Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Page 45

Frjáls verslun - 01.02.1972, Page 45
2. Deila má um, hvort eðlilegra hefði ekki verið að láta fram- kvæmdastjórana mynda fram- kvæmdasíjórn stofnunarinnar, en framkvæmdaj'áð væri yfir henni. Annars væri eðlilegra að kalla framkvæmdastjórana framkvæmdaráðherra. Þá hlýt- ur að teljast nokkuð furðu- legt, að þeim mönnum, sem nú sitja í stjórn Efnahagsstofn- unarinnar sé treystandi fyrir Seðlabankanum, Hagstofunni og fjárlaga- og hagsýslustofn- un, en ekki Framkvæmda- stofnuninni. Upphaflegavoru ekki ákvæði um, hvenær framkvæmda- stjórn skyldi láta af störfum. Úr þessu hefur nú verið bætt i meðförum Alþingis, þar sem breytingartillaga um, að henni sé hægt að segja upp með mánaðar fyrirvara, var sam- þykkt. 3. Skipurit stofnunarinnar er flókið, hver skipar hvern og hver ræður yfir hverjum. SAMRÁÐ VIÐ SUMAR STOFNANIR 4. Fellt er niður ákvæði í lögun- um um Efnahagsstofnunina þess efnis, að stofnunin eigi að vera ráðgefandi um stefnu- mörkun í efnahagsmálum al- mennt, þannig að ekki virð- ist gert ráð fyrir neinu frum- kvæði, nema við stofnun nýrra atvinnugreina og þess háttar. 5. Framkvæmdastofnunin á að geta tekið að sér hagfræði- legar athuganir fyrir Seðla- bankann. Af hverju ekki líka öfugt? 6. Þá er alltaf varhugavert að geta þess, að samráð skuli haft við vissar stofnanir, en ekki aðrar. T. d. er tvívegis minnzt á, að samráð skuli haft við Rannsóknaráð ríkisins og ýms- ar aðrar stofnanir, t. d. við- skiptabanka, Iðnþróunarstofn- un íslands, Iðnþróunarsjóð og Iðnlánasjóð. Af hverju ekki Landsvirkjun, Orkustofn- un, Hafrannsóknastofnun og ráðuneyti? DEILDASKIPTING TIL BÓTA 7. Skiptingin i áætlunardeild og hagrannsóknadeild er til bóta, ef litið er á lögin sem skipulagsbreytingu á Efna- hagsstofnuninni. Reyndar mun það hafa verið áformað að gera einhverja slíka ráðstöf- un, svo að ekki væri unnt að kalla alla starfsmenn út að næturlagi til að gera við leka eða sinna brunakalli. Lang- tíma áætlunargerð hefur að nokkru orðið að sitja fyrir skammtíma verkefnum og stundarörðugleikum. 8. Sömuleiðis er til bóta að sam- hæfa enn betur starfsemi fjár- festingarlánasjóða, en ég tel eðlilegra að slíkt væri gert innan ramma bankakerfisins. 9. Ýmis einstök ákvæði um starfsemi Byggðasjóðs eru einnig til bóta. Eitt ákvæði er þó skrýtið við fyrstu sýn, en það er þess efnis, að „engri stofnun er þó skylt að veita lán, sem hún ekki telur eðli- lega tryggð". (TúlkunHelga Bergs, banka- stjóra, á þessu ákvæði var sú, að með því væri tekið fram, að um lögþvinganir við aðrar lánastofnanir væri ekki að ræða, þegar Framkvæmda- stofnunin setti almennar regl- ur um forgangsröð verkefna, og hvernig opinberir sjóðir skyldu haga lánveitingum í samræmi við það, sbr. 12. gr. laganna. Framsöguræða Helga Bergs varð einnig til þess að skýra önnur atriði upphaflega frumvarpsins fyrir mér, þótt ekki sé vikið að því hér). SAMSTARF ÞEGAR FYRIR HENDI 10. Þess er getið í greinar- gerð, að