Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.03.1972, Qupperneq 9
tfraðfrystihúsin: Sveitarfélögin þurfa að verja allt að 750 milljónum til endurbóta Sóðaleg íramhlið á írystihúsi — og lóðin í kring. Bæjar- og sveitarfélög á landinu munu þurfa að verja samtals allt að 750 milljónum króna til nauðsynlegra endur- bóta, svo að’ uppfyllt séu þau skilyrði um liollustuhætti og frágang umhverfis fiskvinnslu- stöðva, sem nú er stefnt að vegna nýrrar reglugerðar um matvælaframleiðslu í Banda- ríkjunum. Á vegum tillögunefndar um hollustuhætti í fiskiðnaði hef- ur verið gerð áætlun fyrir ein- stök sveitarfélög samkvæmt skýrslum, sem þau hafa sent frá sér. Alls eru það 14 kaup- staðir og 43 hreppar, er hlut eiga að máli, en gögn hafa bor- izt frá þriðjungi þeirra. Ef litið er sérstaklega á kaupstaðina, sem nú þegar hafa sent frá sér skýrslur, lít- ur dæmið þannig út, að Hafn- arfjörður áætlar 75 millj., Keflavík 50 millj., Akranes 33 millj., (vatnsveita er stór lið- ur í þeirri áætlun), Siglufjörð- ur 25 millj., Sauðárkrókur 18 millj., Neskaupstaður 24 millj. og Vestmannaeyjar 35 millj. ÁÆTLA ALLS 2950 MILLJ. TIL ENDURBÓTA Á öllu landinu er gert ráð fyrir að verja alls 2950 millj. króna í endurbætur, bæði af hálfu frystihúsanna sjálfra, vegna hollustuhátta og ný- bygginga, og sveitarfélaganna. Hlutur frystihúsanna verður 1500 milljónir vegna hollustu- hátta, en 700 millj. vegna ný- bygginga. Samkvæmt lauslegri áætlun, sem byggð er á þeim skýrsl- um, er þegar liggja fyrir, lítur dæmið þannig út í einstökum kjördæmum, að í Reykjavík eru útgjöld frystihúsanna áætl- uð 145 millj., en borgarinnar 35 millj., á Reykjanesi: frysti- hús 550 millj., sveitarfélög 235 millj., á Vesturlandi: frystihús 270 millj., sveitarfé- lög 55 millj., á Vestfjörðum: frystihús 290 millj., sveitarfé- lög 105 millj., á Norðurlandi vestra: frystihús 55 millj., sveitarfélög 65 millj., á No’ð- urlandi eystra: frystihús 200 millj., sveitarfélög: 70 millj., á Austurlandi: frystihús 490 millj., sveitarfélög: 135 millj. og á Suðurlandi: frystihús 200 millj. og sveitarfélög 50 millj. 97 FRYSTIHÚS Á LANDINU Ýmsar af þeim framkvæmd- um, sem ráð er fyrir gert, munu koma íbúum sveitarfé- laganna í heild til góða, því að víða verða gerðar endur- bætur á vatnsveitum, holræs- um, gatnakerfi o. fl. Alls hafa athuganir verið gerðar hjá 85 frystihúsum, þar af eru 62 á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, 21 á vegum Sambands ísl. sam- vinnufélaga, en alls eru starf- andi á landinu 97 frystihús. Fyrir dyrum stendur að reisa 8 nýbyggingar. Framkvæmdastofnun ríkis- ins hefur nú fengið þessi mál til meðferðar. Talið er, að tóm gefist til ársins 1975 til að koma á nauðsynlegustu endur- bótum með tilliti til þeirrar nýju reglugerðar, sem unnið er að vestanhafs. FV 3 1972 .9

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.