Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Síða 33

Frjáls verslun - 01.03.1972, Síða 33
Söebech veltu 52 milljónum á seinasta ári, og þar af fóru sex milljónir til greiðslu vinnu- launa. í viðtölum við ýmsa verzlun- armenn í Miðbæ kom fram al- menn ánægja með miðstöðina. Menn voru á einu máli um, að verzlunarmiðstöðvar væru hagkvæmar fyrir neytendur og verzlunarmenn. ÓEÐLILEG SAMKEPPNI VIÐ FRYSTIHÚS Kristján Guðmundsson hef- ur frá byrjun átt fiskbúðina Sæver í Miðbæ. Kristján segir sömu sögu og flestir aðrir fisk- kaupmenn, að erfitt sé að afla vörunnar. „Það þarf að borga meira en eðlilegt er fyrir fisk- inn,“ segir hann. „Við verðum að keppa við frystihúsin, sem hafa aðstöðu og fjármagn, sem við höfum ekki yfir að ráða, og eru jafnvel mikið studd af ríkinu. Við bindum vonir við dreifingarmiðstöð, en það á eftir að koma í ljós, hvernig það gengur.“ Kristján rekur ernnig fisk- búð í nýju verzlunarmiðstöð- inni í Breiðholti. GLÆSIBÆR— 9000 viðskiptavinir á einum degi þegar mest er Stærsta verzlunarmiðstöðin í Reykjavík komst í gagnið í haust, og þar er nú umfangs- mikill rekstur, þótt miðstöðin sé ekki komin í fullan gang. Glæsibær að Álfheimum 74 markar þáttaskil í verzlun. Verzlunarmiðstöðin er 8200 fer- metrar og 31.600 rúmmetrar. Verzlun Silla og Valda tók til starfa í desember síðastliðnum. Matvöruverzlunin er 1000 fer- metrar, langstærsta matvöru- verzlun landsins. í Glæsibæ hafa Silli og Valdi matvöruverzlun, snyrtvöru- verzlun og sælgætissölu. Þar rekur Útgarður hf. umfangs- mikinn veitingarekstur, Hákon Jóhannsson rekur Sportvöru- verzlun. Bókabúðin er eign Oddnýjar Ingimarsdóttur o.fl., Paul Heide úrsmiður hefur gull-, silfur- og úraverzlun. Hans Petersen verzlar með Ijós- myndavörur. I norðurálmunni er klæða- verzlun Andersen og Lauth, blómabúðin Rósin, sem Anton Ringelberg á, Skóverzlunin Skóhornið, í eign Ólafs Ingi- mundarsonar og útibú Útvegs- bankans. Vestanvert er hárgreiðslu- og snyrtistofan Salom—Vehr í eign Elsu Haraldsdóttur, Rak- arastofa Jörundar Guðmunds- sonar og Guðmundar Hólm- kelssonar og tannlæknir. Mikið vantar á að allar verzl- anir sem í Glæsibæ eiga að vera séu komnar í gagnið. í kjallara verða vefnaðarvöru- verzlanir, sem væntanlega taka tilstarfa í sumar oghaust. Uppi verður meðal annars lækna- miðstöð, og er hugmyndin, að þar verði einir 16 læknar og heilsurækt. FV ræddi við Baldur Ágústs- son verzlunarstjóra og spurði hann um reksturinn. Baldur Ágústsson var áður verzlunarstjóri í verzlun Silla og Valda í Austurstræti, sem byrjaði árið 1965. Hann hefur kynnt sér verzlunarmiðstöðvar í Svíþjóð. „Þetta hefur þróazt eins og við var búizt,“ segir hann. „Nú, reksturinn er farinn að ganga skínandi vel, og salan ágæt. Eg vil benda á það, sem sagt var í Svíþjóð, að gott væri, 1 Glœsibœ er langstœrsta matvöruverzlun landsins. FV 3 1972 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.