Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.02.1972, Qupperneq 27
hverri viðskiptagrein. Auglýsingastofan Tígris ann- ast hvers konar vinnu í sam- bandi við auglýsingar og kynn- ingu. Guðbergur kvaðst hafa mikinn áhuga á að vekja athygli fyrirtækja á þörfinni fyrir að vanda vel til allra bréfa og kynningarrita, sem þau láta frá sér fara, því að gagnvart er- lendum viðskiptaaðilum, sem fá aragrúa af slíku efni, sé nauð- synlegt, að hlutirnir séu áferð- arfallegir og þess eðlis, að eftir þeim sé tekið. „Ég held, að í Finnlandi sé fyrirtækjum veitt geysilegt að- hald í þessu efni, enda má segja, að Finnar láti ekkert frá sér fara í þessum dúr nema að einstaklega sé til þess vandað,“ segir Guðbergur. Aðspurður um einhverjar nýjungar af hálfu auglýsinga- stofunnar Tígris sagðist Guð- bergur hafa mikinn áhuga á því að gera plaköt fyrir félög, stofnanir og fyrirtæki. Hins vegar væri ekki til neinn stað- ur ætlaður fyrir þau í Reykja- vík og reglugerðarákvæði um notkun þeirra væru mjög ströng. Aftur á móti sé full ástæða til að ætla, að takast megi að koma upp sérstökum þiljum í borginni, þar sem gert sé ráð fyrir, að plakötin megi standa. Gjörbylting á einu ári Elektrónískar reiknivélar ryðja sér til rúms Fyrirtækið Skrifvélin í Berg- staðastræti 3 er fimmtán ára gamalt og hefur á þeim tíma aðallega annazt viðgerðir á skrifstofutækjum, en fyrir einu ári urðu mikil þáttaskil i rekstri þess, þegar það fékk samning við Canon-verksmiðjurnar í Japan um umboð fyrir elek- trómskar reiknivélar þeirra hér á íslandi. Örn H. Jónsson, eigandi Skrifvélarinnar sagði í samtali við FV, að mjög mikil sala hefði verið á þessu eina ári í elek- tróniskum reiknivélum enda væru þær gjörbylting í reikni- vélatækni og ódýrar miðað við gæði. Hefði verð vélanna farið mjög lækkandi á síðustu árum og taldi hann, að vél, sem í dag kostar 18 þúsund krónur hefði kostað um 100 þúsund fyrir fá- einum árum. Reiknivélafram- leiðendur um allan heim hafa tekið upp þessa nýju tækni en þeir, sem það hafa ekki getað, hafa orðið að draga saman segl- in. Japanir standa mjög framar- lega á þessu sviði, og hafa reiknivélaverksmiðjur á Norð- urlöndum til dæmis leitað til þeirra og fengið aðstoð frá þeim. Helztu kostir þessara nýju véla eru, hve viðhald er lítið í samanburði við þær gömlu, en mönnum reiknast til, að það minnki um 90%. Þá er einnig bent á, hve hljóðlátar þær séu og hve flókin dæmi þær reikna á augabragði. Auk þess má stinga sumum elektróniskum vélum í skjalatösku og fara með fyrirhafnarlaust hvert á land sem er. Canon-fyrirtækið í Japan hef- ur það fyrir reglu, að velja sér umboðsmenn erlendis fyrir þessar vélar, sem geta sjálfir séð um viðhald þeirra. Tveir menn starfa nú hjá Skrifvél- inni að eftirliti með elektrónisk- um vélum og hafa þeir farið á sérstök námskeið í Hollandi og Svíþjóð til að þjálfa sig. Þá hefur fyrirtækið orðið að afla sér nýrra tækja fyrir hundruð þúsunda króna til þess að geta tryggt góða þjónustu. Getur allt eftirlit og viðgerðir farið fram hérlendis. Á þessu eina ári, sem Skrif- vélin hefur haft umboð fyrir Canon-reiknivélar, hafa verið seldar mörg hundruð vélar, og sagði Örn H. Jónsson, að Kaup- stefnan í sumar, þar sem vél- arnar voru sýndar, hafi mjög orðið til að auka veg þessarar nýju tækni hér á íslandi og valdið gjörbyltingu á einu ári. Aðspurður sagði Örn, að gömlu reiknivélarnar yrðu enn talsvert í notkun hjá einkaaðil- um og smærri fyrirtækjum og annast Skrifvélin áfram við- gerðir á þeim svo og öðrum tegundum skrifstofuvéla. FV 2 1972 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.