar má geta þess, að Glæsi-
bær, verzlunarhús Silla og
Valda í Álfheimum í Reykja-
vík, er rúmlega 3800 fermetrar
að grunnflatarmáli.
Fram til þessa hafa tveir
staðir einkum verið taldir
koma til greina fyrir stórmark-
aðinn, annars vegar í austur-
hluta Kópavogs en hins vegar
inni við Sundahöfn, og þá_ í
tengslum við birgðastöð SÍS,
sem þar á að rísa.
Hugmyndir þessar verða
teknar til meðferðar á aðal-
fundi KRON, sem haldinn
verður í maí, en talið er, að
málið þurfi tveggja ára undir-
búningstíma.
í KRON eru nú um 9000
félagar og rekur félagið verzl-
anir í Reykjavík og Kópavogi.
Ný verzlun á vegum KRON
er nú í byggingu í verzlunar-
húsi í Breiðholtshverfi.
Sýningar
Kaupstefnan I Leipzig
IVIikilvægur tengiliður
Fjórir íslenzkir aðilar taka
þátt í vorkaupstefnunni í Leip-
zig, sem stendur dagana 12.—
21. marz. Eru það Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, Sambandið,
Artic hf. á Akranesi og Mars
Trading Company. Munu þessi
fyrirtæki sýna sjávarafurðir,
frystar og niðursoðnar.
Alls verða sýningaraðilar í
Leipzig yfir 9000 frá meira en
60 þjóðlöndum, og er sýningar-
svæðið um 350 þúsund fer-
metrar.
Kaupstefnan í Leipzig hefur
reynzt mikilvægur tengiliður
milli íslenzkra útflytjenda og
kaupenda í Austur-Evrópuríkj-
unum. íslendingar hafa selt til
þeirra fryst fiskflök um árabil
og auk þess hefur kaupstefnan
átt mikilvægan þátt í að opna
markað fyrir íslenzkan kavíar
í A-Evrópu. Leipzig-kaupstefn-
an er alþjóðleg vörusýning en
megingildi hennar felst í þeim
samböndum, sem takast milli
viðskiptaaðila í vestrænum
löndum annars vegar og
kommúnistaríkjunum hins veg-
ar.
Tveir íslenzkir fulltrúar
verða á vorkaunstefnunni að
þessu sinni, þeir Guðmundur
H. Garðarsson, fyrir hönd SH,
og Örn Erlendsson, sem nýver-
ið tók við embætti í Iðnaðar-
ráðuneytinu.
FV 2 1972
11