Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Síða 35

Frjáls verslun - 01.02.1972, Síða 35
B„J*ettu vuM' hiílfgert M'Í€M M'MM M't VMMMp Ó** inn fórum við á Þingvöll, þann þx-iðja að Laugarvatni, fjórða að Geysi og fimmta að f Gullfossi. Þetta var sem sagt hálfgert jarðarfarartempó. Á þessum ferðalögum var jafnan riðið heim á bæi og beð- ið um gistingu, og mér er eink- ar ljúft að minnast þess, hve ís- lenzk gestrisni var mikil, og hvað ég var stoltur af því, að þessir bændur, sem við hittum voru sannir höfðingjar og er- lendu gestirnir tóku eftir því. Oft var farið heim á prestsetr- in og ef ég var með erlenda menntamenn með í förinni hélt presturinn uppi samræðum við gestina á latínu, enda óalgengt, að hérlendir embættismenn töl- uðu t.d. ensku á þeim tíma. Sum voru þessi ferðalög hálf- gerðir hrakningar og ég man eftir einni Þingvallaferð af því tagi, þó að ég gæti sjálfum mér um kennt. Það vildi þannig til, að ég var staddur niðri á bryggju, þegar einn hópurinn var að leggja af stað. Þetta var í góðu veðri og ég léttklæddur að spranga þarna um. Þá kem- ur í ljós, að einn leiðsögumann- inn, sem átti að fara með, vant- ar, og pabbi biður mig að hafa hraðan á og fara með fólkinu. Ég fékk ekki einu sinni tíma til að búa mig betur heldur varð ég að leggja umsvifalaust af stað. En þegar við erum komn- ir upp á miðja heiði gerir hálf- gert vetrarveður með hagléij- um. Ég var engan veginn undir það búinn og þegar við komum á Þingvöll var ég gegndrepa og að drepast úr kulda. En þá hitti ég einn af mörg- um skemmtilegum náungum erlendum, sem ég hef kynnzt í þessu starfi. Hann hét Campbell og bjó í Hótel Valhöll, þ.e.a.s. gömlu Valhöll. Þetta var sann- ur Skoti, sem trúði á viský og aldrei rann af, bó að hann væri heldur aldrei áberandi fullur. Hann sá, hve illa ég var til í'eika og bauðst til að hita mér á augabragði. Kallaði Campbell síðan á kokkinn og bað hann að setja upp súpu í hvelli, súpu úr viský og karrí, sem hann hafði hvort tveggja meðferðis. Síðan var þetta borið fram og það er sá heitasti andskoti, sem ég hef nokkurn tíma sett inn fyrir mínar varir. En hrollurinn var úr mér á svipstundu. — Nú hlýtur þú að hafa tal- að ensku við þetta fólk. Hvenær lærðir þú þá ágætu tungu? — Það var árið 1907, sem ég byrjaði að læra ensku, þá 10 ára. Ingigei'ður föðursystir mín giftist Englendingi, Albert New- man að nafni, og kom hann hingað til að setja upp Marconi- stöðina við Rauðará, sem Einar Benediktsson stóð að. Uncle Bert, eins og við krakkarnir kölluðum hann, bauðst til að kenna mér ensku sumarið 1907 og sat ég hjá honum i 1—2 tíma á dag, þó að ég dauðöfundaði jafnaldrana, sem léku sér fyrir utan á meðan. — Þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst hlýtur túrisminn á íslandi að hafa lagzt í dvala urn sinn? — Já. Það var ekki fyrr en 1923, að fyrsta skemmtifei'ða- skipið kom hingað eftir ófriðinn 1914—18. Það var frá Ameríku. Áframhald verður svo á skipakomum á hverju ári eftir 1923 frá Ameríku en fyrstu brezku skipin komu 1926 eða 27. Síðan fjölgar þeim geysi- mikið og fleiri þjóðir bætast við eins og Þjóðverjar og Hol- lendingar. Flest urðu skipin á einu sumri 17 talsins. Var það skömmu fyrir seinna stríð. — Var eitthvert átak gert af ykkar hálfu til að fá erlenda gesti hingað á Alþingishátíðina 1930? — Nei, ekkert umtalsvert. Þá var gistirýmið ekki fyrir hendi og það setti okkur mjög þröng takmörk. Við höfðum ekki í önnur hús að venda en Hótel ísland og Hótel Skjaldbreið. Hótel Borg var nýreist en að- eins notuð fyrir opinbera gesti ríkisstj órnarinnar. í sambandi við Alþingishátíð- ina tók ég þó á móti fjölmeim- um hópi Vestux’-íslendinga. Það voru margir búnir að aura sam- an vestan hafs til þess að kom- ast heim til ættlandsins í tilefni af hátíðinni, en blessað fólkið þui'fti þó að sigla á tveim skip- um og vera í tveim aðskildum hópum. Held ég, að þessi skipt- ing hafi verið að pólitískum toga spunnin. Hvað sem því líður þá þurfti ég að sjá um mitt fólk og koma því fyrir í gistingu. Forstöðumaður hins hópsins hafði fengið íslenzka ráðherra til að lána afnot af Landspítalanum, sem þá var í byggingu, en ég fékk inni fyrir mitt fólk á Elliheimilinu Grund. sem líka var verið að reisa á þessum tíma. Fyrirliðinn í mínum hópi hét Thorstina Jackson, mikill stólpakvenmaður, sem vildi hafa sitt fram. Man ég það, að við fórum til fundar við Jónas Jónsson ráðherra frá Hriflu með Thorstínu í farai’broddi en þeim viðræðum lauk með því að Jónas var orðinn svo illur út í frúna, að hann rak okkur öll út. Þetta fólk var hér í tvo mán- uði, sótti Alþingishátíðina og ferðaðist víða um land að auki. Mér þykir líka gaman að rifja það upp, að við undirbúning Al- þingishátíðarinnar var fyrst hafin ferðamálastarfsemi hér í þeim húsakynnum, sem við er- um nú í, Hafnarstræti 5. Þá var hér opnuð skrifstofa á vegum hátíðarnefndarinnar til að taka á móti pöntunum á tjaldleigu á Þingvöllum. — Þú hefur eflaust kynnzt ýmsu sérkennilegu og skemmti- legu fólki af mörgu þjóðerni um ævina. Er þér einhver túristinn sérstaklega minnisstæður? — Já. Tvímælalaust hann „Vitlausi Stewart“ eins og við kölluðum blessaðan karlinn. Hann kom hingað nokkrum sinnum og tók upp á hinum ótrúlegustu hlutum enda var hann dálítið öðruvísi en fólk er flest. Hann var hér t.d. á FV 2 1972 31

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.