Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Side 25

Frjáls verslun - 01.03.1972, Side 25
verið undirstaðan fyrir mjög þýðingarmiklar framkvæmdir á vegum borgarinnar seinustu árin, fyrst og fremst gerð hrað- brauta og malbikun gatna al- mennt. Það er líka undirstað- an fyrir íbúðarhverfi, sem risið hafa nýverið. Eftir aðalskipu- laginu hefur verið hægt að skipta uppbyggingu í borg- inni í íbúðar- og iðnaðarhverfi, og með útivistarsvæðum hefur verið stefnt að bví, að fólk kæmist gangandi um borgina án þess að vera í aðalumferð- inni. Aðalskipulagið hefur reynzt ótrúlega traustur grundvöllur. Við undirbúning þess var gerð ítarleg umferðartalning og mið tekið af henni við teikningu umferðaræða. Minni umferð er nú á helztu aðalbrautum en gert var ráð fyrir í spám vegna skipulagsins, og er það mikill kostur, ef þær duga lengur en við_ bjuggumst við upphaflega. Ýmislegt er enn ógert af skioulagsatriðum, eins og t. d. unobvgging gatnamóta á Miklubrautinni, þar sem reikn- að er með brúm og undirgöng- um í framtíðinni. Eftir um- ferðarþunganum á Miklubraut að dæma verður þó varla þörf á þeim fyrr en við lok áratug- arins. Ákveðið er, að aðalskipulag- ið verði endurskoðað á fimm ára fresti og er það vissulega nauðsynlegt, einkanlega vegna margs konar þjónustustarfa, sem aukið tillit verður að taka til, svo sem dagheimila, leik- valla, hiúkrunarheimila og fé- lagsheimila. — Nú hafa umræSur staðið lengi um nýjan miðbæ sunn- an Miklubrautar. Hvað líður uppbygsringu hans? — Tillögur, sem fyrir liggja um nýjan miðbæ, gera ráð fyr- ir 225 þús. fermetra svæði fyr- ir ýmis mannvirki. Þar af eru 60 þús. fermetrar ætlaðir fyr- ir verzlanir, en ég hygg, að það verði ekki notað fvrr en seinna. Hins vegar er nú verið að hefia teikningu á borgar- bókasafni, sem reisa á í nýja miðbænum, og þar ætti líka að byggja leikhús og gera svæðið að menningarmiðstöð. Skrif- stofur, oninberar stofnanir og samkomuhús eiga þar líka heima. Ég tel, að ekki liggi svo mjög á nýju verzlunarsvæði, því að aðstaðan í Austurstræti og á Laugavegi er það ákjósan- leg. Með miðstöð strætisvagn- anna á Hlemmi hefur staða Laugavegar efri sem verzlun- arsvæðis batnað mikið. Nokk- uð er kvartað undan umferð- arþunga, en ég hygg, að það vandamál leysist með tilkomu brúar yfir Geirsgötu, og bíla- stæði verði ekki höfuðverkur, þegar 1000 stæði bætast við uppi á þaki vöruskemmu Eim- skipafélagsins á austurbakka hafnarinnar. Nú eru fyrir hendi 2800 bílastæði frá Klapparstíg vestur í Garða- stræti. — Hvert stefnir í frekari út- víkkun höfuðborgarinnar á komandi árum? — Reykjavíkurborg verður að sjá þeim, sem hér vilja búa, fyrir landi undir húsnæði. Það er greinilegt, að fólk kýs að búa hér, þó að vegalengdir að vinnustað frá heimkynnunum séu kannski svipaðar og frá nágrannasveitarfélögunum. Á næstuni verða lóðir skipulagðar vestur við Eiðis- granda, en gera má ráð fyrir, að byggðin færist aðallega í Breiðholt II og III næstu fimm ár. Eftir það verður Korpúlfsstaðaland líklega tek- ið undir húsbyggingar og svo haldið áfram í norðurátt. Sem stendur á Reykjavík land upp að Blikastöðum, en ekki er ó- trúlegt, að byggðin færist upp í Mosfellssveitina og alla leið á Kjalarnesið. Með þessu mun samvinna sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu að sjálfsögðu aukast í mörgum greinum. Vís- ir að þessu er samstarf um strætisvagnaþjónustu og hita- veitu. En þó að samvinna af þessu tagi verði efld býst ég ekki við pólitískum samruna sveitarfélaganna, sem nú mynda Stór-Reykjavík. INSIDE ICELAND er kynningarrit fyrir erlenda kaupsýslumenn Utgefandi FRJÁLST FRAMTAK HF. OMEGA SPEEDMASTER KRÓNOGRAPH terproof. VATNSÞÉTT ÞÉR GETIÐ STRAX EIGNAST SAMSKONAR OMEGA ÚR OG APPOLLO GEYMFARAR NOTA ER ÞEIR LENDA Á TUNGLINU. BIÐJIÐ ÚRSMIÐ YÐAR UM ÞAÐ BESTA. BIÐJIÐ IJV1 QMEGA FV 3 1972 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.