Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 11
Verzlun KROIM áformar að byggja stórmarkað á höfuðborgarsvæðinu Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis er um þessar mund- ir að kanna möguleika á að reisa stórmarkað á höfuðborg- arsvæðinu. Er þetta í samræmi við hugmyndir samvinnuhreyf- ingarinnar um að láta meira til sín taka í þéttbýlinu en áður. Áform KRON eru enn ekki að fullu Ijósi. Málið er á athug- unarstigi, en fyrirmyndin er sótt til Svíþjóðar. Er gert ráð fyrir, að reist verði verzlunar- hús á einni hæð, sem hafi mjög fjölbreytt úrval neyzluvara á boðstólum, og að KRON reki sjálft allar deildir. Lágmarks- stærð slíks stórmarkaðar yrði 4000 fermetrar, en til saman- burðar má geta þess, að Glæsi- bær, verzlunarhús Silla og Valda í Álfheimum í Reykja- vík, er rúmlega 3800 fermetrar að grunnflatarmáli. Fram til þessa hafa tveir staðir einkum verið taldir koma til greina fyrir stórmark- aðinn, annars vegar í austur- hluta Kópavogs en hins vegar inni við Sundahöfn, og þá_ í tengslum við birgðastöð SÍS, sem þar á að rísa. Hugmyndir þessar verða teknar til meðferðar á aðal- fundi KRON, sem haldinn verður í maí, en talið er, að málið þurfi tveggja ára undir- búningstíma. í KRON eru nú um 9000 félagar og rekur félagið verzl- anir í Reykjavík og Kópavogi. Ný verzlun á vegum KRON er nú í byggingu í verzlunar- húsi í Breiðholtshverfi. Sýningar Kaupstefnan I Leipzig IVIikilvægur tengiliður Fjórir íslenzkir aðilar taka þátt í vorkaupstefnunni í Leip- zig, sem stendur dagana 12.— 21. marz. Eru það Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sambandið, Artic hf. á Akranesi og Mars Trading Company. Munu þessi fyrirtæki sýna sjávarafurðir, frystar og niðursoðnar. Alls verða sýningaraðilar í Leipzig yfir 9000 frá meira en 60 þjóðlöndum, og er sýningar- svæðið um 350 þúsund fer- metrar. Kaupstefnan í Leipzig hefur reynzt mikilvægur tengiliður milli íslenzkra útflytjenda og kaupenda í Austur-Evrópuríkj- unum. íslendingar hafa selt til þeirra fryst fiskflök um árabil og auk þess hefur kaupstefnan átt mikilvægan þátt í að opna markað fyrir íslenzkan kavíar í A-Evrópu. Leipzig-kaupstefn- an er alþjóðleg vörusýning en megingildi hennar felst í þeim samböndum, sem takast milli viðskiptaaðila í vestrænum löndum annars vegar og kommúnistaríkjunum hins veg- ar. Tveir íslenzkir fulltrúar verða á vorkaunstefnunni að þessu sinni, þeir Guðmundur H. Garðarsson, fyrir hönd SH, og Örn Erlendsson, sem nýver- ið tók við embætti í Iðnaðar- ráðuneytinu. FV 2 1972 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.