æskilegt væri, „að samstarf kæmist á milli stofnunarinnar og viðskipta- deildar Háskóla íslands (og jafnvel fleiri deilda) “. Þetta hefur lengi verið sameig- inlegt áhugamál Efnahags- stofnunarinnar og viðskipta- deildar, og þótt ekki hafi verið gert eins mikið í þessum efn- um og báðir aðiljar hafa ósk- að, þá hefur samstarfið m. a. verið í því formi, að nemend- ur hafa unnið í Efnahags- stofnuninni á sumrin, gert þar sín ritgerðarverkefni, og síðan jafnvel haldið þar áfram störfum að námi loknu. 11. Einnig er réttilega bent á, að beint samband sé milli fjölda nefnda og fæð- ar stjórnarráðsstarfsmanna og manneklu i ýmsum ríkisstofn- unum. Þó ber þess að geta, að nefndir eru skipaðar í mjög mismunandi tilgangi, og ég er ekki svo viss um, að þeir „dýru sérfræðingar", sem talið er að sparist með til- komu Framkvæmdastofnunar- innar liggi á lausu til starfa í henni, eða aðrir jafnfærir fáist í þeirra stað. Tel ég reyndar, að of lítið hafi verið farið inn á þá braut að not- ast við ráðgjafa til að leysa ýmis verkefni, sem unnin eru, annaðhvort í fjölmennum nefndum eða sem stjórnarráðs- menn komast ekki yfir. Greina má tilhneigingu í þessa átt erlendis og þetta er m. a. lagt til i drögum að skýrslu um vísindastefnu á Is- landi, sem unnin hefur verið á vegum OECD. VANTAR STARFSKRAFTA 12. Þá hlýtur og að vera verulegt atriði, að uppbygging áætlun- argerðar og þjálfun starfs- krafta er mjög tímafrek. Þar við bætist almennur skortur á langskóluðum og reyndum starfskröftum, sem liggja ekki á lausu, svo og samkeppni rik- isins við einkaframtakið um viðskiptafræðinga og hagfræð- inga. Vonandi fer þetta ekki í handaskolum. Óvenju mikið er að gerast í þjóðfélaginu, og hætt er við, að byrjunarörðug- leikar og starfsemi stofnunar- innar verði erfitt kapphlaup við tímann. 13. Láðst hefur að leggja áherzlu á samhæfingu framkvæmda- áætlana og fjárlaga og er framtíðarhlutverk fjárlaga- og hagsýslustofnunar næsta óljóst í þessu samhengi. ÞREFALDUR MÚR UM SÉRFRÆÐINGANA Stefnumörkun á efnahagssvið- inu hlýtur að vera stjórnmála- legs eðlis. Hagfræðingar yrðu þeir fyrstu til að viðurkenna það sjón- armið. Ég held að það hafi verið Clemenceau sem sagði við Pétain, að „generálarnir ættu ekki að pólitisera“, en Pétain svaraði um hæl, ,,að pólitikusarnir ættu ekki að generalísera”. En mikill má máttur sérfræð- inganna og embættismannannna vera, að hlaða þurfi þrefaldan vegg ofan á þá til þess að þeir verði ekki of áhrifamiklir. Það er í minnum haft, að Magn- úsi heitnum Jónssyni fórust ein- hvern tíma orð á þá leið, að hann hefði aldrei grunað, hvað lands- málin horfðu öðruvísi við úr dyr- um alþingishússins og af tröpp- um Landsbankans. Er það spá mín, að svo muni einnig reynast um þá þingmenn, sem taka munu sæti í stjórn Framkvæmdastofn- unarinnar, þegar þeir koma á tröppurnar hjá Kristjáni Siggeirs- syni — eða öðrum þeim stað, þar sem stofnunin verður til húsa. FV 2 1972 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.