Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Side 18

Frjáls verslun - 01.02.1972, Side 18
lýsendur vita því, hverjir sjá auglýsinguna í Time. Newsweek með 2,6 milljónir eintaka er enn betur skipulagt í þessum efnum, enda hafa auglýsingatekjur Newsweek vaxið um 53 prósent á fimm árum, en tekjur Time um 16 prósent. MÆTTI GRÆÐA Á ÓKEYPIS TÍMARITI FYRIR EFNAVERKFRÆÐINGA! En myndin verður enn skýr- ari þegar komið er að raun- verulega sérhæfðum ritum eins og Psychology Today eða Sports Illustrated. Möguleikarnir koma fram í ummælum John Babcocks, fyrrverandi formanns sam- bands viðskiptalegra tímarita: Hann bendir á, að unnt væri að komast yfir nöfn allra efna- verkfræðinga í Bandaríkjunum til dæmis og hefja útgáfu á sérstöku tímariti fyrir þá, sem þeim væri sent ókeypis. „Þú getur síðan fengið tekjurnar með því að tilkynna auglýs- endum, að allir efnaverkfræð- ingar í landinu mundu sjá aug- lýsingu þeirra.“ „Með tölvutækninni mætti hugsa sér að skrifa sérstakt tímarit fyrir hvern einasta landsmann," segir hann, „þar sem einmittt væri fjallað um það, sem hann vill.“ Að vísu kemur samkeppnin til sögunnar. Aðrir, sem kynnu að gefa út tímarit, gætu komizt yfir nafnalista allra efnaverk- fræðinga, en dæmið sýnir glöggt möguleikana á þessu sviði. Það skýrir eins og bezt má verða, hvers vegna sér- hæfðu tímaritin sækja fram en almennu fjöldatímaritin í Bandaríkjunum bera sig illa. NÚ ER VÆNTANIiFGT WÓFAVARNAKERFI FRA PHILIPS ALGJÖR BYLTING—LÍTÐ Á KOSTINA • Eitt lítið tæki — kemst fyrir allsstaðar. • Engar leiðslur út um alla glugga og hurðir. • Vinnur bæði á rafhlöðum og og 220 volt = fullkomið öryggi þótt rafmagn bili. • Mjög einfalt í notkun fyrir eigandann — höfuðverkur fyrir óvelkomna. • Gefur l'rá sér skerandi hávaða á staðnum eða annarsstaðar. • Kveikir ljós eða hringir í síma. • Lítill uppsetningarkostnaður. • Engin dýr leiga til margra ára — heldur ódýr kaup einu sinni. • I.eitið upplýsinga strax i dag — því verðið er lægra en þér haldið. PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI! HEIMILISTÆKI SF. SÆTÚNI 8 - SÍMl 24000 18 FV 2 1972

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.