Frjáls verslun - 01.02.1972, Page 40
fftfnripwM&§>i§>
JlfoggtfttMaMfe
fl®?igi$$iM$M$i
MARGFALDAR
1. Algeng flokkun er eftir tíma-
lengd þeirra, bæði hjá fyrir-
tækjum og hinu opinbera.
2. Flokka má áætlanir eftir teg-
und þeirra eða eðli, t. d. sölu-,
kostnaðar-, eða fjármagnsáætl-
un hjá fyrirtæki o. s. frv.
3. Einnig má flokka þær eftir
yfirgripi þeirra, hvort um alls-
herjaráætlun er að ræða um
allan þjóðarbúskapinn, eða þá
áætlun fyrir einstakar atvinnu-
greinar, útflutning eða einstak-
ar framkvæmdir. Önnur skipt-
ing gæti verið eftir landssvæð-
um.
4. Einnig getur verið ástæða til
að flokka áætlanir eftir því, til
hvers á að nota þær, t. d. hvort
það er til að jafna hagsveiflur,
auðvelda framleiðsluskipulagn-
ingu, jafna útflutningstekjur
eða auðveída stefnumörkun á
einhverju tilteknu sviði. Mikil-
vægt er í þessu sambandi að
gera greinarmun á því, hvort
áætlun á að vera leiðbeinandi
eða mynda markmið.
5. Þá kæmi einnig til álita að
flokka áætlanir eftir því, hvern-
ig að þeim er staðið, eða hvaða
rannsóknaraðferðum er beitt.
Hér á ég við, hvort þær eru
með pólitískum stimpli eða
ekki og hvort notað er hag-
rannsóknarlíkan eða puttaregl-
ur.
Aætlunargerð á öðrum
NORÐURLÖNDUM
Jónas H. Haralz ritaði árið 1965
grein í Úr þjóOarbúskapnum um
„Áætlunargerð í Svíþjóð, Noregi
og Danmörku". I öilum aðalatrið-
um er skipulag þessara mála með
þeim hætti, sem lýst er í grein-
inni, þ. e. að þjóðhagsáætlanir eru
gerðar af sérstakri deild í við-
komandi fjármálaráðuneyti.
I Noregi eru áætlanir til skamms
og langs tíma (eins árs og fjög-
urra ára) birtar í nafni rikis-
stjórnarinnar, en í Danmörku,
Svíþjóð og Finnlandi er þjóðhags-
og framkvæmdaáætlunum fremur
ætlað að vera leiðbeinandi en
bindandi, a. m. k. að því er varð-
ar þann hluta efnahagslífsins, sem
liggur utan rikisgeirans.
Leyfi ég mér að vitna i niður-
lagsorð greinar Jónasar Haralz:
„Enda þótt verulegur munur sé
á viðhorfum til áætlunargerðar í
þessum þremur löndum og hún
framkvæmd þar með mismunandi
móti, má þó telja, að hún þróist
i svipaða átt. 1 fyrsta lagi hafa
öll þrjú löndin nú falið föstum
stofnunum að vinna að áætlunar-
gerð til langs tíma. Þessar stofn-
36
FV 2 1972