Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Page 57

Frjáls verslun - 01.02.1972, Page 57
undirstaða samvinnustarfs hvarvetna um heim. Þó yrði einn reginmunur á slíku fyrir- komulagi og hlutafélögum, þ. e. a. s. sá, að hver einstak- ur félagsmaður í samvinnufé- lagi gæti ekki farið með meira en eitt atkvæði burt séð frá fjármagnseign hans. Það skal tekið fram, að hér er aðeins um að ræða frumhugmyndir mínar, sem eftir á að kanna til hlítar. FV: Er hætta á, að breytt- ar aðstæður geti valdið því, að rekstur Sambandsins raskist verulega á komandi árum, — að veldi þess fari hnignandi? E. E.: Nei, engan veginn. Sambandið þarf hins vegar að huga náið að meiri uppbygg- ingu hér á þéttbýlissvæðinu. Við þurfum að koma hér upp miklu stærri dreifingareining- um, og í því sambandi má geta þess, að KRON hefur uppi áform um nýjan stórmarkað í Reykjavík. FV: Hver eru stærð og um- svif SÍS miðað við samsvar- andi sambönd samvinnufclaga í nágrannalöndunum? E. E.: Við höfum þá sér- stöðu fram yfir samvinnufé- lög í nágrannalöndunum, að hér eru framleiðendur og neytendur í einu sambandi. Annars staðar er þetta skipt. SÍS er því hlutfallslega stærra en samböndin á hinum Norð- urlöndunum og í Bretlandi. Sé hins vegar litið á smásöluverzl- unina eingöngu, þá hygg ég, að við séum hlutfallslega stærri í henni en samvinnufé- lög hjá Norðmönnum og Dön- um. Finnar og Svíar eiga öfl- ugri samvinnuverzlanir og sömuleiðis Bretar. Það er þó erfitt að átta sig á þessum samanburði, því að hér á fs- landi skortir tilfinnanlega töl- fræðilegar upplýsingar yfir verðmæti smásöluverzlunar- innar. Heildarveltan hjá SÍS var 6.5 milljarðar árið 1971, en þar af er verulegur hluti um- boðssala með sjávar- og land- búnaðarafurðir. FV: Hver er fjárhagsleg staða SÍS og kaupfélaganna um þessar mundir? E. E.: í heild standa sam- vinnufélögin betur en fyrir þremur árum, þegar verst ár- aði. Sambandið endurgreiddi alls 33 milljón króna tekju- afgang til félaganna og frysti- húsa árið 1970. Smásalan er þó því miður orðin leiksoppur örlaganna hérlendis, og úti á landi nást alls ekki inn sölu- laun til að standa undir kostn- aði við dreifingu. Það bitnar fyrst og fremst á neytendum, að verzlunin í landinu hefur ekki mátt byggja sig upp. FV: Er hag SÍS nú betur borgið en oft áður, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur tekið að sér stjómarforystu í landinu? E. E.: Skoðun mín er sú, að samvinnuhreyfingin eigi að forðast náin tengsl við einn stjórnmálaflokk. Að undan- förnu hefur orðið talsverð breyting á pólitískri afstöðu manna og flokka til Sam- bandsins. Þar gætir meiri hlut- leysisstefnu en áður af hálfu þeirra, sem hvað harðast hafa staðið gegn því, enda ekki nema von, þar sem í sam- vinnufélögunum eru menn úr öllum flokkum. Sambandið vill hafa gott samstarf við þá, sem stjórna landinu hverju sinni. Stund- um höfum við verið úti í kuld- anum. Núna reynum við að koma fram málum eins og við höfum alltaf gert. En varðandi pólitík vil ég aðeins segja það, að félags- menn í samvinnufélögum taka vitaskuld eftir því, hvaða stjórnmálamenn eru hlynntir samvinnuhreyfingunni, og það er ekki nema eðlilegt, að fé- lagsmenn meti það við þá. FV: Það hefur greinilega komið fram, að þið eruð milli tveggja elda í kjaradeilum á vinnumarkaðinum, og greini- legt, að hávær gagnrýni bein- ist að Sambandinu af hálfu verkalýðsins fyrir atvinnurek- endasjónarmið þess. Ætlar Sambandið með einhverjum ráðum að breyta stöðu sinni í þessu efni? E. E.: Félagsmenn í sam- vinnufélögunum vilja fá gott kaup, en þeir vilja jafnframt, að verzlunarrekstur í kaupfé- lögunum og hjá öðrum sam- vinnufyrirtækjum gangi vel. Þama rekast á ólíkir hags- munir þeirra sjálfra. Það er áberandi, að fólkið vill, að SÍS gangi feti framar en aðrir at- vinnurekendur í samningum um laun og kjör. Ég hef boð- ið Alþýðusambandi íslands upp á samninga um það, að verkföll verði ekki gerð hjá samvinnufyrirtækjum, og að þeir samningar yrðu í svipuð- um dúr og gerist milli samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðssamtaka í Noregi. Þá geri ég ráð fyrir, að Vinnu- málasamband SÍS myndi ganga inn í samninga, sem Vinnuveitendasamband ís- lands gerði, en ef samningar tækjust ekki, yrði málinu vís- að til gerðardóms hvað sam- vinnuhreyfinguna snertir, og þannig komizt hjá verkföllum gagnvart henni. Á þetta hafa fulltrúar ASÍ ekki viljað fall- ast þeir og bera því við, að SÍS sé svo miklu stærri atvinnu- rekandi en samvinnufélögin í Noregi. FV: Er það rétt, að SÍS og ASÍ ætli að stofna saman ferðaskrifstofu? E. E.: Það mál er á viðræðu- stigi. Hugmynd um stofnun ferðaskrifstofu SÍS var rædd á fundi kaupfélagsstjóra í haust. Málið hefur verið rætt við fulltrúa ASÍ, og frekari undirbúningur er rétt að hefj- ast. FV: Hver eru helztu fram- tíðarverkefni Sambandsins? E. E.: Það eru tvímælalaust stjórnunar- og skipulagsmál. í þeim efnum hefur þróunin orðið mjög ör. Á þessu ári munu t. d. 25 af 46 starfandi kaupfélögum á landinu hafa bókhald sitt í tölvu Sambands- ins. ]5g held, að ekkert fyrir- tæki noti tölvu jafnmikið og við. í því augnamiði að gefa starfsfólkinu kost á að læra meira og njóta þjálfunar höf- um við tryggt því ýmsar náms- brautir í samvinnu við erlend- ar fræðslustofnanir. Ég tel, að fræðsla starfsfólksins sé þýð- ingarmest framtíðarmála hjá Sambandinu. FV 2 1972 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.